Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Blaðsíða 6
402 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lengi svo að segja í háaustur og er nú aftur farið langt inn í land. Er fyrst ekið um breiðar byggðir og meðfram mörgum vötnum og eru hvarvetna miklir skógar og annar gróður. Seinast liggur vegurinn yfir báan fiallgarð. Hækkaði hann jafnt og bétt án bess að um vond- ar brekkur væri að ræða. Var bar fyrst frumskógur allmikill og síðan móar og melar og var þá komið upp í snjó á landamærum Firða- fylkis og Sogns. Þar var vatn og var það á ísi enn. Síðan lá leiðin lengi í gegn um snjógöng. Hafði fiallvegur þessi verið ruddur fvrir 2—3 dögum. vegna ferðalags for- setans. en rkaflar voru barna diúp- ir og hurfu bílarnir í sniógöngun- um. Þannig var haldið áfram bar til komið var í 745 metra hæð. Lá vegurinn bar framan í fiallshlíð og svndist viðbnið að skaflinn að ofan mundi falla niður á veginn og kaffæra bílana eða sópa þeim niður brekkuna. En ekkert varð að. það var ekki fvr en daginn eftir, að snjóflóð fell þarna fram og teppti veginn. Allt í einu er komið fram á fialls- brún. Þar sér maður í dal dmpt undir fótum sér, og er svo snar- bratt niður í hann að ótrúiegt bvk- ir að akbraut liggi bangað niður. En Norðmenn hafa lagt vegi bar sem er jafnvel enn brattara. Eru þeir vegir í ótal hlvkkium og mun- ar litlu á hæðinni við hvern hlykk. Eru þá gerðar brúnvarnir, svo að bílar fari ekki út af. Þessi vegur var líka i ótai hlvkkjum, og þegar snjógöngin þraut var hann miór og brúnvarnir ekki nema á stöku stað. Líktist hann íslenzkum vegi, nema hvað hér er betur gengið frá krönnustu bevgiunum. Þar er veg- urinn breiður og hallar að brekk- unni svo auðveldara sé að ná beygj -unum. Viða er tæpt þarna og hengiflug fyrir framan. — Eftir nokkra stund vorum vér komin úr 745 metra hæð niður á jafnsléttu, þar sem hæðin var aðeins 140 m. yfir sjávarmál. En er maður leit aftur virtist ekkert hafa miðað áfram, fjallsbrúnin virtist þráð- beint upp af bílunum. Nú er ekið niður að einum af þeim vogum, sem skerast út úr Sogni. Hann nefnist Vetlefjord (Fetla- fjörður?) Er ekið út með honum að vestan og fram fyrir hátt fjall. Þar tekur við annar vogur og liggur leiðin inn fyrir hann og út með honum aftur. Sézt þá að fjallið er skógi vaxið upp undir brúnir. Inn- ar er annað fjall, sem heitir Grind og er bað einnig skógi vaxið. Þar hátt í hlíð. ofar en í miðju fialli. stendur bóndabær. Þar er svo bratt upp, að hafa verður keðiur til þess að handstvrkja sig á. En á þessum einangraða og afskekta bæ. blakti fáni við hún í virðingarskvni \nð forsetann. — Það var annars merki -legt hve víða voru fánar á stöng. Meðfram öllum vegum, sunnan frá Ósló norður í Veradal. frá Þránd- heimi og suður eftir öllum Noregi, var fáni við fána hvar sem ekið var í byggð Á þann hátt svndi almenn- ingur forsetahjónunum vináttu sína og virðingu. Nú er komið að Sogni sjálfum og kallast þar Balestrand,* sem vel gæti þýtt Balaströnd, en sumir ætla að sé sama og Belaströnd og þarna hafi Beli konungur átt heima. Hér hefði því átt að gerast saga þeirra Friðþ.iófs frækna og Ingibjargar konungsdóttur. í Þorsteins sögu Víkingssonar segir að sá bær hafi heitið á Framnesi (öðrum megin fjarðar) er Þorsteinn réð fvrir, en sá á Sýrströnd, er Beli réð fyrir. Þaðan frá, skammt fyrir vestan fjörðinn, var sá staður, er þeir kölluðu Baldurshaga. Það var * Ryph seeir að nafnið Balestrand hafi verið tekið upp sem nafn á kirkju- sókn 1849, þegar Leikangurssókn var skift- \ iL.ilÉS griðastaður og hof mikið. Beli konungur sagði á dánardegi: „Ekki skal bera fé í haug hjá mér. Haug- ur minn skal standa hjá firðinum. En skammt mun okkar Þorsteins í milli verða, og er vel að við köll- umst á“. Síðar segir að Þorsteinn hafi verið heygður gegnt Bela- haugi. Það getur komið vel heim við þessa frásögn að Belahöll hafi staðið á þessum slóðum. Sunnan fjarðarins, beint á móti, gengur fram nes, sem nú kallast Vangsnes, og á því hefði þá Framnes, bær Þorsteins átt að standa. Á Beia- strönd eru tveir fornmannahaugar og er annar kallaður Belahaugur, en hinn ætti þá að vera haugur Þorsteins Víkingssonar. þvi ?f sög- unni má ráða að hann hafi verið hevgður rétt hjá Bela, fóstbróður sínum. Á. árunum fyrir fvrri heimsstvrj- öldiiia vandi Vilhjálmur Þýzka- landskeisari komur sínar norður í Noregsfjörðu og lá þar oft lengi sumars á skemmtisnekkju sinni. Einkum varð honum tíðförult til Belastrandar, bæði vegna náttúru- fegurðar og hinna fornu sagna staðarins. Lét hann þá reisa eir- líkneskju af Bela konungi á Bela- haugi, en aðra líkneskiu 12 metra háa lét hann gera af Friðþjófi og reisa hana á Vangsnesi þar sem hátt ber, svo að allir geti séð hana þeir er fara út og inn um fiörðinn. Norðmenn eru ekkert hrifnir af þessum líkneskjum, en hafa þó ekki viljað brjóta þær niður. Þar sem Belahöll ætti að hafa staðið stendur nú Hotel Kvikne, sem talið er stærsta timburhús í Noregi. Þar var gist tvær nætur. SOGN Frá Birni bunu, syni Veðrar- Gríms úr Sogni, er nær allt stór- menni komið á fslandi, segir í Landnámabók. Og víst var það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.