Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Síða 8
npftfW' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Myndastytta Bela konungs á hauginum ^ á Belaströnd. langt skeið hefur Noregur verið betra land en ísland. KIRKJURNAR í VÍK Á Belaströnd var haldið kyrru fyrir heilan dag. Þarna er dálítið þorp, sem nefnist Balholm (gamli Baldurshagi?), en fátt er þar að skoða nema haugana og kirkjuna. Haugarnir eru tveir, eins og fyr er sagt, og inni i miðju þorpi. Á Bela- haugi er likneskjan, en á hinum er 4 metra hár bautasteinn, mjór steindrangur, sem ekkert er letrað á. Upp úr miðjum þessum haug vex tré gríðarstórt. Mun það vera um 20 metra hátt og breiðir limar sínar út yfir hauginn á alla vegu. Munu rætur þess vera miklar og standa djúpt, svo að ekki yrði áhlaupaverk að rjúfa hauginn, ef einhvern skyldi langa til þess. Kirkjan er í stafkirkju stíl, en nýleg. Hún er helguð Ólafi kon- ungi helga, en kölluð „enska kirkj- an“, því að hún mun vera reist fyrir ferðamenn. Hún er snotur mjög, en þó eru merkilegri kirkj- urnar í Vík, sem farið var að skoða þá um daginn. Vík er byggð sunnan megin fjarðarins rétt utan við Vangsnes. Var farið þangað á ferju og síðan ferðazt þar um í almenningsbíl, því að önnur farartæki voru ekki við hendina. I Vík hafa verið fjórar kirkjur. Hin elzta þeirra, Tenolds- og nota þá í viðgerð Hákonarhallar. En stafkirkjuna átti að rífa og selja timbrið á uppboði. Þá kom til sög- unnar byggingameistari, sem hét Peder Blix. Hann stöðvaði þennan ránsið og bauðst til að gera við kirkjurnar í Vík. Var því boði tek- ið og hafði hann gert við báðar um aldamótin. Hann er grafinn í steinkirkjunni og liggur þar hella mikil á leiði hans. í steinkirkjunni eru margir merkilegir munir, svo sem stein- altari, stór oblátukrús og kanna undir vín, hvort tveggja með víra- virkis útflúri. Þar er grallari frá árinu 1573, hlautteinn, eða áhald til þess að stökkva vígðu vatni á söfnuðinn, og ýmislegt fleira. Stafkirkjan, sem nú er orðin rúmlega 800 ára gömul, er mjög stæðiiegt hús enn og viðir öflugir. Má sjá á henni og öðrum gömlum timburhúsum í Noregi að veðrátta er þar önnur en hér, því að svo lengi mundu viðir ekki hafa enzt hér. Á kirkjunni er hvert þakið upp af öðru, eins og á öðrum staf- Myndastytta Friðþjófs frækna á Vangsnesi. kirkja sópaðist burt í snjóflóði á 14. öld. En uppi standandi eru þar tvær kirkjur frá 12. öld, stein- kirkja að bænum Hofi og staf- kirkja að Hopperstad. Nú er ekki messað í þeim lengur, en byggð hefur verið fjórða kirkjan, sem nú er sóknarkirkja. Það lá við að báðar inar gömlu kirkjur færi forgörðum nokkuru íyrir aldamót. í kór steinkirkjunn- ar er forláta grjót og steinarnir mjög fagrir. Kom því eitt sinn til Tréð mikla á hauginum. Sér á bauta- orða að flytja steinana til Björgvin steininn til hliðar við stofninn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.