Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Qupperneq 16
r 412 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Óvenjulegt verkfail ÞAÐ er nýtt sem sjaldan skeður, að læknar geri verkfall. Þó kom þetta fyrir í Vínarborg nýlega. — Ástæðan var sú. að heilbrigðismáiaráð- herrann hafð' gefið út fyrirmælj um, að menn væri ekki sjáif -ráðir að því að velja sér sjúkrasamiags- lækni, heldur skyldi ið opinbera ákveða um það. Þetta þótti læknum hart. Þeir gerðu 5 stunda verk- fall og fóru kröfu- göngu í inum hvítu kyrtlum sínum. GUÐBRANDUR ÞORLÁKSSON BISKUP lét eftir sig sálma nokkra og eignar sér sjálfum tvo eða þrjá. Er einn sálm- urinn: Guði lof skal önd mín inna; og er nafn hans fólgið í hinum fyrstu orð- um í versunum. En annar: Guð þinn og herra einn yfir allt — þar er nafn hans hér og þar innan um versin og á þennan hátt: Guðbrandur Þorláksson biskup vfir allt Hóla dómkirkju um- dæmi. (Árb. Esp.) HULDUFÓLK f AKUREYUM Séra Friðrik Eggerz fluttist út í Akureyar 26. nóvember 1851. Fyrstu nóttina er hann var þar í eyunum, dreymdi hann, að honum þótti koma til sín gömul kona. Hann þóttist spyrja hvaðan hún kæmi. Hún kvaðst koma þar úr norðurvognum og hafa búið þar lengi með karli sínum, en erindi sitt væri að biðja Friðrik að lofa þeim að hírast þar, fyrst hann væri fluttur í eyarnar. Hann þóttist svara: „Eg skal gera það, ef þið gerið engum mein, og eruð heldur góðviljuð." Hún lofaði því og fór burtu. (Úr fylgsnum fyrri ald- ar). JÓN REPP Einn af þekktustu flökkurum 19. aldar var Jón Jónsson frá Efra Seli I Ytrihrepp, sem kallaður var Repp. Hann var af ágætum bændaættum, en öðru vísi en fólk er flest. Og þegar hann komst upp, tók hann að leggja fyrir sig ferðalög og ýmiss konar snatt, því að hann var frábitinn líkamlegu erfiði. Kom því svo að hann gerðist flakkari og hafði þannig ofan af fyrir sér. Því fór fjarri að Jón Repp væri heimskur maður, en barnsleg einfeldni og hrekkleysi, samfara fáránlegum hugmyndum hans um sjálfan sig, gerðu hann auðveldlega að skotspæni og hlátursefni, jafnvel þeirra, sem voru honum góðir og velviljaðir. Hann var í augum sjálfs sín heldri maður og höfðingi og ætlaðist til að sér væri sýnd virðing og tilhaldsemi eftir því. Eins og nærri má geta, sóttist hann eftir kynnum og umgengni við þá menn, sem hann taldi jafningja sina að stöðu og stétt í þjóðfélaginu, og voru það auðvitað heldri menn og em- bættismenn, prestar, sýslumenn og hin æðri yfirvöld í Reykjavík. Margir af þessum mönnum kunnu líka betur en almenningur að meta kosti Jóns Repps, hreinlyndi hans, heiðarleik og barns- legt hugarfar. — Þegar Jón var á flakki sínu, gisti hann ævinlega á prestsetr- um, ef kostur var. Lét hann alltaf þéra sig, ef hann mátti ráða, en menn hlýddu því misjafnt, ekki sízt í átthögum hans. Einhverju sinni kastaði séra Matthías Jochumsson fram þessari vísu við hann: Valdsmenn, prestar, prófastar prísa Repp og þéra, þó að lægri lókátar láti það stundum vera. (Úr Þjóðsögum Guðna Jónssonar). -X ;***• ***** ■ZSR'r- i A'i 'ít‘i«P

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.