Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Qupperneq 8
S24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS j-a&mi ^iaííáinó t fjallsins djúpa faðml, þar beið mín hús með fagnandi vinum á heiðríkum sumardegi. Hve fagurt að horfa til fjallsins af alfaravegi með fannir við efstu brún, en neðra blómskrýddar brekkur og grösug tún. £g skynjaði seiðmagn fjallsins með blágrýtisbelti, brúnir þungar og svipmikið ennl. í hljóði töluðu gnúpar og gljúfur. Frá hamraveggjum, auðn og iðgrænum hvömmum andaði magnþrungnu ljóði. En efra — þó oftast í hvarfi — svífur tindurinn, vörður hins volduga fjails og táknmynd: að tilvcru baki föðurleg forsjón alls. Á bænum var tjaldað því bezta í föngum og sniði, sem islenzk gestrisnl ói. Búandinn traustur í öiiu sem íslenzkur drangur, húsfreyjan hússins sól. Blandaðist orðræðum, hlátrum og ljóðalcstri lækjarins niður, er drifhvítur hoppar á steinum gáskafullur og iðandi — ýmist í leynum eða af bergstöllum svimandi langstökk hann tekur. — Þó er söngur hans sAandi og hjartanu vekur samleik fjarskyldra keuda. Hlíðin angaði. Hvammanna dúnmjúka ílos veitti hvíld þennan sólríka dag. Ég skynjaði jarðar unað og brekkunnar bros í blágresi og mjaðurtar þokka. Og jafnvel urðin fann ásækinn vökudraum rætast, því ungur gullkollur lagði þar vanga sinn að hennar brjósti og drakk sína dýra veig , i djúpandi værð með höfuðsveig gullinna lokka. t’tsýnið heillaði. Augað fékk notið margs. Andstæður: gnæfandi tindar og víðfeðma sær léku á hugans langspil ómþýða stefju. Flötur hafsins bllkaði bjartur og skær. Berg í fjöru, annes, víkur og sker urðu listrænt ívaf í bláum vef, stefjunnar milda stef. Dagsól lækkaði heiðskírum himni á. Heimleiðis ók ég góðvinum mínum frá. Fjarlægðist fjallið kæra — Esjan blá. 12. ág. ’56. EINAR M. JÓNSSON af umboðinu og öðrum fríðindum þar í sýslunni. Kom svo, að hann lét menn kæra Stefán, en hafði ekkert upp úr því nema óvirðingu og fjárhagslegt tjón. Var þá og svo komið að hann var í mestu krögg- urn og kominn í 1000 rdl. skuld við konungsfjárhirslu. Komu og fram á hann ýmsar kærur, svo að Trampe greifi setti hann frá emb- ætti 27. nóv. 1804. Var þá Ebenezer Þorsteinsson settur sýslumaður þar og átti að rannsaka gerðir Finns. En eitthvað hefir það gengið erfið- lega, því að ári seinna getur Trampe þess í bréfi, að Ebenezer eigi við mikla örðugleika að etja og hafi orðið fyrir „persónulegum skömmum og áreitni af þessum drykkjusvallara og inni álíka drykkfelldu konu hans“. Málaferhn stóðu yfir í rúm tvö ár og lauk með því að Finnur var dæmdur frá embætti. Flosnaði hann svo upp vorið 1807. Voru all- ar eignir hans teknar lögnámi og boðnar upp, en andvirði þeirra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.