Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1952, Blaðsíða 8
[ 688 ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS T A IM ú, cmn íönd PAK I S Ný þjóð rís á legg FYRIR aldarfjórðungi voru það ekki nema nokkrir menn, sem dreymdi um það, að Pakistan ætti ettir að verða frjálst og fuilvalda riki. Nú hefir þessi draumur ræzt. Pakistan er nú sjálfstætt ríki og i uppgangi. Þar eru 76 milljónir mánna og er það því stærsta ríki Múha- meðsmanna og sjöunda fólksflesta riki í heiminum. — Grein þessi er tekin úr „Geographical Magazine'1. Hún er rituð af þeim hjónunum Jean og Franz Shor, sem hafa ferðast mikið fyrir tímaritið. Við áttum tal við einn af ráð- herrunum í Karachi og hann skýrði okkur svo frá: — Oss var legið mjög á hálsi fyrir það að vér vildum vera sjálf- stæð þjóð, að vér vildum að Ind- landi væri skift milli Hindúa og Múhamedsmanna. Menn heldu því fram, að Indland væri órjúfanleg heild, hvort sem litið væri á það frá landfræðilegu sjónarmiði eða fjárhagslegu sjónarmiði, og að skifting þess mundi leiða til hins mesta ófarnaðar. En slíkar viðbárur fá ekki stað- ist. Evrópa, Norður-Ameríka og Suður-Ameríka eru ein heild hvor um sig frá landfræðislegu sjónar- miði. En í öllum þessum álfum hafa verið margar sjálfstæðar þjóðir, og sumar hafa orðið stór- veldi. Vér trevstum fyllilcga málstað vorum. Múhamedsmenn höfðu stjórnað Indlandi um 300 ára skeið f áður en Bretar kornu til sögunnar. En undir stjórn Breta misstum vér öll völd. Þeir tóku Hindúa fram yfir oss. Hindúar sátu í flestum ^ opinberum embættum, þeir stjócu- uðu bönkum og stærstu verslunar- fyrirtækjum. Þeir áttu fleiri menntaða og verkfróða menn en vér. Og í sameinuðu ríki hefði þeir orðið alls ráðandi. Trúarbrögðin voru aðal þrándur í götu fyrir sameinuðu Indlandi. Þau valda því, að Hindúar og Indverjar geta ekki lifað undir sömu lögum. Hindúar telja kýr heilagar, — vér etum þær. Hjá oss er engin stéttaskifting. Og Mohammed Ali Jinnah, faðir lýð- veldisins, skýrði afstöðu vora með einni setningu. Hann sagði: — Hundrað milljónir manna er of mikið til þess að teljast minni- hluti. Hann hafði sitt fram og varð fyrsti forseti í Pakistan. En hann dó eftir rúm tvö ár, og eftirmaður hans, Liaquat Ali Khan, var myrt- ur af ofstækismanni árið 1951. ií . - ir Sjón er sögu ríkari Núverandi forsætisráðherra landsins er Khwaja Nazimuddin. Við fórum á fund hans og tjáðum Lianum erindi okkar, að við vild- Kort aí Pakistan. Það er í tvcnnu lagi og langt á milli. um kynnast landi og þjóð. Hann brosti og sagði: — Þið munuð undrast andstæð- urnar í þessu landi, en þið verðið að hafa í huga að vér erum ný þjóð í gömlu landi. Þið munuð iá að sjá bílstjóra með túrban aka um götur þar sem fullt er af dráttar- úlföldum. Þið munuð sjá nýtízku verksmiðjur og búðir handverks- manna hlið við hlið. Þið munuð sjá uxa ganga fyrir vatnsdælum rétt hjá raforkustöðvum. Slíkar andstæður eru einnig í stjórnarfarinu. Framkvæmdavald- ið er sniðið eftir vestrænni fyrir- mynd og stjórnarskráin sameinar lýðræði og fornar venjur Islams. En í sumum héruðum lifir fólk undir lögum, sem voru orðin göm- ul í þann mund er Kolumbus fann Ameriku. Pakistan verður ekki lýst með töluxn og hagskýrslum. Samneínari

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.