Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Blaðsíða 6
428 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er ekki um dropsteina að ræða, heldur er skrautið líkast því að það sé úr tærum krystalli. Hér hef- ir vatnið frosið, er það hafði sigið í gegn um berglögin fyrir ofan, og myndað hinar furðulegustu súlur og „kerti“, gljáþil og hríslur, sem líkjast kóröllum. Sums staðar eru tjarnir með glærum ís, og þegar ljósi er brugðið upp, brotna geisl- arnir margfaldlega, svo að það er eins og menn séu komnir í ein- hverja töfrahöll. '——< — Dúdúsen Frh. af bls. 425 run sælgæti. Hann átti líka ljúf- feng vín og veitti óspart. Varð Spánverjinn brátt svo hreyfur að hann vildi fara að dansa og eins Keba. Og svo dönsuðum við þarna um allt húsið þangað til við vorum komnir að niðurfalli. Á eftir sýndi Dúdúsen okkur kirkjugarðinn. Eru þar nokkrir steinkrossar á leiðum Evrópu- manna. Sagði Dúdúsen að 12 þess- ara manna hefði druknað í Fajara á stríðsárunum. Á steinana var skráð á ensku: Hann lét lífið fyrir konung sinn og föðurland. Þá kom- ust Rómverjar hinir fornu betur að orði: Dulce et decorum pro patria mori (Það er fagurt að falla fyrir föðurlandið). Annars getur varla dásamlegri stað en þennan kirkjugarð, þar sem allt er um vaíið hinum stóru dökkrauðu rósum og þar sem enn skrautlegri smáfuglar eru á sveimi og syngja fegurðinni og skaparanum lof yfir moldum hinna framandi manna. í Bandaríkjunum eru 900 útvarps- stöðvar og þær útvarpa daglega 65.000 dagskrárliðum. Skygnst inn MEÐ hinum stóru fjarsjám skyggn ast menn nú út í geiminn og hafa fundið þar milljónir vetrarbrauta, er enginn vissi neitt um fyrir nokkrum áratugum. Með þessu hef -ir hinn kunni heimur stækkað svo óskaplega að menn sjá stjörnuþok- ur sem eru í allt að 1000 millj. ljós- ára fjarlægð frá jörðinni. Og vegna þessa hafa menn orði'ð að breyta hugmyndum sínum um heiminn og mikilleik hans, sem er svo furðu- legur, að hann yfirgengur allan mannlegan skilning. Á hinn bóginn hafa menn með smásjánni skygnst inn í annan heim, sem kalla má nýan heim, og er ekki síður furðulegur. Þar hef- ir hver uppgötvunin tekið við af annari, og alltaf er skygnst lengra og lengra inn í þennan nýa heim, sem er ósýnilegur berum augum og menn höfðu ekki hugmynd um að til væri fyrr en Leeuwenhoek fann upp smásjána. Að vísu höfðu menn fundið upp stækkunargler áður. í rústum Nineve-borgar hafa menn fundið stækkunargler, gert úr bergkrystalli rúmum 700 árum áður en Kristur fæddist. Þess er og getið um Nero keisara, að hann setti gegnsæan stein fyrir auga sér til þess að geta séð betur til „Gladiatoranna“ þegar þeir voru að berjast. Síðar fundu menn upp betri stækkunargler, en þau gátu aðeins stækkað og skýrt það, sem augað sá, en ekki birt það, er aug- að sá ekki, þangað til Leeuwen- hoek fann upp á því að slípa gler og setja þau í sjónpípu. En það var fremur að þakka forvitni hans en vísindamennsku — því að vísinda- maður var hann ekki í þess orðs skilningi — að hinn ósýnilegi líf- í furðuheima heimur opnaðist sjónum manna. Leeuwenhoek fór með sjónpípu sina eins og krakki mundi fard með leikfang. Hann þurfti að skoða alla skapaða hluti í henni og sjá hvað þeir breyttust. Og meðal annars skoðaði hann vatnsdropa, til þess að vita hvernig hann mundi líta út í smásjánni. Og þá skeði undrið mikla. í hinum tæra vatnsdropa sá hann óteljandi lífverur, sem varu þar á þönum fram og aftur. Hann hafði fundið gerlana, þessar furðu- legu verur, sem hafa svo stórkost- leg áhrif á annað líf á jörðunni, bæði til hins betra og hins verra. Eftir daga Leeuwenhoeks var farið að gera endurbætur á smásjá hans og tókst mönnum að gera hana furðulega fullkomna. En lengi vel voru henni þó takmörk sett. Og þau takmörk setti birtan. Það er ekki unnt að sjá neinn hlut, nema hann sé svo stór, að hann geti endurkastað ljósi. Lengi vel gátu menn ekki greint í smásjá það, sem styttra var en hálf bylgju- lengd ljósgeislans. En það þótti vís- indamönnunum ekki nóg. Hvað er þar fyrir handan? spurðu þeir sjálfa sig. Þess vegna var það að Ernest Abbe táraðist út af því á síðustu öld, að mannkyninu jnundi aldrei takast að sjá það sem minna væri en fermiljónasti hlutinn úr þumlung. Þó hefir þetta tekizt. Louis de Broglie tókst 1924 að mæla út- geislan frumeindanna og fann þá birtu, sem hefir miklu minni sveifluhraða heldur en dagsljósið. Upp úr þessu kom svo rafeinda- sjáin. Og með tilstyrk hennar hefir tekizt að skygnast miklu lengra inn í ósýnisheiminn, heldur en áður i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.