Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1952, Blaðsíða 2
r 582 1 ^ LESBÓK MORGUNBLADSINS fyrir öldubroti. Sá, sem lét gera þetta mannvirki var Pétur Björns- son skipstjóri, sem áður hafði ver- ið í förum víða um höf. Hann fór • á sínum yngri árum til Ástralíu og gróf þar gull. Pétur var mesti sómamaður. Frá bænum er mjög fagurt útsýni út yfir allan fjörð- inn út til hafs og innst inn í fjarð- arbotn, en öll norðurströnd fjarð- arins blasir við útsýninu. Mun frá fáum býlum í Arnarfirði vera jafn fagurt útsýni og sólarlag vera ó- víða jafn yndislega fagurt scm í HringsdaL IIRINGSSÖGU ÁTTI SIGURÐUR FAÐIR JÓNS FORSETA Hringsdalur er landnámsjörð, þótt eigi sé hans gctið í Landnámu. Landsnámsmaður sá, sem þar byggði fyrst bæ og nam þar fyrst land hét Hringur og dregur bær- inn nafn af honum. Af Hring land- námsmanni var til skráð saga. Vita menn síðast um þá sögu, að hún var í eigu séra Sigurðar Jónssonar á Hrafnseyri, föður Jóns Sigurðs- sonar forseta. Guðmundur Óiafs- son, sem kom til séra Sigurðar 16 ára gamall og var hjá honum vinnumaður á Hrafnseyri meðan séra Sigurður átti eftir að vera prestur þar, eða til ársins 1852, að séra Sigurður ílutti sig að Steina- nesi, þar sem þau Jón Jónsson skipstjóri og Margrét dóttir séra Sigurðar reistu bú, sagði föður mínum, Boga Gíslasyni og bróður hans, Einari gullsmið Gíslasyni, að Hringssaga hefði vcrið til á Hrafns- eyri í eigu Sigurðar, og hafði Guð- mundur séð hana síðasl í altarinu í Hrafnseyrarkirkju. Guðmundur Ólafsson var af öll- um sagður sannorður og merkur maður, sem ekki matti vamna sitt vita í nemu hóti. Hef eg þennan yitnisburð uxn .Guðmund eftýr konu, sem enn er á lífi, og var á heimili með Guðmundi þegar hún var unglingur. Sagði hún að hann hefði verið sérlega barngóður, en mun hafa viljað venja börnin á sparsemi. Því sjálfur mun hann hafa lifað og breytt eftir hinni gullvægu reglu: „Sparsemin er móðir auðæfanna.“ Hann var um skeið hreppstjóri í Auðkúluhreppi. Varð hann vel efnaður niaður, og var af sumum kallaður „ríki“. Var það að þakka reglusemi, hagsýni og sparsemi hans, en ekki af því að hann væri harðdrægur í við- skiptum. Hann keypti nokkrar jarðir í Arnarfirði. Guðmundur, sem margsinnis sagðist hafa heyrt söguna lesna á Hrafnseyri, meðan hann var þar, sagði svo Hrings- dalsbræðrum, þeim föður mínum og Einari bróður hans söguna. Ein- ar sagði síðan Birni Ólsen rektor söguna, eftir því, sem hún var sögð honum af Guðmundi, þcgar Björn heimsótti Einar og þá bræður í Hringsdal sumarið 1884. Er sagan á þcssa lcið: IIRINGS SAGA „Hringur hefir maður hcitið í Noregi. Hann var húm mesti kappi og ójafnaðarmaður mikill og víga- maður. Varð hann að flýja Noreg sak- ir vígaferla, og kom hingað með Erni landnámsmanni, er nam Arnarfjörð svo vítt, sem hann vildi. Ilringur scttist að í Hringsdal. Nokkru sjðar kom út Ketill il- breiður landsnámsmaður, son Þor- bjarnar tálkna og nam Ketildali. Með Katli kom ut Austmaður einn frændi þeirfa, sem* Hringur hafði vegið í Noregi, og var það erindi hairs út hingað, að. koma fram hefndum íyrir víg írænda sinna. Austmaður bjó i Austmaunsdal og \að lrami er daluxum kenndur, en annað bú atti hami á Steina- cejg gem liggur á Langaaesi swfl' anverðu. Austmaður gerði marga flugumenn á hendur Hringi, en Hringur bar af þeim öllum, og braut þá á bak aftur um stein, sem enn er sýndur í túninu í Hrings- dal. Eitt sinn sendi Hringur alla heimamenn sína inn í Trostans- fjörð til skógar, og var einn heima. Austmaðurinn var þá að búi sínu á Steinanesi. Hann sá til Hrings- dalsmanna, þegar þeir fóru inn hjá, og þegar þeir eru um fram komnir, lætur hann setja fram skip og stígur þar á með 14. mann. Þeir reru út eftir firði að Hrings- dal. Engar njósnir fóru fyrir þeim, og er þcir komu að Hringsdal, gengu þeir upp lág þá, sem síðan er kölluð Austmannalág* og hggur upp frá sjónum nokkuð fyrir inn- an bæinn og sézt ekki frá bænum. Eftir þessari lág komust þeir að skála Hrings, og fengu kringt um hann áður cn Hringur varð var við mannaferðina. Stökk Ilringur þá út úr skálanum og stóð leik- urinn fyrst á grund þcirri þar í túninu, sem síðan er kölluð Bar- dagagrund hin efri. Þar stendur steinn sá, sem fyrr var sagt að Hringur hefði liaft til að hrygg- brjóta á flugumennina. Austmenn- irnir sóttu að Hring í ákafa, en hann varðist al mikilli lireysti, og varð þeim skeinusamur. En þegar Jaann sá að laann mundi eklú geta varizt á þessum stað, liljóp hann niður á Bardagagrund hina neðri. Þar er stór steinn. Lét Hringur stcminn hlífa sér að baki, og varð- ist svo langa liríð. Varð hann 7 (aðrir segja 12) manna bani, áður en hann félL En svo kom að lok- um, að, enginn má við margnum. Þeir af Austmönnunum, sem und- an komust, voru allir sárir, og sum- ir dóu siðan úr sarum“. •—*—’.V— ....... 1 *Nú er lág þesji i daglegu tali nefnd Raenmgjalag, ver hún túmð við skriðu- blðupius c| grjótkasU úr núpnun;.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.