Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 371 Forsetahjónin fyrir framan Hotel Alexandra í Molde. í baksýn hornaflokkur. Ýmsir sögustaðir aðrir eru hér um slóðir. Á eynni Fræði, sem fyr getur, er Rastarkálfur. Þar barðist Hákon Aðalsteinsfóstri við Gunn- hildarsonu. Þar fell Gamli konung- ur og bar fell Egill ullserkur. Há- kon konungur lét leggia fallna menn sína í skin og verpa hauga vfir. „Hávir bautasteinar standa hjá haugi Egils ullserks“, segir Snorri. Hann segir einnig að haug- arnir siáist fyrir sunnan Fræðar- berg. í Heimskringluútgáfu Forn- ritafélagsins (1941) segir: „Á Rast- arkálfi og í fjörunni suðvestan við Fræðarberg eru haugar og dvsiar, og á Rastarkálfi hefir verið bauta- steinn. kenndur við Egil ullserk“. Á Moldefirði eru margar evar. Ein beirra heitir Sekkur og fvrir austan hana er Véey: bar var fyrr- um kaupangur. Þar á sundinu stóð sjóorusta 1162 milli Hákonar kon- ungs herðibreiðs og Erlings skakka, og féll Hákon þar. Sverrir kon- ungur bróðir hans, lét flytja lík hans seinna til Niðaróss og leggja í vegg Kristskirkjunnar (dóm- kirkiunnar) fyrir sunnan kórinn. Þar hvíla bein hans. MOLDE Viðtökurnar í MoMe voru hinar hjartanlegustu. Manngrúi hafði safnazt saman fyrir utan hótelið og hornaflokkur lét íslanzka og norska þjóðsönginn. Staðurinn er nefndur „Rósaborgin“ vegna þess að þar er mikið um blómarækt. í hverju herbergi stóð þá einnig blómvöndur á borði með áletrun: „Velkommen til Hotel Alexandra". Þar lá einnig umslag með mynd- um frá Molde og upplýsingum um staðinn og stóð á „Velkommen til Molde“. Það var frá Turisttrafikk- foreningen for Molde og Romsdal — svsturfélagi þess, er við íslenzku blaðamennirnir höfðum verið gest- ir hjá í Ósló. Molde er ekki gamall bær og hans er ekki getið í sögum. Kaup- staðurinn þarna í firðinum var í Véey og það er ekki fyr en eftir Svartadauða að farið er að tala um Molde. Hvggja menn helzt að stað- urinn hafi hafizt með því, að sett hafi verið sögunarmylna við ána og timburútflutningur hafizt það- an. Nú eru þarna rúmlega 7000 íbúar. Þangað er mikill straumur ferðamanna. Þangað á nú að leiða rafmagn frá Aura-orkuverinu hjá Sunnudalsevri. í stríðinu 1940 mátti Molde heita höfuðborg landsins nokkra daga. Þangað flýði konungur og ríkis- Stiórn og þangað var guTlforði Nor- egsbanka fluttur. En Þjóðverjar fengu fljótt pata af þessu og hinn 29. apríl gerðu þýzkar flugvélar árásir á borgina og létu sprengjum og eldsnrengium rigna vfir hana. Flutningabílar, hlaðnir gulli, þevstu á stað milli brennandi húsa, konungur og ríkisstiórn heldu á- fram norður í land og íbúar Molde flvðu bæinn. Varð bví ekki mikið manntión. en 200 hús lágu í rúst- um. Nú hafá ný hús verið reist í þeirra stað og hefir bærinn því á sér nýtízku svip. Bærinn stendur á fögrum stað sunnan undir skógi vaxinni hlíð, en fyrir framan er fjörðurinn með mörgum skógi vöxnum eyum og hólmum. Sunnan fjarðarins rísa hin miklu Raumadalsfiöll fann- hvít eins og „risar á verði við sjón- deildarhring“, 87 tindar í einr.i fylkingu og sumir rúmlega 2óóö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.