Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Blaðsíða 14
I 4JLU r r eftir vestrænum hugsunarhætti. Hann segir að æskan í Eistlandi forðist að lesa rússneskar bækur og blöð og hlusti heldur ekki á rússneskt útvarp, „því að það er allt saman lygi,“ segir hann. Og ekki er hann betur að sér en svo, að hann hafði aldrei heyrt minnzt á Krushev. | SKATTAB OG NAUÐUNGARLÁN Rástas vann fyrst fyrir sér sem trésmiður í litlu eistnesku þorpi sem heitir Paide. Seinna gerðist hann hafnarverkamaður í Tallinn. Þar hafði hann 450—500 rúblur á mánuði í kaup. Frá þessu drógust svo þrenns konar skattar: tekju- skattur, verkamannafélagsgjald og „barnleysisskattur“, en hann er lagður á bæði gifta menn og ein- hleypa. Enginn getur losnað við hann fyr en 3 börn hans hafa náð 20 ára aldri. Skattar þessir námu samtals um 30% af tekjunum. En svo varð hann einnig að inna af höndum skyldulán til ríkisins, en það nemur rúmlega mánaðarlaun- um á ári. Um vöruverð segir hann, að í Paide og Tallinn kosti venjuleg karlmannsföt um 1500 rúblur, eða rúmlega þriggja mánaða kaup; smjör kostar 45 rúblur kg., flesk 25 rúolur, 2 egg 3 rúblur, smjör- líki 10 rúblur kg. Hann segir að alltaf hafi fengizt brauð í Tallinn, en í Paide hafi oft verið brauð- skortur. Brauð var ekki skammtað, en menn urðu að standa lengi í bið- röðum til þess að geta náð í það, og einhleypingar höfðu ekki tíma til þess. í fyrra haust fekkst enginn sykur um lengri fíma. En þegar hann kom, þá gátu r^enn fengið 2 kg. hver og kostaði hyórt ldló 9 rúblur, en það voru ekki i'JL* sém höfðu tímá til að standa i biö&fcria tál bess að ná í sinn skammi f LESBOK MORGUNBLAÐSINS SAMYRKJAN ÆVILANGUR ÞRÆLDÓMUR Allir Eistlendingar verða að hafa skírteini um að þeir hafi lokið her- skyldu, og ennfremur verður hver maður að eiga vinnubók, en hún er geymd hjá húsbóndanum á hverj- um vinnustað. Það eru ekki mikil vandkvæði á því að skifta um vinnustað, nema á samyrkjubúun- um. En nú er allur landbúnaður i Eistlandi rekinn af samyrkjubúum. Og sá, sem einu sinni hefur komizt ínn í samyrkjubú, slepþur þaðan aldrei aftur. Menn eru því allir logandi hraéddir við samyrkjubúin. Eistlendingar eru hvattir til þéss að fara til Leningrad og vinna þar, en þeir eru ekki neyddir til þesS. Það kemur og fyrir að þeir fá léyfl til þess að fara til Lettlánds éða Lithaugalands til þess að sfunda vinnu þar. Rástas segist ekki hafa heyrt getið um nauðungarflufningá fólks úr landi sínu síðan ~ hinir miklu nauðungarflutningar fóru fram 1949. Þeir, sem þá voru fluttir nauðugir úr landi, hafa fengið að skrifa ættingjum sínUm. Kirkjurnar eru yfirléitt opnar. Hann fór í seinasta skifti í kifkju á jólunum 1953. Það var ákaflega fögur samkomdj: segir hann. En þó segist hann ekki vera trúhneigður, og hann sagði að sama væri að segja um alla jafnaldra sína. Það er aðallega gamalt fólk og börn, sem ktrkjumar sækir. Kommún- ístaforinginn á hverjum stað verð- ur að samþykkja ræðu prestsins áður en hann fær að halda hana, örsjaldán eru hjón gefin saman í kirkju. Fermingar viðgangast enn, en yfirvöldunum er illa við þær. RÚSSAR ERU YFIR ÖLLUM Herskyldutíminn fyrir Eistlend- inga er 4-^ð ár i landhér og flota, " »r í flugliðinu og þrjú ár fyrix þá sem eru i verkasveitum. Allir verða þeir að fara til Rússlands og inna herskylduna þar af höndum. Aftur á móti er fjöldi Rússa send- ur til Eistlands til þess að inna þar sína herskyldu af höndum. Tallinn er eins og rússnesk borg. Allir helztu mennimir þar, jafnvel verkstjórar, eru rússneskir. Þar er og mesti sægur rússnéskra verka- manna, og þeir segjá að miklu betra sé að vera í Eistlandi heldur en heima. Russar koma alls staðar frarn sem yfirdrottnarar og forréttinda- menn f Eistlandi. Þegar greidd eru laun í verksmiðjunum, ryðjast Rússamir fram fyrir Eistlendinga til þess að fá afgreiðslu á undan þeim. Og verði einhverjum Eist- lending það á að stjaka við Rússa, þá varðar það fangelsi. En á sam- yrkjubúunum er enginn einasti Rússi. Þegar Stalin dó voru allir verka- mennirnir á vinnustað Rástas kall- aðir saman. Þegar þeir heyrðu hvað um var að vera, urðu þeir mjög glaðir, því að nú bjuggust þeir við að fá frídag. En þar skjöpl- aðist þeim. Þeim var aðeins skipað að heiðra minningu Stalins með tveggja mínútna þögn, og svo til vinnunnar aftur. FRELSISHREYFINGIN ENN AÐ VERKI Rástas segir að enn liggi fjöldi manna á skógum úti. Þáð eru aétt- jarðar’.dnirnir, sem Rússar háfa ékki náð í. Þeir kalla sig „Skógar- bræður“, og gera Rússum margan óskundá. Hann segir einnig að allír Eist- Iendingar þrái það að verða frjálsir aftur. Þeir treysti á það, að Banda- rikin muni hjálpa sér, en Englend- inga nefnir enginn maður á nafn þannig, áð nokkurs éé af þeim að vænta { þvf étrd. CÖr „Dagens Nyheter“,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.