Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1952, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1952, Page 4
408 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hér ern margir sundur sprungnir klettar, þar sem hentugt Margar kynjamyndir eru þarna. — Hér hvessir Kentaur hefði verið að hafa gálga sjónir á Gálgakletta þar við á vorvertíð. Lending er sæmileg þarna og brim aldrei neitt að ráði. Óþaríi er fyrir okkur að velta lengur vöngum yfir því hvaða mannvirki þetta er. Hvorugur okkar getur leý^t þá gátu. Hið eina sem við vitum með vissu er, að hér út í jaðrinum á Gálga- hrauni, á mjög afskekktum stað, hafa mannshendur einhverntíma verið að verki og reist hús. Menn- irnir, sem þetta 'gerðu eru löngu gleymdir, en hér er minnismerki þeirra, grjóthleðsla og vallgrónir veggir. Eitt lítið sjftiishorn þess hvernig menn hafa reynt að hag- nýta sér þetta hrjóstuga land út í æsar. Slíkar rústir á víð og dreif um landið eru þöglar minningar frá lífsbaráttu þjóðarinnar, og því merkilegar í allri sinni fátækt og einfaldleik. Nú höldum við lengra norður á bóginn. Hér er margt að skoða, kynjamyndir í klettum og sprung- um, og hin steinrunnu kyngimögn hraunsins, sem hefir dagað þarna uppi, er þau mættu sjónum. Hér er víðast ógreiðfært, ef maður ætl- ar að fara beint af augum. En fyrir gamlan smala er hægt að finna hér góða leið. Hann veit að sauð- kindin er öllum slyngari í því að finna og þræða hina greiðfærustu leið, þar sem öðrum sýnist illfært. Og hér eru gamlir fjárstígar eftir gróðurtorfum milli klettanna. Þeir eru að vísu í ótal krókum, en það borgar sig að fylgja þeim, það er greiðasta og bezta leiðin. Nú höldum við vestur með Lambhúsatjörn, sem ekki er tjörn lengur, heldur sjávarvogur. Og þar sem stígurinn liggur næst sjónum, furðar okkur á að sjá hvað sjórinn gengur hátt upp í hraunið. Það er háfjara núna og þess vegna sézt þetta svo vel. Þangrastir eru hér komnar hátt upp í grasi gróna hvamma og hraunbolla. Og hraun- grjótið ber þess merki ef sjór hefir gengið yfir það. Þá er það kol- svart og stingur mjög í stúf við ljósgrátt grjótið allt um kring. Þennan svarta lit fær það senni- lega úr marhálminum og þang- inu, sem á það berst. Hér eru margir sundur sprungnir klettar, þar sem mjög hentugt hefði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.