Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Blaðsíða 3
sínum að binda drögur á klyfja-
hrossin, eða fengi annan mann til
þess. En þar kvaddi hann manninn
og kvaðst ríða vilja vestur að Sandi
(sem er annar bær við botn Skjálf-
anda), því hann átti þar velvingað
fyrir, og kvaðst svo ríða mundu ena
vestari leið (þ. e. vestanvert við
Aðaldalshraun) heim til sín um
kveldið. Og að svo mæltu ríður
hann vestur að Sandi og þiggur þar
vín og veitingar, svo sem hann
æskja mundi. En ei er getið til
sanns hve lengi hann dveldi þar,
eða hve snemma eða síðla dags
hann riði braut þaðan.
En það er frá húskarlinum að
segja, að hann heldur heim með
klyfjahrossin, þegar hann er búinn,
og kemur heim um kveldið, eða
snemma nætur, og ber ei til tíðinda
í ferð hans. Er þá prófastur enn ei
heim kominn, og þykir mönnum
það enn ekki undarlegt, og geta til
að hann muni hafa þegið gistingu,
eða lagt sig til svefns á einhverjum
bæ, er var á leið hans. En er leið
meir fram á daginn eftir, tóku
menn heldur að undrast um hann,
og var þá þegar sent á alla bæi, er
næstir voru leið hans, og seinast
ina skemmstu leið (er liggur um
Aðaldalshraun) og ofan að Sandi.
Kom þá upp, að hann hafði riðið
þaðan um miðjan daginn fyrra.
Voru þá þegar kvaddir upp menn
til leitar, og sá menn þá bráðum
hvar hestur hans stóð með söðul-
reiði skammt fyrir vestan veginn,
er liggur fram með Skjálfandafljóti
að austan. Og er menn leituðu
vandlega, fundu þeir prófast liggj-
andi á kafi, svo lítið bólaði á reið-
múki hans í einum stað, í leirvatns-
kíl, fárra faðma breiðum, er leið
hans lá um. Kíll sá rennur úr tjörn,
er Hrauntjörn heitir, og fellur x
kvísl, er köliuð er Hraunkotskvísl,
og er á honum vað í einum stað
•með grjótbotri, en illur og blautur
beggja vegna. Ætluðu menn hann
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
r
167
(prófastur) mundi heldur ölvaður
verið hafa, sem hann átti stundum
vanda til.
Þetta veit eg er in seinasta frá-
saga um afgang hans, og vil eg ei
framar þar um fjölyrða. Þorleifur
prófastur Skaftason var fæddur
1683, varð prófastur í Hegranes-
sýslu 1708—1720, en í Þingeyar-
sýslu 1721—1747 og er hans víða
getið.
Ýmsar sögur loða norður hér enn
við líði í munnmælum, um þau Þor-
leif prófast og Oddnýu. Sú er ein,
að þá Oddný var ekkja orðin í ann-
að sinn og komin vestur að Ökrum
í Skagafirði (en sumir segja að hún
hafi verið komin á kynnisleit) til
Skúla sonar síns, er þá var sýslu-
maður í Skagafirði, ríkur og auð-
ugur, þá væri það einhverju sinni,
að hún tæki hendi aftur týmir bak
eða lendar sér og mælti svo:
„Kom þú blessuð, kom þú ætíð
blessuð!“
Og er menn fréttu hana að til
hverrar hún svo talaði, þá mælti
hún:
„Það er blessuð banasóttin mín,
er eg mælti til.“
Og að svo búnu er sagt hún hafi
tekið banasótt sína, en ei hef eg
getað fundið dauðaár né dag henn-
ar, því Árbækur geta þess ekki.
(Éins og sjá má á þessu ber heim-
ildum ekki saman um hvenær Þor-
leifur prófastur hafi drukknað, segja
sumar 1747, en sumar 1748. Her er
sagt að hann hafi drukknað um sum-
ar, en í íslenzkum æviskrám er dán-
ardagur hans talinn 16. febr 17481.
^<ö®®®G>>fcJ
Kennarinn hafði verið að fræða nem-
endur sína um almanakið, vikudaga,
mánaðardaga og hve margir dagar
væri í árinu. Siðan spurði hann:
— Hvert ykkar getur nú sagt mér
í hvaða mánuði eru 28 dagar?
— Það get ég, svaraði -Siggi Utli. Það
eru 28 dagar í hverjum mánuði.
Mjólk, sem
veldur ónœmi
T ÆKNARNIR William E. Pet-
ersen og Berry Campbell við
háskólann í Minnesota, hafa upp-
götvað, að mjólk getur valdið
ónæmi fyrir ýmsum sóttum hjá til-
raunadýrum, og að miklar líkur sé
til þess, að hún geti gert menn
ónæma fyrir allt að 50 smitandi
sjúkdómum. Aðferðin ér sú, að
bólusetja kýr og framleiðist þá i
mjólk þeirra efhi, sem vinna bug
á sóttkveikjum.
Læknarnir spýttu dauðum sótt-
kveikjum ihn í júfúr kúnha, og
bóluefriið breyttíst i mjólk. Þessi
mjólk er jafngóð og önnur mjólk,
eða betri, en hefur auk þess þann
kost að hún veídur ónisemi fyrír
mislingum, lugnabólgu, bafnaúeiki
og margs konar öðrumsjúkdómúm.
Tilraunir þær, Sem fram háfa
faríð, hafa eim sem koiriið er <?in-
görigu verið gerðar á tilraunadýr-
um, en allar likur benda til þess
að mjólkin muni gera börnum og'
fullorðnum sama gagn. Petersen
læknir ér sannfærður um, að með
þvi að drekka hálfpott af þessari
mjólk í fjórá eða fimm daga í röð,
hafi menn féngíð ónæmi fyrir þeim
sjúkdómi, er kýrin var bólusett
fýrir. En um leíð og menn hætt.i
að drekka m.iólkina. sé ónæmínu
lokið.
Ef þéssi uþþgotvuh feýnist eiris
’og þélr ræknarnir trö'nást eftir, þá
vérður þess ef tíl vill ekki larigt að
bíða, að kýr verði bóluséttar við
alls konar veikindum og fæknar um
allan heim ráðleggi mönnum að
drekka ónæmismjólk, þegar far-
•sóttir ’eru á ferðinrii, óriæmismjólk
gegri iriisþþgúiri^ ba’rriávéiki o. %
frv. (Eftir New Ýork Tiines).