Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Qupperneq 3
~ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hafa haldið því fram að þeir muni hafa átt heima í Dal, en þar hefur sennilega verið höfuðbólið í firð- inum frá upphafi. Benda og allir staðhættir til þess enn. Dalur er við miðjan fjörð sunnan megin, þar sem bugur verður á honum og hann beygir lengra til norðurs Gengur þar fram fjalls- öxl og efst á henni er hár tindur, beint upp af byggðinni. Vestan undir þessari fjallsöxl verður lág- lend kvos allvíð og dalur suður af henni. Hefur þarna verið mikið land og gott til ræktunar, því að jarðvegur er hér dýprí og frjórri en víða annars staðar. Rétt fyrir utan á firðinum er skógi vaxin ey, og hefur verið ágæt höfn innan við hana. Bóndinn í Dal hefur því haft jarðnytjar í bezta lagi og staðið vel að vígi að stunda fiskveiðar, og hefur eflaust verið stórbú þar, og sennilega hið mesta í firðinum. Styðst þetta við það, að fjörður- inn skuli kenhdur við bæinn. Og þegar þéss er nú gætt, að landkost- ir hafa verið betri þarna en annars staðar í firðinum, þá er líklegt að byggð hafi verið sett þar í fyrra lagi og þarna verið ættaróðal, er þeir Björnúlfur og Hróaldur flýðu vestur þangað af Þelamörk. Verður því ósennilegt að aðkomumenn hafi getað sölsað undir sig höfuð- bólið. Hitt er trúlega, að þeir hafí orðið að lúta að lægra. Þau munnmæli lifa og enn í dag á þessum slóðiun, að þeir Ingólfur og Hjörleifur hafi búið á tveimur baeum norðan fjarðar og Iengra út með firðinum, Ingólfur í Hrífudal. en Hjörleifur á KleppsnesL Áður en þeif1 færi alfarnir fil íslands, áttu þeir að hafa reist á þessum bæum minnis’íorki um feður sfna. Og enn stendur sinn hautasteinn- inn í hvortt (úni. Bautástei n n irm f Hrífudal er fúmar tvasr mannhasðir, en hinn á Kleppsnesí, er nokkru lægri (Það er athyglisvert, að bæarnafnið Kleppur er í landnámi Ingólfs Arn- arsonar, þar er einnig Flekkudalur og Eiðsvík eins og í Dalsfirði). Mér vitanlega hefur enginn ís- lendingur annar en Sveinn Jónsson trésmíðameistari, farið til Dals- fjarðar til þess að reyna að komast að því hvar Ingólfur hafi átt heima þar. Sveinn fór til Dalsfjarðar 1925 og hitti þar Nikku Vonen kennslu- konu í Dal. Hún var þá háöldruð. Sagði hún Sveini að faðir sinn hefði keypt Dal þá fyrir nær 100 árum, og var þetta þá ein jörð. Á lágum höfða við sjóinn, fram af kirkjunni, hefði þá verið greini- legir fornmannahaugar og á þeim staðið tveir bautasteinar. Sagði hún að munnmséli hefði hermt, að þetta væri bautasteinar feðra þeirra Ing- ólfs og Hjörleifs. En það fær trauðla staðizt, þvx að kross var höggvinn á annan bautasteininn, og ætti þeir því að vera yngri. í Dalsfirði hef-ur alltaf lifað minn -ingin um þá fóstbræður, er íyrstir fóru til íslands að nema þar land. Sumarið 1874 var á þessum slóðum haldin mikil hátíð til að minnast 1000 ára byggingar íslands. Nikka Vonen var þá ung stúlka, en hún gekkst fyrir því að hafin voru sam- skot til þess að láta mála tvær myndir frá Dalsfirði og gefa ís- landi. Þessar myndir eru geymdar í Alþingishúsinu og fylgir þeim sú skýring. að þær sé gjöf frá Aske- vold málara 1887. 3IGLT ÚT FJÖRÐINN Inn við fjarðarbotninn er þorp, sem Bygstad heitir. Þar stigum vér á ferjubát, sem heitir „Væröy“, og sigldum út eftir Dalsfirði. Er hann þröngur fyrst, en vikkar þegar kemur út fj’rir Dal. Með oss var Ragnvaid Fagerheim kennari, sem er allra manna fróðastur þar um slóðir um sögu þessa héraðs, og 399 margt af því sem hér er sagt er eftir honum haft. Fagurt var að horfa á land í Dal. Þar er nú komin talsverð byggð, enda eru þar tvær tunnuverksmiðj -ur, og þar er nú verið að koma upp mjólkurbúi, því sð búskapur er þarna rekinn af dugnaði. Er nú að myndast þorp niður við sjóinn, og þar er komin bryggja. Var svo siglt áfram út að Hrífudal. . Þar komu tveir stórír bátar siglandi frá suðurlandinu, íulfir . af glað- væru fólki, sem Véifaði-fánum og söng, en frá Hrífudal komu nokkrir smábátar út á móti skipinu. Hér var ekki hægt að lenda, því að hér er engin brv^ggja. Bærinn Hrífudalur stendur á hóli fram við sjóinn og er þar stórt tún. Ofan við bæinn er skógarháls og skagar fram að firðinum þar fyrir vestan, en að baki hans eru há fjöll og liggur sjálfur Hrífudal- urinn inn á milli þeirra. Eftir hon- um rennur á til sjávar og hallar túninu niður að henni og út á eyri, sem myndazt hefur við ósinn. í miðju túninu stendur bautasteinn. Þar hafði margt fólk safnazt sam- an með marga fána. Forsetinn fékk sér far í land með smábáti til þess að heilsa upp á fólkið, og um leið þusti allur skarinn niður á sjávar- klappir neðan við bæinn, og hljóp hver sem fætur toguðu. Varð þar mikill fögnuður út af því að for- setinn skyldi koma í land. Forsetinn gekk að bautasteinin- um til þess að skoða hann og hann athugaði einnig vel alit umhverfið, til þess að festa sér í minni öll ein- kenni þessa sviphýra sögustaðar Fólkið fylgdi honum eftir og það langaði til að láta hann hafa eitt- hvað til minja um komuna. Og kon- urnar langaði til þess að senda for- setafrúnni blótn. En þar voru engin blóm til, nema pottablcm. Ein kor.- sn rauk þa heim. til sín og sótti blóm í potti. Þetta var óskop hvers-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.