Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Side 12
400 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í 2 stafg., fjalagólf í kórnum. Gluggar 3 og brotnar rúður. Enn var kk. endur- byggð á sama hátt 1780. En svo af timbri 1821 (12x8 áln. inni og 65/« áln. af gólfi til mænis. — Vigð 23. sept.). Þak tvöfalt, og „klukknaport“ fremst á þaki, 2 áln. á hæð. 1827 eru nefndir bekkir 6 á hvora hlið og gluggar tveir á hvoru gaflþili, en engir á hliðum. (Torfkk.lagið enn). 1857 er kk. „snot- urt timburhús", með tumi og i „bezta standi." — Þá er jörðin og kk. orðin bændaeign. (Seld 1838 t. 1041 rd.) ÚTSKÁLAR Sama eymdin nærri hálfa öld: 1779 kk. óþiljuð, 4 stg. á hvora hlið, stand- þil og bjórþil, fjalagólf í kórnum og gluggi tvísettur yfir altari. Endúrbyggð næsta ár, 1780 (8 stg.), þiljuð öll, með einfaldri súð, „þarf slagsúð utan yfir.“ (Hún var komin 1791). Fjalagólf að- eins i kórnum. Eftir 6 ár (1786), er kk. talin vera með brotum og mjög fúin. 1789: „Þarf að endurbyggjast, með timburveggjum í stað torfveggja og með tvöföldu þaki.“ Enn 1795 „fyrn- ist og eldist" sama kk. En 1800 er hún „nýbyggð öll af timbri“, með einfaldri súð, og „sinn hornskakkur gluggi hvorumegin altaris", með 6 rúðum hvor, og 4ra rúðu gl. yfir dyrum. Stærð kk. þá 20x8 áln. INNRI NJARÐVÍK Torfkk. er þar 1751 og eins 1780, þá alþiljuð, með standþili og bjór- þili. Sama er sagan 1800. Kk (6 stg.) Höggsperrur þá í kór (sem bendir á reisifjöl), og fjalagólf „mjög fúið og sumstaðar burtu.“ Gluggar með 4 rúðum, sinn hvorumegin altaris, og 2 rúður yfir prédikunarstól. 1827: „Skekkjun (kk.) ágerist, sömuleiðis fúinn í súðinni, en veggir eru fallnir og þakið farið að skemmast.“ Á næsta ári 1828 er þar byggð timb- urkk. KÁLFATJÖRN Enn er kk. þar 1822, með torf- veggjum og torfþaki. Stafir standa á steinum og eru þilin skæld, ásamt kk. allri. Endurbyggð var hún 1824, með torfveggjum en timburþaki, sem sókn- armenn gáfu til þess að losna við torfskurð og fluttning á þakið. En þá fór svo illa, að vatnið af þakinu rann inn á viði kk. að sunnanverðu. Vegna þess hefur hún orðið skammlíf og endingarlítil, því að 1854 er þar komin timburkk. Þó ekki betri en svo, 1851 er hún „tekin að hrörna." GARÐAR Breytingin er hægfara: 1656 (8 stg.), óþiljað fremsta stg. að norðanverðu. Fúin súð, standþil og bjórþil, gluggar tveir brotnir, 6 stólar fastir. 1678 (7 stg. „með kór“), og er þá alþiljuð torfkk. „Nú á þessu ári uppgerð og smíðuð." Sama kk. (?) 1715: „Kirkjan hallaðist mjög og er litt standandi bæði að viðum og veggjum. Prófastur- inn (Ól. Péturss.?) hefur látið gera útbrot að norðanverðu". 1751 (5+2 stg), með útbrotum, þiljuð við veggi (en stafir óþiljaðir — að venju — milli kk. og útbrota). Kórinn er þá nýbyggður, með bjórþili. „Slagþil" að framan. Kvenstólar 6 og 1 þeirra læst- ur. — En aðeins 1 langbekkur, þá sem oftar, fyrir karlmenn að sunnanverðu. Timburkk. er komin þar 1780 (9 stg.), með tvöfaldri súð að s. en einfaldri að n. og „slagþili á 3 vegu, með súðuð- um turni.