Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Side 1
 Á ferb um Noreg meb forsetahjónunum ÁTTHAGA INGÖLFS v. ÖSTUDAGINN 4. júní átti að ferðast til ættstöðva Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns á Fjöl- um í Dalsfirði. Var það að sumra dómi merkilegasti staðurinn er komið yrði á í þessu ferðalagi. Enn voru veðurguðirnir forsetahjónun- um hliðhollir. Var lagt á stað frá Loen snemma morguns. Þá var glaðasólskin og blæalogn, og hélzt það veður allan daginn. Um 270 km. dagleið var fyrir höndum, og veitti því ekki af tímanum ef Dals- fjörður skyldi skoðaður rækilega. Leiðin lá fyrst út með hinum fagra Norðfirði, og þennan dag urðu fyrir oss ýmis staðanöfn, sem eru enn óbrjáluð eða lítt brjáluð, og maður hefði alveg eins getað fyrirhitt á íslandi. Fyrst voru það tveir staðir hjá Norðfirði, heitir annar Innvík, en hinn Útvík. Frá Útvík er farið suður yfir allháan fjallveg og komið niður að Egg. Þar er stórt gistihús. Síðan er ekið eftir Votadal og komið að Klakks- egg. Eftir það liggur vegurinn lengi meðfram afarlöngu vatni. Er svo farið fram hjá Móskóg, Sundi og Stórhaug, og þaðan niður að Eiðs- vík, sem er í botni Dalsfjarðar. Öll þessi nöfn benda til þess, að vér erum nú komin inn í þau héruð, þar sem talað er landsmál, en það er miklu líkara íslenzku heldur en ríkismálið, og þess vegna geymast örnefni betur á þeim slóðum. Það er ærið rannsóknarefni að bera saman staðanöfn í Noregi og á íslandi, en þarft verk, ef unnið væri. Mundi þá koma í ljós ýmis- legt, sem mönnum hefur ekki verið ljóst áður, meðal annars það, að nafngiftir landnámsmanna voru ekki nýgörvingar að öllum jafnaði, heldur fluttu þeir hingað örnefni og staðanöfn frá heimahögum sín- um í Noregi. Menn hafa löngum Bautasteinninn í Hrifudal, sem sagt er að Ingólfur Arn- arson hafi reist föður sínum. Á bak við sést fjallið Fjöla. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirssor).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.