Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Blaðsíða 12
392 T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS söfnuðinum og taka þátt í sakra- mentinu. Gísli játaði hverri spurningu, og að því búnu mælti prestur enn: „Þar sem guð vill ekki syndar- ans dauða, heldur að hann snúi sér of lifi, þá skulum vér allir gieðjast yfir afturhvarfi þessa syndara og íúslega taka við hon- um aftur og reyna með hógværð að hjálpa honum í ásetningi hans og biðja guð að auðsýna honum náð og miskunn og að hann minnist aldrei framar afbrota hans. Og þar sem vér efumst ekki um guðs náð, og þar sem þér hafið nú viður- kennt syndir yðar og beðið söfnuð- * 2 inn fyrirgefningar á þeim, þá vil V G 3 2 ég sem óverðugur þjónn guðs, í ♦ 6 2 m p q o c nafni hans og míns heilaga embætt- „ is, leysa yóur ur því stranga banni kirkjunnar, er þér hafið verið und- ir, og veita yður frelsi til þess að sameinast aftur söfnuðinum, eins og söfnuðurinn er sameinaður guði. Og til þess að gleði yðar megi vera fullkomin og til þess að full- vissa yður enn frekar um náð guðs þá vil ég þessu til frekari staðfestu tilkynna yður, Gísh Ólafsson, að eigi eru aðeins þessar töldu syndir, heldur einnig allar aðrar syndir yð- ur fyrirgeínar 1 nafni heilagxar þrenningar. Standið á fætur! Farið héðan í friði. Þakkið guði, sem hefir tekið yður í sátt, og syndgið ekki fram- ar“. Að svo mæltu reisti meðhjálpar- inn Gísla á fætur. Var hann orð- inn stirður af því að krjúpa svo lengi á horðu gólfinu, enda var maðurinn nú kominn á áttræðis- aldur. Síðan leiddi meðhjálparinn Gísla til sætis þess er honum bar. Var svo súnginn sálfnur og eftir það var Gísli til altaris. því að guð í reiði sinni gætir og miskunnar, þar sem hann eigi að- eins tekur við syndurum, sem bæta ráð sitt, heldur blæs þeim með sinni náð umvenduninni í brjóst“. Að svo mæltu sneri prestur máh sínu aftur að Gísla: „Vitið þa, þér sem nú leitið guðs náöar, að þer verðið að gera yður hennar verðugan, svo að reiði guðs komi ekki yfir yður eins og börn vantrúarinnar. Gætið þess að um- vendan yðar sé innileg og einlæg og iðrun yðar falslaus, svo að þér getið tekið undir með Davíð og sagt: Ó, Herra, angist mín er mik- il, frelsa þú mig frá mótlætinu og fyrirgef þú mínar syndir. Þakkið guði, sem hefir látið náð- arorð sitt vera hfandi í hjarta yðar og þannig framkallað þá hrygð, sem gerir afturhvarfið að sæiu. Horfið á guðs saklausa lamb, sem burt bar heimsins synd. Trúið því að hann ber einnig yðar synd svo að þér verðið hólpinn, og yðar refsingu svo að þér fáið frið. Kapp- kostið því með iðuglegum bænum og ákalli að fá frið fyrir syndinni, svo að hún skuli ekki stjóma yður framar, og að þér getið ætíð haft góða samvizku og frið við guð, þangað til þér öðlist hinn eilífa frið hjá honum sjálfum í himnin- um. Og til þess iðrun yðar fyrir hinar miklu syndir, og trú yðar á að geta með guðs hjálp byrjað nýtt og betra líf, verði nú kunnugt þess- um söfnuði, þá spyr ég yður:“ Síðan lagði prestur fimm spurn- ingar fyrir Gísla og var efni þeirra þetta: 1. Hvort hann viðurkenndi allar sínar syndir (er prestur taldi upp), 2. Hvort hann iðraðist synd- anna af öllu hjarta, 3. Hvort hann trúi því að guð mimi fyíirgefa honum syndimar, 4. Hvort hann vilji framvegis forðast að drýgja synd, og 5. Hvort hann oski em- læglega eftir að sameinast aftur -y- Hér lýkur sögumii af þessu þrjá- tíu ára stríði. Hula gieýttiskunnar hefir lagst yfir ævilok Gísla. Senni- lega hefir hann andast skömmu eftir þetta, því að samkvæmt bændatah 1733 eru nýir ábúendur þá komnir á hans hluta af Syðra Rauðalæk. BRIDGE A Á 10 4 V Á K 6 5 ♦ Á 10 7 * Á 10 3 A K D G 9 8 6 V D 10 8 7 ♦ 4 4. D 7 A 7 5 3 V 9 4 ♦ KDG9853 * 8 Sagnir voru þessar: N A s V 1 hj. 1 sp. 2 t. 3 lauf 4 gr. pass 5 lauf pass 6 t. pass pass pass V slær út S2 og gerir S ráð fyrir að það sé einspil. Hann drepur með ásn- um í borði. En hvernig á hann nú að spiia til þess ao vinna? Hann tekur fyrst á HÁ og HK og slær svo út lághjarta og trompar með gosa. Síðan slær hann út trompi og drepur í borði og svo kemur hjarta, sem trompað er á hendi. Næst er tekið á LÁ og laufi slegið út, en það drepið með trompi. Svo er blindum komið inn á tromp og enn kemur út lauf. En í staðinn fyrir að trompa það, kastar S af sér spaða og V fær slaginn. Hann hefur nú aðeins lauf á hendi og verður að spila því, en það er tekið.með trompi í borði og S getur nú fleygt af sér sein- asta spaðanum. Þar með er spilið unnið. — Ég sé að ég hef vaxið í augum þínum, sagði húsfreyan, fyrst kallaðir þú mig lambið þitt, en nú ertu farjnn að kalla mig belju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.