Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Qupperneq 12
F 4oa V m LESBÖK MORGUNBEAÐSINS : vezir reisa yfir Djoser konung, sem var fyrsti konungur þriðju stjórn- arættarinnar. Þessi nýfundni pýra- mídi líktist svo mjög „Stalla-pýra- mídanum“, að mestar líkur voru taldar til þess að byrjað hefði verið á honum skömmu eftir fráfall Djosers. Þegar Goneim hafði nú komizt fyrir takmörk pýramídans, var næsta verk hans að athuga hvar inngangurinn mundi hafa verið. Og 1954 fann hann innganginn. Voru þar fyrst bein jarðgöng nið- ur á við að innsigluðum dyrum. Innan við þær tók svo við bratt steinrið, höggvið út úr klöppinni undir þessari hálfgerðu byggingu. Það var einmitt um það leyti er þetta fannst, að þau ungfrú Parker og Taylor bar þar að með leikara sína og fjölda fréttaritara. Þegar fréttaritararnir þóttust hafa gert góða grein fyrir athöfnum kvik- myndaleiðangursins, fóru þeir að sköða sig um í Sakkara, og rákust þá á Goneim, þar sem hann var að láta grafa í kring um pýramídann. Og það skifti engum togum — í sama vetfangi voru öll blöð heims- ins full af fréttum um þennan merkilega nýa fornleifafund, og var ekki gert minna úr honum heldur en því er gröf Tutankham- en sáluga fannst hérna á árunum. Ekki skorti upplýsingarnar og get- gáturnar. Sagt var að byrjað hefði verið á þessum pýramída 5000 ár- um áður en Kristur fæddist. Hann væri með öllu óskemmdur. Þar mundi sennilega finnast gulli sleg- in líkkista einhvers Faraós. Stund- um var sagt að þarna mundi vera grafinn Sanakht konungur úr þriðju ríkisstjórnarætt, eða þá Amenophis III., sem var uppi rúm- um þúsund árum seinna. Goneim fékk nú að reyna hvað það er að vera bendlaður við heims -fréttirnar. ÚtVarpsmenn heimtuðu að fá að tala við hann, ljósmynd- arar eltu hann á röndum og blaða- menn reyndu á allan hátt að fá hann til að gefa sér sérstakar upp- lýsingar. Það skal sagt Goneim til heiðurs, að hann fórnaði aldrei virðingu sinni sem vísindamaður, fyrir það að trana sér fram í heims- fréttunum. Hann hafði nú fundið gang und- ir pýramídann og þegar hann hafði brotizt þar áfram 200 fet, kom hann að annarri innsiglaðri hurð. Þar var klefi nokkur, höggvinn hroð- virknislega út úr klettinum, og í honum var líkkista úr alabastri. En hún var tóm, og það var raunar auðséð að aldrei hafði legið lík í henni. Þetta urðu Goneim mikil vonbrigði. Og samtímis var sem öll heims- blöðin misstu allan áhuga fyrir þessum pýramída. Það var leiðin- legt að því leyti, að margur hefur sjálfsagt ályktað af því, að rann- sóknum þarna væri lokið, árangurs -laust. En það er síður en svo. — Rannsóknirnar á þessum pýramída eru nú rétt að byrja. Á árinu sem leið hefur verið grafið djúpt um- hverfis innganginn, og þar hefur fundizt annar inngangur dýpra í jörð, en menn halda þó að hann hafi aldrei verið fullger. í efra ganginum hefur Goneim fundið ýmislegt, sem merkilegt má teljast. Fyrir fornfræðinga er merkilegast- ur smágripur einn úr fílabeini, lík- astur stuttri reglustiku. Á hann eru ristar táknmyndir. Er það upptaln- ing á ýmsum fínum líndúkum, sem sennilega hafa verið notaðir til að vefja utan um smyrling. En það sem merkast er, þarna stendur einnig nafnið Djeserti-ankh. Eitt af vandamálum Goneims var að komast að því handa hvaða kon- ungi þessi pýramídi hefði átt að verða. Af byggingarlaginu mátti álykta að á honum hefði verið byrjað skömmu eftir daga Djosers. En enda þótt nöfnin á flestum kon- ungum eftir daga Djosers sé kunn, þá hafa ekki fundizt legstaðir þeirra allra, svo öruggt megi telja. Egypzkur sagnfræðingur, Menethe að nafni, sem var uppi um 2500 árum fyrir Krist, hefur gert skrá um konunga eftir fornum sögum. Þar getur hann um konung, sem hafi heitið Djeserti og að hann hafi ríkt aðeins nokkur ár. Ef Djeserti- ankh og Djeserti eru sami maður, og það er mjög sennilegt, þá getur verið fundin skýringin á því hvers vegna þessi pýramídi var aldrei fullger. Faraóarnir létu sjáífir gera pýramída sína, en ef þeir dóu áður en pýramídi var fullger, þá skeytti næsti Faraó ekki um að láta full- gera hann. Djeserti er hvergi nefndur á nafn nema í skrá Manetho. En nú finnst ofurlítil flaga af fílabeini, sem í sjálfu sér er einkisvirði, en vegna þess að þetta nafn er letrað á hana, gefur hún upplýsingar um hvenær byrjað var á merkilegu mannvirki. Á hringmúrnum hefur Goneim einnig fundið nafnið Imhotep og þar hjá tákn, sem merkir vezír. Það er varla neinum blöðum um að fletta, að þetta er hinn mikli Imhotep „sá, sem fann upp þá list, að byggja úr höggnu grjóti“, eins og Manetho segir um hann. Það er sami maðurinn sem byggði hinn merkilega „stallapýramída“ handa Djoser. Sennilega hefur hann lifað lengur en Djoser, og svo byrjað á nýum pýramída fyrir næsta Farao. Einnig hefur fundizt þarna gull- skraut. Er þar fyrst að nefna djásn mikið, samansett af 21 gullkingu. Þá er mjög haglega og fagurlega gert ilmhús, í laginu eins og snigilL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.