Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 403 ___ - *r$*IwL Leiðin, sem farin var frá Loen í Norð- firði til Dalsfjarðar og þaðan aftur til Belastrandar í Sogni. Krossinn út með Dalsfirði merkir staðinn þar sem bær- inn Hrífudalur og Kleppsnes eru. glæsilegur hópur af þeirri ætt, er kom hingað til lands í öndverðu: Auður djúpuðga er nam Dali, Biörn austræni í Bjarnarhöfn, Helgi bjóla á Hofi á Kjalarnesi, Þórunn hyrna kona Helga magra í Evafirði, Ketill fíflski er fyrst- ur bjó á Kirkjubæarklaustri, Ör- lygur á Esiubergi, Þórður skeggi á Skeggiastöðum í Mosfellssveit, Gnúpa-Bárður og Öræfingar (Frevsgvðlingar). En bað er svo með Grím hersi og Björn bunu, að menn vita ekki hvar beir hafa átt heima. Sonarsonur Björns er nefndur Hevangurs-Biörn, og hef- ur hann því átt heima í Heyangurs- firði, en sá fjörður gengur út úr Sogni alliangt fyrir vestan Bela- strönd. Kunnir eru þeir Aurlands- feðgar úr Egils sögu, en Aurlands- f jörður skerst suður úr Sogni álíka langt fvrir innan Belaströnd, og inni undir botni í þeim firði er enn bærinn Aurland. Getið er fiöida margra manna úr Sogni, er fluttust til íslands. En ekki er á vísan að róa um ætt- stöðvar þeirra að heldur, því að Sygnafylki er stórt og Sogn lang- ur. Þetta er mesti fjörður Noregs, 180 km. á lengd, eða álíka langur og frá Revkjavík austur að Péturs- ey í Mýrdal. Fjörðurinn er vfirleitt mjór, en hyldjúpur inn í botn. — Ganga fram að honum stór fjöll víðast og er undirlendi lítið nema helzt í dölum og þverfjörðum. En Sygnafylki er beggja megin f jarðarins og víðlent. Þar sem talað er um landnámsmenn úr Sogni mun átt við fylkið. Þaðan var Ævarr gamli, er nam Langadal í Húnavatnssýslu; hann var dóttur- sonur Haralds gullskeggs konungs í Sogni. Þaðan voru þeir bræður Eilífur og Björn, er námu um Rangárvelli og bjó Eilífur fyrstur manna í Odda. Úr Sogni kom Vé- björn Sygnakappi og systkini hans, sem brutu skip sitt við Hornstrand- ir og heitir þar Sygnakleif, er þau komust upp biörgin. Úr Sogni voru þeir og Þórólfur fasthaldi er nam Hrafnsfiörð (þar sem Fjalla-Ey- vindur átti síðar heima) og Grím- úlfur gamli er nam Ólafsfjörð. Má óhætt fullyrða að ættir Sygna haia snemma dreifzt um allt ísland. Úr Sogni var og Hallsteinn mágur Hásteins Atlasonar. Honum gaf Hásteinn ytra hlut Eyrarbakka og bjó hann á Framnesi. Það «r sama nafnið og á bæ Þorsteins Víkings- sonar í Sogni. Sogn er talinn með veðursælustu byggðum Noregs, einkum þegar innar dregur. Eru staðhættir þar mjög ólíkir því er landnámsmenn áttu að hvcrfa að hér. Og hið sama má segja um lleiri héruð Noregs nú á dögum. Furðar því marga íslendinga, er um Noreg ferðast, á því að forfeðurnir skyldu vfirgefa svo góð lönd til þess að bvggia „evðisker þetta" lengst norður í hafi. En þess ber að gæta, að Noregur hefur verið harðbýlt land a þeim árum. Skógarnir, sem nú eru mesta auðlind landsins, voru þá landolága. Menn höfðu engan arð af beim. en á hinn bóg- inn hömluðu þeir því að hægt væri að rækta landið, því að erfitt var að ryðja markir. Svo var landið yfirleitt grýtt óg hrjóstugt, nema á stöku stað. Samgöngur voru afar erfiðar vegna fjalla, vatna og frumskóga og varð yfirleitt lítið komizt nema á bátum eða hafskip- um. Þess vegna urðu Norðmenn beztu skipasmiðir í heimi og sigl- ingabióð. Þeir stunduðu kaupskap og víking — það voru helztu bjarg- ræðisvegirnir. fsland hefur þá ver- ið betra land en Noregur. Hér voru víðáttumiklar gróðurlendur og hér voru ótal hlunnindi. Einar Þveræ- ingur sagði til dæmis um Grímsey, að „ef þaðan er engi hlutur fluttur, sá er til matfanga er, þá má þar fæða her manns“. Og Þórólfur smjör sagði að hér drypi smjör af hverju strái. Þess er og víða getið að taldir hafi verið góðir landkost- ir á íslandi. Það er því alls ekki undarlegt þótt menn flvttist hing- að frá Noregi og staðfestust hér. Hitt er svo annað mál, að nú um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.