Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 401 og 18 álna, 430 borð (5 og 6 áln.T), tjöru 4 tunnur, vaðmál 180 álnir „í skarleppa“ (undir lista) og 6000 nagla, 4 og 5 þml. Áætlað að þetta kostaði 53 hundr. 73 fiska. En kirkjusjóður var þá 32 h. Eftir þessum bréfum hlýtur kirkjan í höfuðstað landsins að hafa verið byggð öll úr timbri 1770, eða um það bil. Timburhús er hún 1780, með tvö- földu þaki. — Stóð hún þá enn í gamla kirkjugarðinum, á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis, þar sem nú er trjágarð- urinn. — í garði þeim hlýtur að hafa verið jarðað fram á árið 1837 (eða lengur), því „Nýi kirkjugarðurinn á Melunum", var vígður og jarðað þar fyrsta líkið 23. nóv. 1837. Árin 1789—96, er svo verið að byggja steinkirkjuna, þar sem hún er nú (þá rétt við tjörnina). Þá var kirkjan ein hæð með lofti og ljótum turni. En er hækkuð og prýdd innan og utan, með lögulegri turni 1848, sem þó varð snotrari við aðgerð síðar. NES Torfkirkja er þar 1780, þó alþiljuð og íjalagólf í henni að mestu leyti. En nokkru siðar hefur hún verið byggð úr timbri. 1785, er kk. talin ný öll af timbri, og lýst er henni 1791 þannig: Súðin einföld, en veggir tvöfaldir. Gluggar tveir á hvora hlið i kórnum og „hvor uppyfir öðrum, af 9 rúðum hver,“ vegnk þess að prédikunarstóll- inn var yfir altarinu, „málaður og gylltur, með himni yfir. Gefinn af Otto Ingjaldssyni." 1798 er kk. enn talin nýleg og stand- andi á „steingrunni". — Og rétt áður, 26. maí 1797, hafði konungur bruggað henni banaráð og dæmdi sóknina til dómkk. (eins og í Engey 1765 og Laug- arnes 1794). Neskk. var þó ekki rifin þá þegar, en þau urðu örlög hennar, að hún fauk í „Básendaveðrinu mikla“ 9. jan. 1799. — Neskk. hafði séð fífil sinn íegri í katólskum sið (1397) með- an hún átti 14 kýr og 60 ær. Svo og innan kk.: líkneski, messuklæði 6 manna, 5 altarisklæði, 3 silfurkaleika, silfurker, og annað eftir þessu. En á 18. öld (1755), átti kk. enga kvika skepnu og sjálísagt engan hlut af sín- um dýrustu forngripum. Bærinn í Nesi, kirkjan og grafreit- urinn hefur á fyrri öldum verið á Suð-. urnesinu, svokallaða, og sennilega stórt tún líka, sem nú er mest allt í sjó- inn komið. Talið er, að eigi allt fyrir löngu, hafi sést leifar af grafreit eða kk.garði suðaustast á Suðureyjunni. En því miður skortir allar skýrslur um eyðilegging þar og flutning bæarins, svo langt er síðan. (Og ekki er að því vikið einu orði í Jarðabók Á. M. 1703). VIÐEY Komin var kk. í Viðey á 12. öld (Líka í Laugarnesi, en í Engey fyrst 1379). Óvíst er nú hvort timburkk. hef- ur nokkurntíma verið í Viðey, en vel er það hugsanlegt einhverntíma á meira en 3 öldum, er klaustrið auðuga var þar. — Stofnað af Magnúsi biskupi og Þorvaldi í Hruna 1226, og stóð fram undir miðja 16. öld. En fáskrúðug hef- ur kk. þessi jafnan verið, allt frá ráni konungs fulltrúa, Diðriks van Minden, á hvítasunnumorgun 1539. Og 1703 er hún ekki veglegri en svona: „Óþiljuð utan gegn“. Súðin mjög fúin; gallað þil og veggir. Gólf í kór, stólar 8+4. Þegar Skúli fógeti kom í Viðey (1754), þá er kirkjan ekki betri. Lét hann sýslumann (Guðm. Run.) oft skoða kirkjuna, og set eg hér ágrip úr frum- skýrslu þeirra, 1753 (Þjóðskjs. A 152): Kirkjan sjálf 3 stg. Allt að verða íúið og fordjarfað „og styttur tvær undir bitum innanvið stafina að sunnan- verðu, lítið skárra að n. í suðurhlið súð- ar eru 11 borða-umför „aldeilis graut- fúin og víðast burtfallin .... Allar þiljur þeim megin úr fallnar, nema fáeinar smáfjalir undir þverslá ....