Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Side 7
,SBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 Verkamaður verður lávarður Lord Amwell of Islington segir frá OERRA Brown“ lærir býsna „ * margt þegar hann verður „Lord Brown“, ýmislegt sem hann á að gera og ýmislegt sem hann á að láta ógert — og hjá hvaða mönn- um hann á að sneiða. Ég hefi orðið að ganga í gegn um þetta, því að ég var einu sinni réttur og sléttur blaðsali, en er nú orðinn aðalsmaður. Það er merki- leg staða, stundum dýrkeypt, en oftast erfið. „Langar þig til að fara upp stig- ann“, sagði Attlee forsætisráðherra við mig einu sinni í neðri deild þingsins árið 1947. Þannig mun venjan að leita hófanna hjá mönn- um hvort þeir vilji fá aðalstign. Ég fór heim til konu minnar til þess að ráðgast um við hana. Hún var mjög á báðum áttum eins og ég. Við vorum alls ekki viss um að okkur langaði til þess að verða „Lord and Lady“. En við urðum þó að lokum sammála um, að ég gæti ekki setið mikið lengur í neðri mál- stofunni, og það væri rétt að ég gæfi yngra manni kost á að verða þingmaður fyrir Islington. En þrátt fyrir það þyrfti ég ekki að hætta öllum afskiptum af stjórnmálum, svo, að ekki verður um villst. En það eru þessar lyndiseinkunnir sem menn verða að skilja og virða, þeg- ar um norræna samvinnu er að ræða. Með því móti verður tor- tryggni og ýmiskonar misskilningi rutt úr vegi. Og hví skyldu ekki óskaplíkir menn og þjóðir geta unnið saman, ef ekki er hangið í smámunum heldur gætt þess er mestu varðar, sameiginlegra hags- muna, réttlætis og bróðernis. Á. Ó. sem ég hafði nú stundað um nær 50 ára skeið, því að ef ég þæði titilinn, þá eignaðist ég um leið sæti í efri málstofunni. Ég sagði því „já“. Ég hygg að sömu ástæður hafi vakað fyrir öðrum þingmönn- um verkamannaflokksins, sem tek- ið hafa sæti í lávarðadeildinni. Ég fæddist rétt hjá Amwell Street í Amwellsókn, hjá New River, rétt á bak við Sadler’s Wells leikhúsið í Clerkenwell. New River rennur í gegn um Amwell í Her- forthskíri og þaðan í gegn um Islington. En Amwell er afbökun á nafninu „St. Anne’s Well“. En af þessum ástæðum valdi ég mér titil- inn „Lord Amwell of Islington“. Ekki hafði ég sagt neinum manni frá þessu, nema konu minni, því að slíkt á að fara mjög leynt. En undir eins og fregnin kom í blöðu.num, byrjaði síminn að hringja og heilla- óskaskeytin streymdu að. Einnig komu ein tvö bréf frá gömlum sam- herjum, sem ekki sögðust vera hrifnir af lávarðstign og litu svo á, að menn úr verkamannaflokknum ætti ekki að taka við slíkum nafn- bótum. Á eftir komu betlibréf hundruðum saman. Svo voru mér send kaupsýslu- bréf, þar sem mér voru boðin alls konar vín, vindlar, veiðimanna- fatnaður, rifflar og veiðistengur, dýrar skemmtiferðir og dýrir bílar. In nýbakaða „Lady Amwell“ fékk og sinn skerf, en henni voru líka send ýmis sýnishorn, svo sem af ilmvötnum. Ég fékk ekki nein sýn- ishorn. Ég varð ekki í miklum vandræð- um vegna nýa nafnsins, því að samherjar mínir heldu áfram að kalla mig Fred Montague. En mér fannst það óviðkunnanlegt og ankannalegt þegar búðarmenn sögðu: „Sjálfsagt, lávarður minn“, og þó enn verra er þeir sögðu: „Hér er betri tégund, lávarður minn“, og lögðu sérstaka áherzlu á titilinn. Við komumst skjótt að því, að ýmislegt af því, sem við þurftum að kaupa, kostaði nú talsvert meira en áður, meðan við vorum aðeins óbreyttir borgarar. Reikningar komu nú seinna en áður, því að lávarðar hafa víst gott lánstraust, en þegar reikningarnir komu svo, höfðu kaupmenn „smurt“ á þá eins og þeim fannst hæfa lávarði, og auðguðu þannig sjálfa sig. Brátt komst ég að því, að ætlast var til þess að við keyptum alltaf dýrustu sæti í samkomuhúsum og ferðuðumst alltaf á fyrsta farrými, enda þótt við hefðum ekki efni á því. Og það eru margir fátækir aðalsmenn til, enda þótt þeir fá- tækustu sitji ekki í lávarðadeild- inni. Þekki ég einn aðalsmann, sem er farandsölumaður fyrir fisk- kaupmann. Svo voru það fötin. Maður má ekki sýna sig í dökkum jakka. Mað- ur verður að eiga kjól, svo að hann geti borið heiðursmerki sín opin- berlega. Þetta er þó miklu verra fyrir konuna. Nú á hún heimtingu á því að vera vel til fara og klæðast mismunandi búningum við in ýmsu tækifæri. Því að nú er ætlast til þess að hún sé í forsæti í ýmsum samkvæmum og við kirkju-bazara,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.