Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Síða 7
1942 sýktust 51.337 bandarískir her- menn af „serum hepatitis“, og höfðu fengið hana með bólusetn- ingu við gulu hitasóttinni. Þá var bólueíninu breytt og eftir það tók fyrir þetta. En aftur gaus veikin upp í herjunum í Kóreu. Á árunum 1950—1953 sýktust að meðaltali 3,36 af hverjum 1000 hermanna, og veikindatíminn var að meðaltali 72 dagar ♦—O—♦ Árið 1944 þóttust tveir þýzkir vísindamenn, E. W. Essen og A. Lembke, hafa fundið sýkilinn, sem veldur smitandi lifrarbólgu. Þeir lýstu honum og sögðu að þvermál hans væri fjögur hundruð milljón- asti hlutinn úr þumlungi. Með ýtarlegum rannsóknum í Bandaríkjunum er nú fengin nokk- ur fræðsia um báða sýklana. Þeir eru öi'smáir og eru til um alia jörð. Faraldri valda þeir aðallega á haustin og vetrarmánuðina. Smit- andi Kfrarbólga tekur aðallega börn og fólk innan við þrítugt. Það virðist sem menn fái hana ekki nema einu sinni á ævinni, og svo er um hina tegund veikinnar, en hvorug veitir ónæmi fyrir hinni. Sýklarnir eru lífseigir. Þeir þola mikinn hita tímunum saman og þeir þola að liggja í frosti 1%— 4% ár. Haldið var einu sinni að evða mætti þeim úr blóðinu með útbláum geislum, en það hefir ekki reynzt rétt. Fjölda margar tilraunir hafa ver- ið gerðar að sýkja tilraunadýr, en það hefir ekki tekizt. í hundum, musum og hestum er „virus hepat- itis“, en það eru aðrar tegundir og sín hjá hverjum. Það hafa því ekki fundizt nein' ráð önnur en fá menn sem sjálfboðaliða, til þess að láta gera tilraunir á sér, og margir hafa sýnt það hugrekki að gefa sig fram. Hundrað menn létu sýkja sig með- an á stríðinu stóð, og við það feng- LESBÓK MOROUNBLAÐSINS ust margar upplýsingar um það hvernig veikin berst. Þá hafa og gefið sig fram sjálf- boðaliðar meðal fanga í tveimur hegningarhúsum og þar fengust sérstaklega upplýsingar um hvaða fæði hentaði sjúklingum bezt. Áður heldu menn að Kfefnarík og. kol- vetnisauðug fæða væri bezt, on íita verst. Slík fæða var nú gefin 32 sjúklingum. en 35 máttu eta það sem þeir höfðu lyst á, og reynriist það betra. Síðan hefir verið linað á reglum um mataræði sjúkKnga, en öllum er þó stranglega bannað að neyta áfengis, eða annars þess er skemmt • etur lifrina. ♦- 0—4 Stærsta skrefið í baráttunni við lifrarbólguna var það, er menn fundu að gamma globulin“, ^er.. notað er gegn mislingum og löm- unarveiki rpynisl emnig gptt gegn lifrarbólgupui og getur komið í veg fyrir að menn sýkist. Þetta meðal vr.r fvrst reynt í sumarbúð- um barna, þar sem faraldur hafði komið v.pp. Helmingur barnanna fekk „gam.ma globulin“, en með hinn helminginn var farið eins og venja hafði verið áður. Afleiðingin varð sú, að 67% af inum síðartöldu veiktist og voru sum þungt hald- in, en af hinum, sem fengu meðalið veiktust ekki nema 20.8% og á öll- um var veikin væg. Síðan hefir margur faraldur í skólum og barnaheimilum verið stöðvaður með þessu meðali. Og síðan Salk bóluefnið kom í stað- inn fyrir það í baráttunni við löm- unarveikina, hefir verið nóg til af „gamma globulin“. En það er eng- in vörn í því gegn B-sýklinum. í sumum tilfellum, þar sem sennilega er einnig um gerla að ræða í sambandi við Kfrarbólgu- sýklana, hafa sum af inum nýu meðulum, svo sem aureomycin, chloromycetin og tetracyclines hjálpað til að stytta veikindatím- 171 ann að mun. En annars eru þau víst gagnslítil. 1 Ef einhver ráð skyldi. finnast til þess að sýkja einhver tilraunadýr með lifrarbólgu, þá er líklegt að hægt sé að finna eitthvert meðal gegn henni, og jafnvel bóluefni, sem geri menn ónæma fyrir henni. Margir vísindamenn vinna nú kappsamlega að þessu. En þangað til þetta verður er „gamma globuKn1 Öruggast og svo aukin að- gætni við bíóðgjafir og blóðinn- spýtingu. (Úr „Science Digest“). Steyptir vegir í GREIN um sement í amerísku blaði stendur m. a.: — Þegar taidir eru kostir sem- ents má ekki gleyma því hve hent- ugt það er til vegagerða. Það hefir nú að undanförnu orðið hrein og bein bylting í vegagerð, miðað við það sem var fyrir stríð. Nú geta 12 menn með vélum afkastað því, er 200 menn þurfti til áður. — Þegar sementsverksmiðjan á Akranesi er tekin til starfa, vænta menn að afköst hennar verði svo mikil, að hægt verði að steypa þjóð- vegi hér á landi, og munu það verða merkileg tímamót í sögu vegamálanna. Er gott til þess að vita, að nú eru fundnar hagkvæm- ari aðferðir en áður við slíka vega- gerð, og verður það að fylgjast að, að fengnar séu hinar beztu og stór- virkustu vélar um leið og byrjað verður á því að steypa vegi. Meðan skáld vor ekki menntast og tignast, er það satt að þau eru auðnu- leysingjar, því að þau nota þá gáfuna blindandi og sér og öðrum til vansælu. Mörg skáld yrkja sér ófrið og ama- semi, ekki síður hjá sjálfum sér en öðrum. (Matth. Jochumsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.