Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Page 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 178 eru hvorki meira né minna en 4000 hitaeiningar. Ef meira er í fœðunni af kolvetnum og fitu held- ur en líkaminn þarf á að halda í bili, þá safnast það fyrir sem lík- amsfita. Smjör, smjörlíki, salat- olía og ólífuolía eru nær hrein fita. Minnist þess, að í einu pimdi af fítu eru 4000 hitaeiningar. Lífefnln eru nauðsynleg. Þau byggja upp vöðva mannsins, halda \*ið vessum líkamans, endurnýa blóðið og eru bezta vörn gegn sýk- ingu. Lífefni er að finna í kjöti, eggjum, mjólk og mjólkurafurðum, fiski, belgávöxtum og hnetum. f einu pundi af lífefnum eru 1820 hitáeiningar, eins og í kolvetni. En ekki má rugla saman einu pundi af lífefnum og einu pundi af kjöti. í kjöti eru ekki nema 20% lífefni, hitt er fita og vatn. Öll þessi efni eru nauðsynleg í fæðimni, en viðsjálust er fitan, vegna þess hve margar hitaeining- ar éru í henni. Minnist þess, að 8500 hitaeiningar samsvara einu pundi í líkamsþunga! Ef mefxn vildu spara sér eina smjörkúlu á dag, þá mundu þeir geta létzt um 8 pirnd á ári. í einni matskeið af steikarsósu eru 100 hitaeiningar. Ef menn spöruðu sér þá sósu tvisvar í viku, væri 10.000 hitaeiningum rninna í ársfæðinu, en það sam- sVarar því, að menn komist hjá að bæta á sig 3 pundum af óþarfa fítu. í bauta eru aðeins 12% af fitu, en í fleski 30%. í allra magr- asta -fleski eru 350 hitaeiningar, en í því feita 500 hitaeiningar (í hverri sneíð). í bauta, lambslæri og lifur eru helmingi færri hitaeiningar en i fleski. Mismunur á máltíð. Við skulum hugsa okkur að tvær stúlkur fari í matsölu og biðji um nákvæmlega sama mat: súpu, bauta, grænmeti, salat, eplamauk og kaffi. Önnur þeirra er grönn, hin 30 pundum öf þung. Sú granna sker fituna af e kjötou og leifir henjoi, en hin etur upp til agna. Sú granna etur græn- metið viðbitslaust, en hin etur smjör við því og hellir olíu út á salatið. Sú granna etur eina sneið af ósmurðu brauði, en hin etur tvær sneiðar vel smurðar. Sú granna drekkur svart kaffi, en hin lætur tvo mola í bolla sinn og hell- ir miklu af rjóma út í. — Máltíðin kostar þær jafnt — en önnur hefir innbyrt 500 hitaeiningum meira en hin! Milli máltíða. Það er býsna mik- ið sém sumar láta í sig milli mál- tíða. Þykjast þó ekki borða meira en aðrar, og skilja ekkert í því að þær sktili fitna. Sumar forðast sykur í kaffi, en hella svo miklu af rjóma í það. Þær spára sér 16 hitaeiningar í sykrinum, en bæta á sig 100 hitaeiningum í rjóman- Um. Það væri betra fyrir þær að drekka svart kaffi, en hafa sykur í það.'Eða þá að hafa mjólk í kaffið, það yrði ekki nema 20 hitaein- ingar. Margar fá sér kvöldkaffi með kunníngjum sínum og rjómakökur með. Þær bæta áreiðanlega á sig 300—400 hitaeiningum. Varist áfengi. Mörgum sést al- gjörlega yfir það hvað áfengið er varasamt, ef þær vilja komast hjá því að fitna. Það eru 150 hitaein- ingar í 44 grömmum af viský, 120 hitaeiningar í sama magni af gin, og 120 hitaeiningar í einu glasi af bjór. „Cocktails" eru þó langvara- samastir, því að það er eigi aðeins að mésti fjöldi hitaeininga sé i þeim sjálfum, heldur auka þeir og -matarlyst og verða til þess að fólk borðar meira en það hefir gott af, og bætir þar enn á sig hitaeining- um, sem það hefir ekki þörf á, en verða að aukinni líkamsfitu. Eftir því sem minna er drukkið af áfengum drykkjum, því síður er mönnurn hætt við að fitna. Menn geta bætt við sig einu pundi af •fitu með því að drekka einn lítra aí viský, eða eta eitt pund af smjöri (þó á löngum tíma sé). En til þesa að ná þeim viðbótarþunga, yrðu menn að eta 60 pund af spinati, eða 19 pund af appelsín- um. c^ae®@6vj Skegg manna FRÁ UPPHAFI vega var skeggið talið höfuðprýði karlmanna, það bar vott um vizku, afl og karlmennsku. í Austurlöndum var mikið skegg talið virðingarmerki, og engum var gerð meiri hneisa en ef skeggið var klippt af honum. Til trúarinnar um að skegg- inu fylgi vizka má telja það er segir í Snorra Eddu um Braga, að hann skuli kenna svo að kalla inn síðskeggja ás, og af hans nafni sé það dregið, að sá er kallaður skeggbrági, er mikið skegg hefir. En um það að skegginu fylgi þróttuiyer sagan af Samson í biblíunni — hann missti afl sitt er skeggið var skorið af honum. Aftur á móti töldu fom-Egyptar að skeggið væri aðeins til óþrifa, og vóru því allir skegglausir. En Babyloníu- menn heldu mjög upp á skegg, báru í það olíu og fléttuðu inn i það gull- þræði. Grikkir höfðu alskegg fram á daga Alexanders mikla. Hánn bannaði her- mönnum sínum að hafa skegg, því að í orustum gæti það orðið þeim til falls að óvinirnir þrifu í skeggið og sneru þá niður. Af dálæti á skeggi vár það komið, að menn sóru við „skegg föður síns“ og Múhameðsmenn sverja enn I dag við „skegg spámannsins.“ Aftur á móti er það kallað að „deila um keisarans skegg“, er menn þrátta um eitthvert ómérkilegt atriði, sem hvorugur þekk- ir þó til hlítar, oo#oo Hér á íslandi hefir það þótt prýði hverjum karlmanni að hafa skegg, en óvirðing í hinu að vera skegglaus, sbr. söguna um Njál. Nokkur orðtæki eru í málinu varðandi skegg, svo sem að „drepa skeggi einhvers staðar", sama sem að drukkna (sbr. menn sem fyrr og síðar hafa „drepið skeggi í Breiða fjörð“). Að „halda uppi skeggi“, þýðir afttir á moti að vera lifandi. Þá er og orðtakið: „Það sr ‘skömm skeggi, ef haka ein hlýtur að dansa“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.