Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 405 kirkjum, og turn upp úr miðju. Útidyrnar eru einkennilegar, því að þær eru kúptar fyrir báða enda og er allt að því hnéhár þröskuld- ur í vesturdyrum. Menn álíta að þröskuldurinn hafi verið hafður svo hár til þess að menn yrðu að lúta um leið og þeir færi yfir hann, og gleymdu því ekki að hneigja sig fyrir helgidóminum. Útbrotagang- ur er hringinn í kring um kirkjuna. Þar stóðu holdsveikir menn og hlýddu messu, af því að þeir máttu ekki vera innan um söfnuðinn, og hægra megin við altarið er gat á veggnum, en í gegn um það var Stafkirkjan i Vík þeim holdsveiku úthlutað sakra- menti. í kirkjunni eru þrjú ölturu úr steini, tvö þeirra eru nýleg, en aðalaltarið er fornt og með grópi. Er ekki ólíklegt að þar hafi pálm- inn verið brenndur á pálmasunnu- dag og askan geymd til næsta ösku- dags. Margs konar útflúr er á kirkj -unni og blandast saman í því heiðnar og kristnar hugmyndir, svo að kirkjan ber þess sjálf vitni að hún er byggð meðan kristnin var enn ung. Þar finnst og rúna- letur á stoðum. Altarið vinstra megin við kórinn er skírnaraltari og er burst yfir því. Þegar Blix var að gera við kirkjuna, gróf hann upp gólfið og fann þar ýmsa merka muni. Þar á meðal var „minnis- bók“, 6 græn vaxspjöld frá því um 1300. Hann fann þar og mikinn fjársjóð og höfðu peningar þeir verið slegnir á árunum 1000—1160. Er enginn vafi á að einhver hefur falið þennan fjársjóð þarna, en ekki vitjað hans aftur. Báðar eru þessar gömlu kirkjur mjög merkilegar. En Vik sjálf er þó öllu merkilegri, því að óvíða getur fegurri stað. Þarna er víð dalhvylft og ganga inn af henni tveir dalir til fjalla. Fram við vík- ina er húsaþyrping í röð, en fyrir ofan eru fjölda margir bæir. Lands- lag er breytilegt í kvosinni, eru þar hólar, hálsar og hvylftir og allt umvafið gróðri. Á fellur þar niður í smáfossum milli grænna bala og skógarlunda. Hér er mikil ávaxta- rækt og standa ávaxtatrén al- blómguð hátt upp í hlíðar og um allan dalinn. Þá er hér og hlutfalls- lega meiri kartöflurækt en annars staðar í landinu. Þarna er skjól og sífeld veðurblíða á sumrin. Um 1000 menn eiga hér heima og líð- ur ágætlega. — Presturinn þarna hafði áður þjónað Dalsíirði um mörg ár. Ég spurði hann um bauta- steinana í Hrííudal og á Klepps- nesi, en hann varðist allra frétta og sagði að Fagerheim vissi allra manna best um þetta. SKÓGARELDUR Þann tíma, sem vér vorum í Nor- egi, kviknuðu þar víða skógareldar og voru hættulegir vegna þess að langvarandi þurrkar höfðu gengið. í skógarbrekkunni hjá Krókkleifa, sem áður getur, kviknaði til dæmis eldur og brann þar allstór skógar- skák. Upptök eldsins voru talin Útidyr kirkjunnar eru einkennilegar og alls konar útl'lúr í kring um þær.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.