“ (Líklega er þá einnig skar- súðaður norðurveggurinn). Fjalagólf var í kk. sjálfri en ekki i útbrotunum. Þá er og klukknaport lítið, framan við kk. — Sjálfsagt hefur kk. þessi — á stóra prófasta setrinu — verið nokkuð eldri en frá 1780, því að 1790 er henni gjörbreytt, útbrotin af tekin, en kk. lengd í staðinn. Lýsingin er svona, 1791: „Sjálf er hún sem að nýju upp- byggð, 12 stafg., öll af timbri, 4 glugg- ar á hvorum vegg með 6 rúðum hver, 9. glugginn á kórstafni og 10. yfir prédikunarstól, með 4 rúðum.“ Tvö- föld öll með fjalagólfi og helluþaki. BESSASTAÐIR Getið er áður timburkk. þeirrar er fauk þar, og torfkk. á eftir, (1620). En ekki 'finnst með vissu hvenær timb- urkk. rís þar fyrst upp aftur, þó mun það vera 1730, því þá er þar ný trékk., með útbrotum. Hitt sést að þessi kk. konungs og höfuðsmanna hans sjálfra, er í sífelldri vanhirðu og fjársníkjum til aðgerða. T. d. árin 1651, 1681, 1723 og 1750. Og gefa má spaugilega mynd af konungskirkju: 1678. „Kk. sjálf mjög lasleg og öngvanvegin embætíis- fær í stórviðrum.“ — 1751 er súð tvö- föld á s. hlið, einföid á n. hlið, og þá er kk. „gagnfúin" og ekki messu- fær vegna leka. „Víða fýkur inn um hana og á próíastur erfitt með að verja sakramentið." Eftir allar aðfundningar og aðgerða- basl, var loks ákveðið 23. apríl 1773, að byggja steinkirkju á Bessastöðum. En ekki varð ameriskur hraði við þá byggingu. Þegar á sama ári var þó byrjað á aðflutningi grjóts og verkið sjálft hafið um 1777. En eftir 9 ár, 1786, er ekki hærra múrverkið en rétt uppfyrir gluggana, og ekki betur útlítandi en Levetzow stiftamtmaður lýsir því: Þessi 9 ára steinkk.bygging er nú mjög hrunin („ganske forfald- en“). Og timburkirkjuna, sem þá hékk enn uppi, segir hann svo fúna og ónýta að fólkið hræðist hana og býst við að presturinn afsegi að messa i henni, svo mjög sem hún leki og blási inn um hana. — Eftir þetta hefur liðið næstum áratugur áður en steinkirkjan varð messufær. Þá var stöpullinn þó ekki nema hálfgerður, og ekki iokið fyrr en 1823, eftir hálfa öld frá upp- hafinu. — Steinkirkjan var svo stór, að trékk. gamla stóð í tóft hennar, seg- ir Hannes biskup. REYKJAVÍK Árið 1678, er óþiljað 1 stg. að s. Stól- ar eru 8 að n., 4 að s. —• Þá er komin klukka ný, sem Ólafur Eyjólfsson lagði til kk. fyrir 3 kvígildi. Biskup (F. J.) samþykkti þetta fyrir sitt leyti, með því að prestur fengi sína árlegu rentu af kvígildunum. — 1703. Enn er sama stafg. óþiljað. Altarið er þá nýtt og prédikunarstóllinn, málað bæði og „vel sæmilegt." 1751. Torfkk. enn, með standþili og bjórþili. Veggir og gafl- hlað bilað. 1758 (9 stg.) Súðin fúin o. fl. „Moldir kk. eru allar gamlar, svo húsið er hvorki að viðum né veggjum vel stæðilegt.“ 1769 (12 stfgJEr þá nýbúið að bæta kór (3 stfg.) við kk., úr timbri, en kk. sjálf er slík sem áður. í kórnum eru bekkir, ófóðraðir og „1 sæti fyrir 2 menn með bekk, bakslá og pílúrum undir. Að sunnanv^rðu er afþiljað sæti, með lítilli hurð á járn- um, 2 bekkjarfjalir fóðraðar ofan með rauðu klæði.“ Útidyr voru á kórnum á norðurhlið (fyrir höfðingjana í fínu sætin). í framkk. var umbúnaður bekkjanna innstu, á báðar hliðar, á sama hátt og í kórnum. Og þar að auki 16 bekkir að n. og 14 að s. með bríkum og bakslám fyrir alþýðuna. „Þessi partur hússins (aðalkk. öll) er fúinn og fordjarfaður og að falli kominn.“ Þykir ekki embættisfær. — Smiðir áætluðu þá, að til endurbygg- ingar kk. úr timbri, þyrfti 50 tré, 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.