Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ð23 Cnemma á árinu 1792 gekk landfarsótt skæð um Snæ- /ellsnes og lagði fjölda manns í gröfina. Ur henni dó þá Jón sýslu- maður Arnórsson. Og hvernig sem því hefir nú verið farið, þá vai Finnur Jónsson settur þar sýslu- maður. Þarf varla að efa, að frænd- ur hans hafa átt þar hlut að og vonað að hann mundi verða ráð- settari er hann tæki við embætti og þeirri ábyrgð, sem því fylgdi. Snæfellssýsla var þá með lélegri sýslum á landinu, því að Stapaum- boð og ýmis önnur fríðindi höfðu verið tekin af Jóni Arnórssyni og fengin í hendur Stefáni Scheving i Ingjaldshóli. En Finni þótti sýsl- «n góð, því að hann fekk miklar tekjur af inum ipörgu dánarbúum og auk þess skatt af hverjum lausa- manni, en þeir voru þar margir. Helt hann að þessar tekjur mundu alltaf haldast. Honum varð því ekki hlýtt í namsi, er Jón Espólín kemur út um sumarið með veitingarbréf fyrir sýslunni. Lét hann þó ekki á því bera, en gerði Espolín ýmsan óleilc, svo að fullkomin óvild kom upp milli þeirra. Finnur var þó ekki settur út á gaddinn, því að nú var hann settur sýslumaður í Borgar- fjarðarsýslu sunnan Hvítár, og fluttist að Reykholti til séra Eiríks mágs síns. Árið eftir sótti hann svo um Borgarfjarðarsýslu með 40 rdl. afgjaldi á ári. Margrét móðir hans hljóp þá enn einu sinni undir bagga með honum og veðsetti 15 hndr. í eignarjörð sinni Þorsteins- jtöðum í Tungusveit, til tryggingar srgjaldinu. Fekk Finnur þá góð meðmæli hjá Ólafi Stefánssyni amtmanni, og var honum veitt íýslan árið eftir. Árið 1795 náði Finnur ábúð á Bæ og fluttist þangað. Réði hann þá til sín ráðskonu, Úlfdísi Jónsdóttur ísleifssonar á Botni í Hvalfirði. Var hún gjörfuleg kona og fríð sýnum, en talin lauslát og drykkfelld. Lagðist brátt illur orðróniur á um sambúð þeirra, og kvað svo ramt að því, að Finnur varð að senda hana að Leirá, undir því yfirskyni að hún fengi þar menntun, en ráð- inn var hann í því að eiga hana, þótt það væri systur hans þvert um geð. Ekki kunni Finnur við sig í Borg- arfjarðarsýslu. Saknaði hann alltaf þess hve miklar tekjur hann hafði haft í Snæfellsnessýslu og linnti ekki látum við Espólín um að þeir hefði sýsluskifti. Varð það úr að Espólín lét undan. Og áður en skift- in færi fram, giftu þeir sig báðir samtímis og var boð inni að Leirá hjá Magnúsi Stephensen. Finnur fór svo vestur og fór að búa á Sveinsstöðum með konu sinni. Varð mikil óregla á heimili þeirra, því að þau drukku bæði. Ekki var sýsl- an heldur eins góð nú og Finnur hafði haldið, og öll embættisverk gengu honum heldur slysalega, og engir fengu staðizt dómar hans, enda var maðurinn ekki vel að sér í lögum. Miklar viðsjár voru með þeim Espólín um hríð. Þótti Espólín hann undirhyggjufullur og rægja sig á hærri stöðum. Kvað hann þá eitt sinn um hann þessa vísu: Illt sér temur öðrum fremur, engla gremur, djöflum ann, Finnur kemur, flærðir semur, fjandinn lemur áfram hann. En svo var það eitt sinn er þeir komu af þingi og riðu margir sam- an vestur yfir Botnsheiði og þar á meðal þeir Stephensensbræður, Stefán á Hvanneyri og Björn á Hvítárvöllum, að orðahnippingar urðu með þeim sýslumönnum og sló í fullkomið kappmæli með þeim. Riðu þá Stephensensbræður á undan, því að þeir hirtu lítt þótt sýslumennirnir væri að kljást. Finnur var meðalmaður á vöxt, og nokkuð reigingslegur, en Espólín var heljarmenni að burðum. Er þá sagt að svo færi leikar með þeim, að Espólín leysti niður um Finn og hýddi hann. En er þeir komu að Leirá, bað Finnur hann skriflega fyrirgefningar á ósönnum ákærum, og áttu þeir þá að heita sáttir á yfirborðinu. Ceint á árinu 1800 sendi séra Jón Ásgeirsson í Stapatúni Geir Vídalín biskupi kæru á hendur Finni sýslumanni. Seg- ir prestur að hann komi mjög sjaldan til kirkju, en þegar hann komi, þá hafi hann í frammi heimskulegt drykkjuskapar látæði og þvætting, og einnig þá hann gangi til altaris. Biskup ritaði Finni um hæl og áminnti hann harðlega um að bæta ráð sitt, ella kvaðst biskup mundu skýra kansellí frá þessu, en það muni þá refsa hon- um maklega. Jafnframf skrifar biskup séra Jóni og varar hann við að taka sýslumann til altaris drukkinn, enda þótt hann kynni að óska þess. En svo er að sjá, að kona sýslumanns hafi ekki verið betri en hann, ef marka má vísu þá, er séra Páll skáldi kvað ura hana: i/ Varla lúin blóma bar, ) baga óslakan henti, > Úlfdís frúin ölvuð var, upp spjó sakramenti. •Páll réðist skrifari hjá Finni árið 1801. Fór Finnur þá enn til Kaup- mannahafnar og var þar heilt ár, en Páll mun hafa gegnt sýslustörf- um á meðan. En ekki varð skiln- aður þeirra vingjarnlegri en svo, að Páll orkti langt níðkvæði um Finn og kallaði „Passíusálm“. Nokkru eftir að Finnur kom heim aftur, fór hann að bekkjasi til við Stefán Skeving, líklega út af því að honum hefir leikið öfund á því hve miklar tekjur hann hafði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.