Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1955, Blaðsíða 6
370 7 L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Höfnin í Molde ur bændabýli með grænum tún- um og skógarlundum niður að firð- inum, en fyrir ofan skógi vaxin hlíð. Hér var kyrrð og friður. Einn bóndinn var að plægja kartöflu- garð sinn og beitti Fjarðahesti fyr- ir plóginn. Þessir hestar eru mjög svipaðir íslenzku hestunum, en þó luralegri.-------- Hinir bílarnir voru komnir til Molde og okkar var saknað. Veizl- an átti að bvrja og það þótti leið- inlegt að ekki skvldu allir komnir og iafnvel mun hafa verið óttast að okkur hefði hent eitthvert slys. Sá maður var með í ferðinni er Scott-Jonsson hét. — Hann var þjónn, en er „altmuligmand". Hann er fylgdarmaður útlendinga á hverju sumri og hefir ferðast ó- sköpin öll og vanizt á að vera skjót- ráður. Þe<*nr nú svona illa var komið, beið hann ekki boðanna, stökk upp í tóman bíl og þeysti á stað til að leita okkar. Og innan stundar sávm við geisilegan ryk- mökk þyrlast upp og út úr honum koma bíl sem fugl flvgi. Jonsson hemlaði svo snÖgglega að bíllinn háskrækti og reif upp veginn með afturhjólunum. Og nú heimtaði hann að við kæmum upp í bílinn til sín. Hann var fljótur að snúa við og svo „sló hann rækilega í“. Bíllinn hentist áfram með 130—136 km hraða, það hvein í veginum og trén flugu fram hjá okkur með svo miklum hraða að stofnaskil sáust ekki. Jonsson var mikið niðri fyrir, hann þurfti að útlista hvílík fagn- aðarspiöll það væri að gestirnir væri ekki allir komnir til veizlunn- ar og til þess að leggia áherzlu á orð sín baðaði hann út höndunum sitt á hvað, svo okkur sýndist hann ekki hafa neitt hald á stýrinu og hann leit á okkur sitt á hvað í stað þess að horfa fram á veginn. Ekki tók það langa stund að komast til Molde. En þegar þangað var komið, kom okkur saman um, að ef við ættum um tvennt að velia: að fara á hjólsleðanum upp fjallið hjá Sunnudal, eða aka í bíl með Jonsson við stýrið, þá mund- um við heldur kjósa íjallferðina. viwmw*1 HORFT TIL BAKA Einn af göfugustu landnáms- mönnum á fslandi var Hrollaugur sonur Rögnvalds jarls Eysteinsson- ar á Mæri. Rögnvaldur faðir hans vingaðist snemma við Harald kon- ung hárfagra og gaf konungur hon- um jarlstign yfir Mæri hvorri tveggja og Raumadal. Konungur hét því að láta ekki skera hár sitt fyr en hann hafði lagt Noreg und- ir sig. Var hann því kallaður Har- aldur lúfa. En er hann var orðinn einvaldskonungur yfir öllum Nor- egi, tók hann veizlu hjá Rögnvaldi. Skar Rögnvaldur þá hár hans og gaf honum nýtt kenningarnafn og kallaði Harald hárfagra. Rögn- valdur var kallaður inn ríki og ráðsvinni og þótti hvort tveggja sannnefni. Hann hefir orðið kyn- sæll maður. Einn af sonum hans var Göngu-Hrólfur, er lagði Normandí undir sig. Af honum eru komnir Englakonungar. Hrollaug< ur var laungétinn og líkaði hon- um ekki við stjúpmóður sína, svo að hann fór að heiman og gerðist maður Haraldar konungs og fór með hans ráði til íslands, en varð ekki landflótta eins og svo margir aðrir. Helt Haraldur konungur tryggð við hann og sendi honum vingiafir. Hrollaugur bjó á Breiða- bólstað í Suðursveit og við hann eru kenndar Hrollaugseyar. Hann var langafi Halls á Síðu og af hon- um eru komnir margir nafnkunn- ustu menn íslands, svo sem Sturl- ungar, Sæmundur fróði, Ari fróði, Magnús biskup Einarsson er inni brann í Hítardal, Jón biskup Ög- mundarson hinn helgi, Magnús biskup Gissurarson og Gissur jarl. — Frá Rögnvaldi voru og komnir Hlaðajarlar og Orknevajarlar. Úti fyrir Moldefirði er ey, sem áður hét Vigur. Þar er bær, sem Blindheimur nefnist. Þar gekk Eg- ill Skallagrímsson á hólm við ber- serkinn og óaldarmanninn Ljót bléika, feldi hann og kvað: Jafn var mér gnýr geira gamanleik við hal bleikan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.