Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Page 11
~r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 175 ______• ■ • - - - -■ N ' ' - * " V . ■ . —jg- ' ~ uð Dyrhólahöfn; er þar aðdýpi mik- ið úti fyrir og komið hefir til orða að gera þar hafnarvirki. Á ej'nni er einn af fulkomnustu vitum lands- ins; er það bæði ljós og radíóviti; var reistur 1929. Af Dyrhólaey er mikið og fagurt útsýni inn yfir landið og út á hafið. Næst liggur Dyrhólaós, þá mýrarn- ar, fjöllin og loks jökullinn. Úr vitanum njóta menn sérstaklega vel útsýnisins í allar áttir, og getur vart að líta dýrðlegri sjón. Vegna þessa fagra útsýnis og fjölbreyttra náttúruskilyrða, er Dyrhólaey einn af ákjósanlegustu samkomustöðum á Suðurlandi. Norðan við eyna er Dyrhólaós, allstórt lón, sem ár og lækir úr Mið-Mýrdal renna í. Ósinn hefir útfall austan við eyarhornið, gegn- um malarkamb, svokallað Eiði. Oft teppist útfallið í vetrarbrimum, og er þá sagt að ósinn fari „upp“, og flæðir hann þá allangt upp á mýrarnar; er svæði það, sem hann flæðir yfir, jafnan góð slægja á sumrin og kallast ósengi. Sé ósinn lengi uppi, spillist engið, og verður þá að moka hann út; sé það ekki gert, sprengir hann loks af sér fjöturinn og fer „út“; er þá vatns- þunginn svo mikill, að bergið nötrar af átökum straumsins. — ÞJÓÐSAGNIR Þar sem hér er minnst á Bolabás og bola, þá er átt við forynju þá, er kölluð var Eiðisboli og hljóðaði ákaflega stundum, einkum undir óveður. Er hellir í berginu fyrir vestan eiðið, og er sagður vera ákaflega stór, er oft í sjó og stund- um meira eða minna fullur af sandi, Þarna býr Eiðisboli og hafði það til að glettast við menn á síð- kvöldum. Hann er ekkert skyldur Urðarbola þeim, sem á heima í helli austan í Reynisfjalli, „því Eiðisboli var grunaður um að vera sjódraugur, og jafnvel tilnefndur maður, sem drukknaði í sjó í Út- Mýrdalnum“. (Þjóðs. Jóns Þor- kelssonar). Annars er það furða hve fáar þjóðsögur eru bundnar við jafn tilkomumikinn og einkennilegan stað sem Dyrhólaey er. Sæmundur Hólm segir þó þessa sögu: „1772 sáu margir menn á Hellum i Eystra Mýrdal, átta konur í út- lendum búningi ganga frá Dyr- hólaey til Reynisfjalls, fram með sjávarströndinni; gengu þær hægt og sungu á leiðinni og léku á hljóð- færi. Konumar hurfu undir leiti fyrir vestan Reynisfjall og sáust ekki úr því. Lýður sýslumaður tók vitnisburði af þeim, sem sáu þetta, og skýrði Jóni prófasti Bergssyni á Kálfafelli frá atburði þessum um vorið bréflega". Svo sem fyrr er getið var útræði Miðmýrdæhnga um margar aldir hjá Dyrhólaey. En þar höfðu huldumenn einnig útræði, og þeir áttu heima í Moldhelli í Hvamms- gili. Eitt sinn fyrir löngu var bónd- inn frá Götum að koma frá sjó, og er hann var að fara yfir mýr- arnar fyrir ofan eyna í hálfdimmu, kom hann þar að manni, sem hafði hleypt niður hesti sínum og gat ekki náð honum upp hjálparlaust. Bóndi þekkti ekki manninn, en hjálpaði honum þó til að draga upp hestinn. Ókunni maðurinn þakkaði honum kærlega fyrir, kvaðst vera huldumaður úr Hvammsgili og ekki geta launað honum öðru en því, að hann skyldi jafnan sjá sig er hann gengi til sjávar og þá væri honum óhætt að fara líka, því að þá mundi ekki bregðast sjóveður. Þessu ráði fylgdi Gatnabóndi í 3 ár og fór aldrei fýluferð til sjávar. En svo fór hann einu sinni, án þess að hafa séð ti! ferða huldu- mannsins. Þegar hann kom út að Dyrhólaey voru öll skip róin, svo að hann fékk ekki far. En öll skip- in fórust um daginn, og bónda hefndist svo fyrir vantraust sitt, að hann sé huldumanninn aldrei framar. Svo er það löngu seinna, á ofan- verðum dögum Sveins læknis Páls- sonar í Vík (um 1824—38), að Mýrdælir efndu til nýs skips og voru margir um það, eins og segir f vísunni: •V Sex áttæringinn saman byggja, séra Stefán, læknir Sveinn og Eiríkur. Árni og Loftur að því hyggja og svo líka hann Ólafur. Skipið skyldi smíðað úti, en þá gerði svo miklar frosthörkur, að smiðirnir fluttu sig inn í Mold- helli. Þar var hlýtt og skýli gott í öllum áttum. Var þá rótað upp mold og rifið upp grjót í hellin- um og búizt um sem bezt þótti henta. Var skipið smíðað þarna og vax- þar oft glatt á hjalla meðan á smíðinni stóð, og mun huldufólk- inu, sem þar á heima, hafa þótt nóg um. Komið var fast að vertíð þegar smíðinni var lokið og var skipið þá dregið af mannsöfnuði á ísum fram allar mýrar til Dyrhóla- hafnar. Um nóttina skall á það rok- viðri, að enginn mundi slíkt, og fuku þá öll skip í Mýrdal og brotn- uðu í spón. Þótti það ekki einleikið, og eignuðu menn þetta huldu- manninum í Moldhelli, er nú hefði verið að hefna fyrir þann óskunda, er gerður hafði verið í húsum hans. Því má bæta hér við, sem að vísu er ekki þjóðsögn, heldur sönn saga, að Kári Sölmundarson keypti jörðina Dyrhólma vorið 995, þegar hann kvæntist dóttúr Njáls, og hafði þar bú síðan. En síðan hefir orðið mikil breyting þarna, því að þar sem bær Kára stóð sést nú ekki annað en gróðurlausir klettar og flæðir Dyrhólaós umhverfis þá þegar mikið er í honum. Nd stend- ur bærinn á allt öðrum stað og heitir ekki lengur Dyrhólmar, heldur Dyrhólar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.