Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 277 Teikning af hinni fyrirhuguðu kirkju í Skálholti. ÚTGERÐIN Flestir togarar stöðvuðust í þessum mánuði vegna verkfaiisins. Höfðu þeir seinast verið á saltfiskveiðum og aflað vel. Tveir þeirra sigldu með afla sinn, annar til Esbjorg en hinn til Grimsby, og lentu því ekki í stöðvun. í verstöðvunum sunnan og vestan lands mátti heita uppgripaafli í þess- um mánuði. Var í lok mánaðarins talið að fiskaflinn væri orðinn um 120 þús- und smálestir, eða 17.000 smálestum meiri heldur en í fyrra, sem var þó gott aflaár (29.) Rannsóknir hafa leitt í Ijós, að gula í salt.fiski stafar af kopar sem er í salt- inu (6.) G'furlegur rauðmega afli var norðan lands, svo að sums staðar aflaðist meira en menn gátu hagnýtt. Húsvíkfngar tóku því upp þá nýbreytni að hrað- frysta rauðmagann. MANNALÁT 6. Sigurþór Ólafsson bóndi Kollabæ, Fljótshlið 8. Ólafur Magnússon kaupmaður, Reykjavík 11. Frú Kristjsna Jónsdóttir. Rvík. 11. Jón Helgi Ásgeirsson frá Skjald- fönn 13. Frú Þóra Sveinbjarnardóttir, Reykjavík 21. Frk. Hólmfríður Rósenkranz, Reykjavík 21. Sólveig Jónína Magnúsdóttir frá Fagradal í Mýrdal 22. Guðmundur Brvnjólfsson trésmíða- meistari, Revkjavík 23. Þorsteinn B. Guðmundsson rafvirkjameistari, Hafnarfirði 25. Rögnvaldur Lárusson bátasmiður, Stvkkishólmi 2S. Páll Pálsson, Galtalæk, Landsveit BRTTNAR Skíðuskáli Knattspyrnufélags Reykja víkur í Skálafelli, brann til kaldra kola (20.) Brann íbúðarskáli í Reykjavík. Þar bjó kona með þrjú börn og lá við sjálft að eitt barnið brynni inni. Engu varð bjargað af húsmunum (19.) Geymsluskúr brann í Hafnarfirði og brann þar inni jeppi, dráttarvél og sláttuvél (29.) Seinna komst upp, að tveir piltar höfðu farið inn í skúrinn um nóttina og ætlað að hnupla bensíni af vélunum, kveiktu á eldspýtu, en við það kviknaði í benzíninu. SLTSFARIP, Bfll, sem var á ferð um Fellsströnd, ók út á svellbunka, skrikaði og fell fram af 10 metra háum grjótbakka. Menn sakaði ekki, en bíllinn brotnaði mikið (7.) Lítil telpa í Neskaupstað fell fram af brvggju og drukknaði (16.) Það slys varð á togaranum Keflvík- ingi úti á miðum, að blökk slóst í einn hásetann af svo miklu afli, að hann handleggsbrotnaði og hrataði fyrir borð. Tókst þó að bjarga honum og sigldi skipið með hann til hafnar (26.) Tvær bifreiðar rákust á hjá Voga- stapa og skemmdust mjög mikið, en menn sakaði ekki (26.) BJARGANIR Drengur á reiðhjóli fór fram af bryggju í Siglufirði og mundi hafa drukknað ef Þórarinn Dúason hafnar- vörður hefði ekki séð til hans út um glugga. Brá Þórarinn skjótt við og tókst honum að bjarga drengnum (13.) Ólag kom á trillubát frá Keflavík og var hann kominn að því að sökkva. Þrír menn voru á honum. Vélbátinn Hilmi bar þar að og gat hann bjargað mönnunum, err trillan sökk (19.) Fjögurra ára telpa fell í sjó í Kefla- vík og barst frá landi. Aðkomumaður, Jón Tryggvason frá Dalvík, kastaði sér til sunds og gat bjargað barninu (20,) Hjörtur Þórarinn Jónsson, skáti frá Hveragerði, bjarpaði tveggja ára dreng frá drukknun í Elliðaánum (26.) SKRFFiUHLAITP Miklar skriður fellu á veginn milli Hnífsdals og Isafjarðar og tepptist hann um hríð (15.) Skriða fell úr Meðalfelli í Kjós á nýbýlið Hjalla. Þar fórst tveggja ára barn sem var gestkomandi (19.) Aurskriður miklar fellu í Siglufirði og niður i kaupstaðinn. Ekki urðu slys, en fjölda margir flýðu heimili sín (20.) ÍÞRÓTTIP. Hraðskákmót Reykjavíkur fór fram og varð Guðmundur Ágústsson skák- meistari, vann 22 skákir af 26 (7.) Skíðamót íslands var háð á Akur- ■x Ip H c 5 c c “ X O 5 ■e £ & £

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.