Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Blaðsíða 10
1?4 v- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS af staðnum og lýst honum, því að ég er gagnkunnugur þar. Skipafestar má gera á eynni og einnig á skerjunum. Bergveggur eyarinnar hlífir algjörlega fyrir austan, suðaustan, sunnan og suð- vestan vindum. en skerin draga mesta kraftinn úr sjónum, og virð- íSt því sem skip geii legið þarna á svo að segja lygnum sjó. Virðist þeim þvi engin hsetta búin þarna, og allra síst á sumrin, því að þá er sjaldga:-ft að stórviðri sé á ís- landi. Alls staðar fyrir sunnan evna er öpið haf og hvldýpi talsvert bæði til austurs og vesturs. Ekki þarf heldur að óttast vestan, norðvest- an og notðanátt, því að þar hlífir fjahið. En höfnin mundi helzt vera opin fvrir norðaustanvindum og veita þó áðurnefndir drangar og sker skipum nokkurt hié. Ekki veit ég um nokkur blind- sker þama og engan hefi ég hevrt tala um þau, en Víkurdrangar eru 1% mílu fyrir austan. og er þá ekki að óttast, því að skip þurfa ekki að koma nærri þeim. Ekki er skipum heldur nein hætta búin af því er ósinn rífur sig út, sem áður er get- ið. Þetta mun allt koma betur í Ijós, þegar nánari rannsókn f er fram, eins og sjá má og á mvndum þeim er hér fylgja. Það væri mjög gott ef hægt væri að gera hér verslunarstað, því að hingað koma skipin fvrst af hafi og innsigiingin hættulaus. Það væri einnig gott fvrir þá sem hér eiga heima. því að nú verða þeir árlega að ferðast til Evrarbakka, 8—9 þingmannaleiðir og vfir 21 stóra á, sem oft eru hættulegar yfir- ferðar og stundum algjörlega ófær- ar, svo að árlega farast þar margir menn. í þessar langferðir eyða menn allt að 2—3 beztu mánuðum ársins, þ. e. júní, júlí og ágúst, og fá þó mörgum sinnum ekki keypt- ar lífsnauðsynjar 6Ínar. Ekki hafa þeir heldur hentug skip til þeirra ferða. Þetta hefir valdið inum mestu vandræðum allt frá Sturlungaöld, og þau fara vaxandi, því að fiski- bátana er ekki hægt að nota til þessara ferða. En þetta hefir orðið þess valdandi að margar þúsundir manna hafa farizt á þessum tíma, eins og sanna má með sönnum annálum, fomum og nýum, og- arf- sögnum, því að bátarnir eru óhæfir til að þcia hafrót og storrna. Þingmannaleið (á iatínu quin- quemilliare, og á dönsku Ðags- rejse) er 5 mílur, en þær eru mikið lengri en danskar mílur. Á dönsku þýðir Ðágsrejse venjulega 8 dansk- ar mílur, en það er styttri dagleið en in íslenzka. Fullyrða má að ís- lenzk dagleið sé 10 danskar milur. ÖNNUR LÝSING Þannig^er þá iýsing Sæmundar á Dyrhólaey. Hálfri annari öld síð- ar gal' Ferðafélag ísiands út bók um Vestur Skaftafellssýslu, ritaða af séra Óskari Þorlákssyni, og er gaman að bera saman það sem þar er sagt um þennan stað: Dyrhólaey er án efa einn af sér- kennilegustu og fegurstu stöðum í Vestur Skaftafellssýslu, og ættu þeir ferðamenn, sem til þess hafa tíma, að skoða hana; f rá Litla Hvammi eru 3—4 km. út í eyna. Evan er einstakur höfði, há að vestan. 110—120 m., en mikiu lægri austan til. Hún stendur í sjó að sunnan og eru hengihamrar í sjó niður. Að vestan er hún einnig snarbrött og hömrum girt og er þar uppganga á einum stað, Skolla- stígur. Vesturhiuta eyarinnar hall- ar austur, niður á lágeyna, sem er að mestu leyti slétt; láta mun nærri, að eyan sé 1—2 km frá austri til vesturs. Lágir hamrar eru með- fram evnni að sunnan, en hækka heldur er austar dregur, að eyar- horri: ná þeir einnig með henni að austan og nokkuð vestur með henni að norðan. Um miðbik ey- arinnar. að norðan, eru grasbrekk- ur, og Uggur vegvirinn þar upp alla leið á háeyna. Kringum Dyrhólaey eru margir drangar, Dvrhólr.drangar, flestir í sjó, og sumir miklir. Mestir eru Háidrangur (56 m.), Lundadrang- ur (45 m.), Mávadrangur (30 m.) og Kambur (43 m.). Eru þeir 100 —600 m. undan landi. í dröngum þessum, eins og í hömrum eyar- innar, verpir mikið af fugli, mest þó af svartfugli, fýi og iunda. — Gróður er nokkur í dröngunum, vex þar t. d. skarfakál. A sjálfri eyuni verpir mikið af kríu og einnig vottar þar fyrir æðarfugli. Á leirunni við norðvesturhorn ey- arinnar stendur Hildardrangur (31 m.) úr stuðlabergi; er hann kleifur á einum stað. Hákarlabrekkur eru austan Hildardrangs, og upp af þeim Hákarlsbói. Arnardrangur heitir mjór drangur, austan við eyna. Skorpa heitir suðausturhom- ið, þar austan við er Bolabás, og fer öskur bola eftir öldufari. Kirkjufjara er sunnan undir lág- eynni, og draga hamrarnir nafn af henni; þar er vik eitt og má auð- veldlega ganga þar niður að sjó. Syðsti tangi eyarinnar er Tóin; hún er eins og fingur, sem bendir út á hafið. Þegar gengið er út á Tóna, er farið eftir mjóum bergstíg; sé farið ofurlítið til hliðar, er hengi- flug á báðar hendur; þykir mörg- um agalegt að horfa niður þver- hnýptan hamravegginn, niður í grængolandi sjóinn fyrir neðan, en óneitanlega er það tilkomumikil sjón. Undir Tónni eru inar alkuruiu bogadyr, sem eyan dregur nafn sitt af; myndu stærstu hafskip geta siglt þar undir. Annað op gengur þarna gegnum bergið, en svo er það lítið, að vart mundi það íært nema smákænum í sléttum sjó. Þessi ein- kennilegu náttúrufyrirbrigði hafa gert Dyrhólaey með sérkennileg- ustu stöðum á landi voru, og þótt víðar væri leitað. Vestan við Dyrhólaey er svoköll-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.