Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Page 8
396 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS og ef hún er á ferðalagi á skipi, að þá sitji hún við hlið skipstjórans, sjálfri sér til skapraunar. Fáum dögum eftir að fréttin var birt, kom sendimaður stjórnarinn- ar til okkar með eldrauðan kassa, eitthvað tveggja feta langan. í þessum kassa var pergament vafið í stranga og á það letraðar nafn- bætur okkar, en undir var ið mikla græna innsigii, eitthvað 6 þuml- unga í þvermál. Maður hefir þenn- an kassa til sýnis nokkra daga, ef til vill viku, en þá er honum skotið upp á hyllu, og þar fær hann að dúsa og rykast þangað til sonurinn erfir hann. Þingmaður, sem setið hefir áskil- inn tíma í neðri málstofunni, en verður svo lávarður, getur fengið styrk úr sameiginlegum sjóði þing- manna (sem ekki er opinber sjóð- ur). En skilyrði til þess að hann fái þennan styrk, eru þau að hann hafi ekki meiri tekjur en 6 Sterl- ingspund og 5 skildinga á viku, og það má sannarlega ekki tæpara vera. Enda þótt inn nýi lávarður búi áfram í úthverfi, þá verður hann var við það- fyrst í stað, að kunn- ingjarnir í veitingahúsinu glápa á hann eins og naut á nývirki. Ég bað þá að kalla mig Fred framveg- is, en það var eins og þeir færi allir hjá sér fyrst í stað. Þó lagað- ist þetta þegar fram í sótti, og þá leið mér betur. Auðvitað verður nýr lávarður að fara á fund banka síns og breyta þar um nafn í bókunum. Ég veit ekki hvort bankar eru fúsari á yfirdrátt fyrir lávarða en aðra (ég hefi ekki þorað að eiga undir að reyna það), en eftir því sem sam- þingmenn mínir í lávarðadeildinni segja mér, verða lávarðar að greiða skuldir sínar rétt eins og aðrir menn. ð FINNBOGI GUÐMUNDSSON prófessor hefir nú látið af starfi sínu sem íslenzkukennari við háskólann í Manitoba. Þegar hann fór heim birtist kvæði þetta í vestanblöðunum. Það er að visu orkt nokkru íyrr. Höfundur þess er nú látinn og er þetta með seinni kvseðum hans. Lýsir það svo vel hug eldri kynslóðar íslendinga vestra til prófessorsins og þess menningarstarfs, er hann hafði með höndum, að rétt er að íslendingar hér heima kynnist því. Hinn rammefldi bogi hins röska Finns, sem réttsœlis örvunum miðar í íslenzkan huga, sem hefur því gleymt, er heyrir tii gæfu og írlðar, og heldur, að enskan sé eilif sói, en íslenzkan gangi til vlðar. En því geld ég, Finnbogi, þeirra skuU, er þyrstir í hijómskæra málið, að þú hefur opnað vorn Sögusjóð og sýnt oss vort fornhelga bálið, sem geymir þann innri eld í sér, er oft bræðir hjarta-stálið. Til hamlngju leiði þig hvert þitt spor i heimkynni Sögu-ljóma, þar sérhver ein þúfa og sund og hóJl á sagnir og halga dóma, en háfjöllin blasa mót sumarsól og söngfuglar dýrðina róma, Þú berð okkar kveðju til fagra Fróns, sem finnst þar sé staðurinn HEIMA, því þó að við landarnir festum hér fót, mun flesta til landsins vors dreyma, sem helgustu minjar og minninga brot i margskipta huganum geyma. Og farðu svo heill til heima-lands i heimkynnin gamal-kunnu, þar bíður þín hjartkær móðir mæt og marglr, sem fyrr þér unnu. Þá opnast sá hejmur, sem hjarta er kær, mót heilagri kærleiks sunnu. Þ. Þ. Þ. é—------------------------------------------«

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.