Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Síða 2
398 ~ diðst að því hve orðhagir forfeður vorir hafi verið og hve sýnt þeim hafi verið um að gefa skáldleg ör- nefni. Og ekki skal því neitað að mörg örnefni eru hér undrafögur og eiga vel við. En um frumleik þessara örnefna fer maður að efast þegar maður fréttir að til er í Nor- egi bæði Glóðafeykir og Herði- breið, auk óteljandi annarra nafna, sem eru hin sömu þar og hér. — Landnámsmennirnir hafa gefið hér þau nöfn, sem þeim voru kær, al- veg eins og afkomendur þeirra, íslenzku landnemamir í Vestur- heimi, gáfu þar vestra nöfn, sem þeim voru kær. Af þessari nafngiftareglu leiðir það, að bæanöfn og örnefni á ís- landi geta bent til þess hvaðan úr Noregi voru þeir menn, er nöfnin gáfu. Þetta barst í tal millí okkar Bjama Ásgeirssonar sendiherra. Hann sagði mér þá að hann hefði verið að athuga þetta og borið sam- an nöfn í þeim hémðum Noregs, er einhver kunnur landnámsmaður var frá og í því héraði á íslandi þar sem hann festi byggð. Hefði þá komið í Ijós á tveimur stöðum, að allur fjökii nafna var hinn sami í báðum löndum. Ketilbjörn gamli var úr NaumudaL Þar hefur til skamms tíma verið bær, sem hét Skálholt,* en í landnámi Ketil- bjarnar er Skálholt í Biskupstung- um. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Guðbrandur Vigfússon segir frá því að í Sogni sé örnefni kennd við Esju, én úr Sogni vom þeir ættaðir Helgi bjéla og Örlygur, sem byggðu á KjalaraésL í Sogni er og * Nafnínu var nýlega breytt i Skar- holt, af því að viðkomandi þóttist skilja það betur þannig. Svo hefir farið um mðrg önnur nöfn í Noregi. Stiklarstað- ur er nú venjuiegast kallaður Stikksta. Hafurgfjörður er kallaður Hafsfjord, Ráumádálur éf kallaður Romsdai, Hlaðir eru kailaðax Lade o. s. frv. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS bær, sem heitir Alviðra. Þaðan var Þórður Víkingsson, sem nam land í Dýrafirði og kallaði bæ sinn þar Alviðru Þá má geta þess að nafnið Þveit er algengt á Hörðalandi og Roga- landi. Það merkir lítið vatn, „stærra en tjörn, en minna en vatn“, var mér sagt þar. Hér á landi er eitt vatn, sem heitir Þveit. Það er austur í Hornafirði og hafa menn lengi brotið heilann um hvað nafnið muni þýða. En er nú ekki líklegt, að sá er nafnið gaf, hafi verið úr því héraði í Noregi þar sem er hver þvéitin við aðra? Ef dýpra er grafið ætti staðanöfn hér að benda til þess hvaðan land- námsmenn voru upprunnir og gæti það orðið landnámssögunni góð viðbót. Hjá Skei gistihúsi, sem er við austurbotninn á Jölstervatni, voru saman komnir allir helztu nefndar- menn úr Firðafylki til þess að bjóða forsetahjónin velkomin um leið og þau héldi innreið sína í fylkið, en Schei fylkismaður slóst með í för- ina til Dalsfjarðar og síðan inn í Sogn. Dalsfjörður er með minni fjörð- um á þessum slóðum, ekki nema um 35 km. langur utan frá Atlaey og inn í botn. Er hann lítt vogskor- inn en margir dalir ganga upp frá honum beggja vegna inn á milli fjallanna, og þó fleiri að sunnan. Fjöllin éru hærri norðan fjarðar en súrinan, allt upp { 1260 metra, og béra sum þeirra íslenzk nöfn, eins og Kringla og Blæa. í Landnámu segir frá því að afar þéirra Ingólfs og Hjörleifs hafi far- ið af Þelamörk fyrir vígasakir og sezt að í Dalsfirði á Fjölum. Nafnið Fjalir kemur oft fyrir í íslenzkum fornritum og hefur það náð yfir aérstakt svæði, máske báðum meg- ín Dalsfjarðar. — Það ér til marks um hvað samgöngur vöru erfiðax á landi í Noregi fyrrum og að aðallega var ferðazt á bátum, að sveitarskifting er þar með allt öðrum hætti en á íslandi. Sveitirn- ar eru beggja megin fjarðanna. Firðirnir, sem voru aðal samgöngu- æðarnar, liggja þannig þvert í gegn um sveitirnar. Þessi niður- skipan heíur verið hentugust fyr á öldum. En nú er hún ekki orðin jafn heppileg, síðan góðir vegir komu á landi út og inn með fjörð- unum og bílar eru komnir í stað báta. En svo aftur sé vikið að nafninu Fjölum, þá vill svo einkennilega til að það fellur niður og gleymist sem héraðsnafn um 1200, hvernig sem á því hefur staðið. Sjálft nafn- ið féll.þó aldrei í gleymsku, Nórðan fjarðarins er langt fjall, flatt að of- an og 752 metra hátt. Almenning- ur kallaði það arHfaf Fjöla eða Stor- fjöla, enda þótt því sé gefið annað nafn á landabréfi og þar kallað Heileberget. t- Dalsfjörður hefur alltaf haldið nafni sínu, og vegna þess að menn vissu af sögum, að þar var hið forria hérað Fjalir, þá var talið öruggt að seinustu mirij- arnar um héraðsnafnið væri géymd -ar í fjallsnafninu. Á þessum slóðum vom lengi tvö prestaköll, kennd við prestsetrin Askvelli og Holmdal. Árið 1756 var Holmdalsprestakalli skift í tvennt, Innri Holmdal og Ytri Holmdal. Innri Holmdalur var fýr- ir innan fjörðinn og nafninu var breytt árið 1910 og prestakallið kennt við Gáular. Þá þótti þéim i hinu préstakallinú rétt áð bréyta um nafri lífca ög' árið éftir tóku þéir upp nafriið Fjalir. Og þarinig ér þá þetta gamla byggðamafn hafið áft- ur til vegs og virðirigar. Talið er að 136 bæir hafi verið á Fjölum til forna, en þess er hvergi getið, hvorki í Landnáriiu rié ánnárs' staðar, hvar þéir fðst- bræðurnir, Ingólfur Amarson og Hjörleifur hafí át* heima. Margir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.