Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1955, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1955, Qupperneq 12
88 - LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Um mánaðamótin stöðvuðust íslenzku skipin hvert af öðru vegna verkfalls. Hér sjást nokkur þeirra bundin við bryggju. vegna umferðarslysa árið sem leið námu rúmlega 13 millj. kr. (26.) Áburðarverksmiðjan í Gufunesi hef- ur selt um 4000 lestir af tilbúnum áburði til Frakklands (22.) Kom 3000 lesta þýzkt skip til þess að taka fyrstu sendinguna og lá það við hina nýu bryggju í Gufunesi meðan útskipun fór fram (29.) LANDHELGISBROT Franskur togari var tekinn að veið- um í landhelgi hjá Ingólfshöfða, og farið með hann til Reykjavíkur. Þar var hann dæmdur í 74 þús. kr. sekt og afli og veiðarfæri upptækt (7. og 8.) Belgiskur togari var tekinn í land- helgi og fluttur til Vestmanneya. Þar fekk hann 10 þús. kr. sept., afli og veiðarfæri upptækt (15., 16.) FRAMKVÆMDIR Sogsvirkjunin fekk þingheimild til lántöku með ábyrgð ríkissjóðs, allt að 100 millj. króna, og var nú virkjun Efra-Sogsins boðin út (4.) Hamiltonfélagið hætti nær allri starfrækslu á Keflavíkurflugvelli, en við taka íslenzkir verktakar (4. og 11.) Miklar framkvæmdir voru í síma- málum árið sem leið (6.) Skóli ísaks Jónssonar í Reykjavík tók til starfa í nýum og fullkomnum húsakynnum (8.) Tekin var í notkun í Reykjavík stærsta skipadráttarbraut landsins, 70 metra löng. Slippfélagið hefur komið henni upp. Er hægt að taka þar á land öll íslenzk skip nema stærstu skip Eimskipafélagsins (9.) Næsta verkefni Happdrættis Háskól- ans er að koma upp veglegri byggingu fyrir Náttúrugripasafnið (12.) Kjölur var lagður að björgunarskútu Norðurlands og er búizt við að hún geti hlaupið af stokkunum í vor (13.) Mikill áhugi er meðal útgerðarmanna að fá báta úr stáli. Eru nú tveir slíkir bátar í smíðum fyrir íslendinga í Hol- landi. Bæði Landsmiðjan og Stálsmiðj- an hafa í hyggju að hefja smíði 50—60 lesta stálbáta (15.) Varðskipið Þór hefur fengið nýa rat- sjá og ljósmyndunartæki í sambandi við hana. Stendur skipið nú betur að vígi en áður í baráttu sinni við land- helgisbrjóta (23.) Hafin er útgáfa á norrænum þing- tíðindum, þar sem getið er hins helzta, er gerist á þjóðþingum hinna fimm norrænu ríkja (26.) Höfðakaupstaður hefur nú fengið rafmagn frá rafstöðinni á Sauðanesi hjá Blönduósi (28.) Hafnarframkvæmdum í Vestmann- eyum er nú svo langt komið, að stærstu skip íslenzka verslunarflotans geta siglt þar inn í höfnina og lagzt við bryggju (28.) MENN OG MÁLEFNI Valdimar Björnsson ráðherra í Minnesota kom hingað í kynnisför (11.) Lögreglan á Akureyri telur að hér- aðsbann á áfengi hafi gert mikið gagn þar (18.) Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari fékk gullmedalíu Listaháskólans danska og 3000 kr. námstyrk fyrir myndastyttu sem hún nefnir Sonur (19.) Þegar er farið að undirbúa hópferðir heðan til Norðurlanda, Miðjarðarhafs- landa og Vesturheims á þessu ári (20. og 27.) Davíð Stefánsson skáld átti sextugs- afmæli. Var afmælisdagur hans helg- aður móðurmálskennslu í öllum skól- um landsins (21.) Landgræðslusjóði hafa verið tryggð- ar tekjur með því að lagt er 20 aura aukagjald á vindlingapakka. Búizt er við að tekjur af þessu geti numið hálfri milljón króna eða meira (22.) ■>■■■ >• . . ... fi. í’/ W -V;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.