“. „Standþilið upp í gegn mjög gisið og fúið, vindskeiðar brotnar burt, undir- stokkar gagnfordjarfaðir, hurð og dyrastafir líka. Hurðajárnin ryð- brunnin og lítt nýt, skráin biluð og lykilslaus .... Kórinn 2 stg....fún- ir stafir, bitar og sperrur, það sem eft- ir er af súðinni hangir niður, graut- fúið. Standþil á kórbaki gamalt, gisið og grautfúið að neðanverðu, þiljur fún- ar og flestar íarnar.“ Gluggar 2 með 6 rúðum hvor — brotnar — og 3 farnar alveg úr öðrum. „Altarið er brotið, burtfallið að mestu og aldeilis ónýtt. Prédikunarstóll gamall, vesældarleg- ur, prestinum örðugur og of þröngur, óbrúkanlegur." Veggir liggja við hruni bæði innan og utan. Þakið sligað og ónýtt. Og húsið er allt gengið úr skorðum .... „með óþægðar ofan- göngu, og í einu orði að segja: Til heilagrar guðsþjónustu í allan máta ósæmilegt og óbrúkandi.“ — Svona vegleg var þá þessi konungskirkja á miðri 18. öld. (Eina húsið, sem þá var talið tilheyra kk. sérstaklega, var fjós fyrir 34 gripi. Og ekki var það minna fúið eða betra, að sínu leyti en kirkjan. „Óbrúkandi fyrir menn og skepnur"). Skúli fógeti var nú ekki svo kot- unglega sinnaður, að líða með ánægju annað eins endemi. En ekki var bráð- hlaupið að fullri endurbót kirkjunn- ar. íbúðarbyggingin „Viðeyjarstofan1* úr steini, stóð í vegi fyrir kk. fyrstu árin. Rúm 20 ár varð Skúli að bíða eftir steinkk. En þá er hún var full- gerð, lýsir Björn Markússon lögm. m. fl. mönnum kk. á þessa leið í aðal atriðum, 22. ágúst 1774. (Þskjs. A 152): Kirkjan er byggð úr íslenzku grjóti, múruðu, 15x12 áln. og 6 áln. undir loft, þar yfir 5% áln. Grundmúr grafinn niður 2’í—3 áln. Gaflveggir frá jörð 9 áln. 19 þml. Veggja þykkt 1 al. og 6—20 þml. Gluggar 3 stórir á hverja hlið. Þakið einfalt, að hálfu úr plönkum, en góðum borðum að hálfu leyti, þéttað og tjargað og málað rauðbrúnt. Vindhani (,,Flöy“) úr kop- ar, á járnstöng með koparhúna efst. Vandað er allt og málað inni. — Með konungsbréfi, 5. sept. 1848, var skipað að Viðeyjarkk. legðist til Mosfellskk., með skyldu til að messa í Viðey 10. hvern helgidag. En áður, um langt skeið, fylgdi kk. þessi Seltj. þingum, með messukvöð 6 hv. helgidag. GUFUNES Þar var kk. „Nýlegt timburhús, snoturt í bezta standi“ 1857. Og mun vera fyrsta timburkk. þar. — Aflögð var hún með landshöfðingjabréfi 21. sept. 1886, og sóknin lögð til Lága- fells. Lítil var kk. þessi og turnlaus. En nokkur ár drógst það að hún væri rifin. MOSFELL Nýbyggð var kk. þar að viðum og veggjum 1780 (7 stg.), alþiljuð og þil á stöfnum. Stólar nokkrir og einn þeirra með fjalagólfi. 1793. Dyrastafur svo fúinn að kk.hurðin verður varla látin aftur. Fleiri gallar.. 1804. Húsið undir bráðum skaða, af því að undir- trén eru grautfúin. Húsið er og „gegn- sligað og allt úr lagi gengið", þiljur, stólar o. fl. — 1822. „Stafir standa á steinum", er skekkjast „svo þiljur ganga úr grópum“ og „húsið farið að snarast til suður hliðar. Norðurveggur fallinn og þakið mikið hlálcgt."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.