Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Blaðsíða 10
298 LESEÓK MORGUNBLAÐSINS Zebu-nautgriplrnir cru ólíkir öllum öðrum nautgripum, með stóran fitu- hnúð á herðakambi og skinnið í felling- um á hálsi og kviði. kýr, heldur er einnig reynt jafn- framt að fá kynblendinga, er þola bezt veðráttuna og önnur lífsskil- yrði á hverjum stað. Svo mikill munur er á veðráttu og gróðri í Suðurríkjunum og Norðurríkjun- um, að nautgripir, sem þrífast vel á öðrum staðnum, eru gagnslitlir á hinum. Hitinn í Suðurríkjunum á ekki við eðli sumra nautgripa og svo eru þar eitraðar flugur, sem geta orðið þeim að bana. Þess vegna datt mönnum í hug að kyn- blanda Hereford og Zebu, því að Hereford er stórt holdanaut, en flugurnar vinna ekkert á zebu. Hefir og árangurinn orðið sá að kynblendingarnir hafa erft eigin- leika beggja kynja. Þá þrífst og nautpeningur misjafnlega eftir því hvernig beitilandið er. Sumum kynjum þýðir t. d. ekki að beita á mýrar og flóa. En svo var það að vísindamaður nokkur uppgötvaði, að suður í Columbía og Suður Ameríku var sérstakt nautgripa- kyn, er þreifst ágætlega í flóum og íoræðum. Hann ætlaði að fá nokkra grip; keypta, en fekk ekki útflutn- ingsleyfi fyrir þá, því að bannað er að flytja kyn þetta úr landi. Þá fekk hann sæði úr nautum og flutti með sér til Bandaríkjanna og frjógvaði með því kýr af Hereford- stofni. Kynblendingarnir, sem út af þessu hafa komið virðast ætla að þoia vel hitann, uppgufunina og skordýrapláguna á flóasvæðinu í Karolina-ríki. Þetta er aðeins fátt af mörgu um kynblandanir. —★'— En svo er líka lögð mikil áherzla á að hreinrækta og bæta ýmis nautakyn, og er ekkert til þess sparað. Einkum eru það ensku nautakynin frá Hereford og Devon, og svo skozka kynið Angus. Kyn- bótanaut af þessum kynjum, eru dýrustu skepnurnar í Bandaríkjun- um. Má þar til sannindamerkis geta þess, að eitt Angusnaut var selt á 100.000 dollara, og Hereford- naut á 87.500 dollara. Menn munu nú halda að þetta nái ekki neinni átt, menn hafi aðeins keypt naut- in til þess að geta gortað af því á eftir, að þeir hefðu gefið hærra verð fyrir kynbótanaut sín en nokkur annar. En lítum á reynslu mannsins, sem keypti Hereford- nautið.' Rúmu ári eftir að hann keypti nautið, seldi hann fyrsta kálfinn undan því vikugamlan fyrir 7.500 dollara. Seinni seldi hann 47 kýr undan honum á upp- boði og var samanlagt verð þeirra 113.223 dollarar. Þannig margborga kynbæturnar kostnaðinn. Nautgripaeigendur hafa komizt að því, að kjötið af skepnunum er ekki eins gott ef þær eru teknar beint úr haga, eins og ef þær eru fitaðar áður en þeim er slátrað. Þess vegna hafa þúsundir fitunar- stöðva risið þar upp. Stærst þeirra mun vera fitunarstöðin í Warren Montford í Colorado. Þar eru 12.500 gripir teknir til fitunar í senn. Munu þetta og vera inir stærstu „nátthagar", sem til eru í heimi. Utan við þá er flæðiland og þar er ræktað alfalfa, sem gripun- um er gefið, en auk þess er þeim gefinn kornmatur. —k— Þá er að minnast nokkuð á sauð- fjárkynbæturnar. Það var áður sið- ur að láta ærnar bera á vorin. En nú eru menn horfnir frá þessu og láta þær bera í febrúar. Á haustin eru lömbin tekin í hús og stríðalin allan veturinn og seld til slátrunar á vorin. Þá er markaðsverð hærra, en menn segja, að þar sem nógur heyskapur er, þá borgi sig að ala lömbin vegna þess hvað þau leggja mig miklu meira á vorin. Þykjast þeir fá heyið margborgað, og svo hafi þeir þar að auki taðið undan þeim til áburðar. Það var skömmu fyrir aldamótin seinustu, að Alexander Graham Bell, sem fann upp talsímann, fór að hugsa um hvernig mætti hafa meiri arð af sauðfiárræktinni held- ur en verið hafði, og kom alveg nýtt ráð í hug. Hann einsetti sér að koma upp fjárstofni, þar sem ærnar væri tvílembdar og þrí- lembdar á hverju vori. Hann hugs- aði sem svo; Eftir því sem. dýr hafa fleiri spena, eftir því ala þau fleiri afkvæmi. Og hann hafði tekið Frh. á bls. 403

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.