Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 273 Símon Jóh. Ágiístsson: Hugleiðingar um Hávamál Niðurlag. frá sálfræðilegu og siðfræðilegu siónarmiði Fyrirlestur íluttur í Kai'pmannahaínarháskóla IV AVIÐJAFNANLEGIR að fegurð og djúpsæi eru þeir kaflar Hávamála, sem fjalla um vinátt- una. Vináttan er æðsta og innileg- asta form mannlegra samskipta og maðurinn verður fyrst sannur mað- ur með því að bindast öðrum vin- áttuböndum. Með vináttunni gefst maður öðrum: mitt verður þitt og þitt verður mitt. í návist vinar er maðurinn hann sjálfur, þá nýtur hann fyrst sjálfs sín til fulls. í vin- áttunni á sér stað fullkomnasta tjáning mannlegs persónuleika. Helzta kennimerki ósvikins mann- gildis er einmitt hæíileikinn til djúprar og einlægrar vináttu. Kjarni siðgæðishugsjónar Háva- mála felst í þessu eina orði: Vin- átta. Maðurinn er félagslynd vera: 47. v. Ungr var ek forðum, fór ek einn saman, þá varð ek villr vega; auðigr þóttumk, er ek annan fann, maðr er manns gaman. Enginn er svo einrænn, að hann þrái ekki öðru hvoru samíélag við aðra. Einhver grimmilegasta reís- ing, sem hægt er að beita, er sú, að útiloka hinn seka frá öllum mannlegum félagsskap, og sjálf- valið einsetulíf er meinlæti og þau ekki af betri endanum. Þó þrá flestir menn einveru á stundum, og Hávamál bera því óbeint vitni, að höfundur þeirræ heíur kunnað að meta gildi einveru og sjálfstæðrar íhugunar. En hinn vitri maður Hávamála er ekki einsetumaður, heldur hinn vinrækni, mann- blendni maður. Sjálfvalið einsetu- líf er ein tegund lífsflótta og höf. Hávamála er ljóst, að einangrun frá mannlegu samlífi rýrir mann- gildi vort. Óður Hávamála um vináttuna er fagur og djúpsær: 44. v. Veiztu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, ok vill þú af hánum gótt geta, geði skaltu við þann blanda ok gjöfum skipta, fara at finna oft. 119. v. Veiztu, ef þú vin átt, þanns þú vel trúir far þú at finna oft, því at hrísi vex ok hávu grasi vegr, er vættki treðr. 121. v. Vin þínum ver þú aldregi fyrri at flaumslitum; sorg etr hjarta, ef þú segja né náir einhverjum allan hug. 124. v. Sifjum er þá blandat, hverr er segja ræðr einum allan hug; allt er betra en sé brigðum at vera; er-a sá vinr öðrum, er vilt eitt segir. Hér er flest það tekið fram, sem einkennir sanna vináttu: Ef menn eiga að njóta þeirrar sælu og þess þroska, sem hún veitir, verða þeir að vera oft samvistum við vin sinn. Að blanda geði við einhvern þýðir að komast í fullkomið andlegt sam- band við hann. Þetta samband er aðallega fólgið í andlegum skyld- leika, í hreinskilni, trausti og tryggð. í návist vinar er maðurinn öruggur, þá getur hann varpað frá sér varúðinni og tortryggninni, sem Hávamál brýna svo mjög fyrir mönnum. Því dýpri og innilegri sem vináttan er, því minna dylja vinirnir hvor fyrir öðrum hugsanir sínar og tilfinningar. Segjandi er allt sínum vin. Ef ástæða er til, segi ég vini mínum til galla hans eða yfirsjóna, svo að hann fái úr þeim bætt. Ég treysti vini mínum til fullnustu og reyni ekki að blekkja hann með því að sýnast betri en ég er. Og vinur minn verð- ur að sýna mér sömu einlægni, hreinskilni og traust, ef vinátta okkar á að haldast. Vináttan heimt- ar endurgjald og jöfnuð. Ef þessi gagnkvæmu samskipti eru rofin, spillist vináttan. Hávamál vara mjög eindregið við því að verða „fyrri að ílaumslitum“, þ. e. að binda endi á þann unað, sem vin- áttan veitir. Hér eiga Hávamál enn samleið með siðtræði- og sálfræðikenn- ingum nútímans. Ýmsar rannsókn- ir hafa sýnt, að þau. börn og ung-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.