Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Síða 13
l> LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 409 Astaiidnð í Eistlandi Frásögn flóttamanns Og ennfremur tangir til þess að reita með augnabrúnahár, gerðar úr blendingi af gulli og silfri. — Sennilega hafa þessir gripir verið eign einhvers í konungsfjölskyld- unni, líklega ungrar prinsessu, vegna þess að gullkingurnar í fest- inni eru svo litlar, að þær hafa ekki verið við fullorðinna hæfi. Gripir þessir fundust 1954. Seinna hefur fundizt á sama stað annað enn minna djásn. 'Jh Var konungurinn grafinn í þess- um pýramída, eða annars staðar? Sú gáta er óráðin enn. Og hafi hann verið grafinn í pýramídan- um, var lík hans þá lagt í alabast- urs kistuna, en rænt þaðan seinna? Goneim hyggur að um rán geti ekki verið að ræða. Sennilega hafi Faraó aldrei verið lagður í kistuna. Bæði kistan og hin innsiglaða graf- hvelfing geti hafa verið „Ka“, eða gerfiútför, og að lík konungs hafi verið lagt til hinztu hvíldar á öðr- um stað, máske í þessum sama pýramída. í pýramída Djosers eru tvær kistur og tvær grafhvelfingar, og hefur önnur þeirra sýnilega verið gerfilegstaður. Enda þótt blaðamennirnir sé nú ekki sífelt að flækiast fyrir Gon- eim þarna í evðimörkinni, og þótt fréttastofur í París, London og New York sé hættar að hringja til hans, þá heldur hann áfram starfi sínu í kvrþey, og þetta er margra ára starf enn. Það var 20 ára verk að rannsaka göngin undir Djoser pýramídanum. Göngin undir þess- um pýramída eru ekki minni og það getur vel verið að einhver þeirra liggi að grafhvelfingu. Upp- gröfturinn hið ytra er tæplega byrjaður. Það er ekkert áhlaupa- vert eins og menn geta skilið þeg- ¥ V O R kom rússneska skipið „Tartu“ til Gravesend í Eng- landi með stokkatimbur. En í farm- inum hafði laumufarþegi falið sig. Það var eistneskur piltur, 20 ára að aldri, og heitir Manivald Rastas. Níu sólarhringa hafði hann legið falinn í timbrinu og hafði ekki annað til matar en 350 grömm af súkkulaði og eina flösku af vatni. Hann gaf sig fram við hafnaryfir- völdin í Gravesend og honum var bjargað. Það er nú langt síðan að nokkr- ar þeir athuga að grunnflötur byggingarinnar er um helmingi stærri en Austurvöllur og hið um- girta svæði stærra en Miðbærinn, og þetta er allt djúpt á kafi í sandi og alls konar rusli. Að uppgreftin- um vinna 50—100 menn um fimm mánuði á ári og hafa ekki önnur áhöld en haka og bastkörfur. Það er því von að þetta gangi seint. Goneim er rólegur. Hann veit að svo getur farið að sá dagur komi að blaðamenn, útvarpsmenn og ljósmyndarar flykkist aftur til Sakkara. Það getur líka verið að sá dagur komi aldrei. En Goneim getur haft góða samvizku, hvernig sem fer. Hann hefur lagt sinn drjúga skerf til aukinnar þekking- ar á sögu Egyptalands rúmum 1200 árum áður en Tutankhamen var uppi. Og honum nægir að vita, að fornfræðingar um allan heim kunna að meta starf sitt. um manni hefur tekizt að flýa frá Eistlandi. Frásagnir hans eru því mjög merkilegar og merk- astar fyrir það, að hann hef- ur alizt upp undir handarjaðri Rússa og fengið alla þekkingu sína hjá þeim. Hann var svo ungur þeg- ar Eistland var sjálfstætt ríki, -að hann minnist þess ekki hvernig þá var umhorfs í landinu. Hann gekk í barnaskóla þangað til hann var 13 ára gamall. Þar var rússneska skyldunámsgrein, en þó var einnig kennt eitthvað í eist*- nesku, þýzku og ensku. Annars voru aðalnámsgreinamar stærð- fræði, náttúrufræði og saga. En sögukennslan var þannig, að aldrei var minnzt á sjálfstæði Eistlands né þau 20 ár, sem það var sjálf- stætt, en aftur á móti mikið talað um það, að Rússar hefði bjargað Eistlendingum úr klóm Svía á dög- um Péturs mikla. Annars var mest kennt um þá Lenin og Stalin. Þegar Rástas var 16 ára gamall, var hann dæmdur í 9 ára fahgelsi sem „hættulegur þorpari". Ástæð- an var sú, að einn af félögum hans hafði kært hann fyrir að hafa náð í rússneskan riffil og hríðskota- byssu og falið það. Fjóra mánuði sat hann í hegningarhúsi og síðah tvö ár í fangabúðum unglinga, en síðan var hann náðaður. Aldrei hefur hann lesið neina bók né blað frá Vesturlöndum, en einstaka sinnum hlustað á útvarp á eistnesku frá stöðinni „Voice of America". Þess vegna þykir það merkilegt að hann skuli ekkt vera gegnsýrður af rússneskum -hugs- unarhætti, heldur hugsa rökrétt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.