Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1958, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1958, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 543 Baóherfaergi voru ekki til fyrir 50 árum er því varla sjón að sjá hann leng- ur. Og það er skiljanlegt að hans væri ekki leitað á þessum stað. Nú vita menn hvar hann er og mætti þá verja hann frekari skemmdum, enda er kolageymslan ekki notuð til neins. ----o---- 1 sambandi við þetta skal eg geta þess, að tvennum sögum fer um það, hver höggvið hafi grágrýtis- súlurnar í lessal Landsbókasafns- ins. Eg sagði í greininni um Lands- bókasafnshúsið, að þær væri handa -verk Guðna Egilssonar frá Minna- Mosfelli. Þóttist eg hafa fyrir því góðar heimildir. Skömmu áður en Guðni andað- ist kom hann eitthvert sinn upp í safr.ahús, hitti þar Harald Péturs- son umsjónarmann hússins, og spurði hvort hann mætti ekki líta á þessar súlur, handaverk sín. Varð þetta ekki skilið á annan veg en þann, að hann teldi þessar súlur mestu meistarasmíð sína, og lang- aði til að líta á þær einu sinni enn áður en ævinni lyki. Eg átti og tal við dóttur hans og sagði hún mér svo frá, að hún myndi vel eftir því þegar faðir sinn hefði verið að höggva þessar súlur, þótt hún væri þá barn að aldri, og hefði hún oft komið í skúrinn þar sem hann vann að þessu. En í ritgerðinni „Húsagerð á ís- landi“ í Iðnsögu íslands, segir Guðmundur prófessor Hannesson að Guðni Hreiðar Þorkelsson hafi höggvið súlurnar. Guðni sá hafði numið steinsmíði hjá Júlíus Schou, og vann seinna hjá Magnúsi Guðna -syni legsteinasmið. Eg spurði Magnús Guðnason um þetta, en hann kvaðst ekki geta munað það. Þá leitaði eg til Páls Magnússonar járnsmiðs, sem smíðaði stigahand- riðin í safnahúsinu, en hann kvaðst ekki hafa fylgst neitt með því sem starfsmenn í öðrum iðngreinum unnu þarna. Þá hitti eg að máli ARIÐ 1895 var stofnað Baðhúsfélag í Reykjavík og kom það é fót baðhúsi fyrir almenning í húsi Landsprent- smiðjunnar (nú Aðalstræti 9). Þá þekktist það ekki að baðherbergi væri í íbúðarhúsum. En baðhús þetta reynd- ist ærið ófullkomið og var ekki rekið nema nokkur ár. Árið 1907 birtist svo eftirfarandi aug -lýsing í pésa nokkrum: — Böð hafa frá alda öðli verið talin hin mesta heilsubót og nú á tímum telja læknar þau hverjum manni lífs- nauðsyn. Til að bæta úr þeim baðhússkorti, sem hér er, hefir pöntunarfélagið Gull- foss fengið einkasölu á baðáhöldum frá einhverju hinu stærsta og merki- legasta heilsubótarverki Norðurálf- unnar, Moosdorf & Hachhousler, Berlín. Nú getur það útvegað öllum almenn- ingi og baðhúsum allar tegundir af bað -áhöldum eftir nýustu tízku og með ný- ustu gerð. í einu og sama baðkeri má t. d. fá öldubað, regnbað, fullbað, barna -bað, setbað og eimsvitabað (þegar settur er á eimútbúnaður). Þetta ker fæst af þremur stærðum á kr. 37.80, 41.40 og 43.20. Mikið úrval af steypibaðsáhöldum Óla Ásmundsson múrarameistara, sem vann ungur við safnahúsið, og fullyrti hann, að Guðni Hreiðar Þorkelsson hefði höggvið súlurnar. Sigurður Björnsson brúarsmið- ur sagði mér, að fleiri en einn hefði unnið að súlnasmíðinni. Hefði þeir haft bækistöð sína í sérstökum skúr, sem reistur var handa þeim þar á lóðinni, en hefði verið heimaríkir og ekki viljað hleypa öðrum inn í skúrinn. Óttuðust þeir að aðkomumenn mundu ekki fara nógu varlega, svo vera mætti að eitthvað kvarnaðist út úr egg- hvössum brúnum súlnanna og smíðin gæti eyðilagzt. Út af þessu finnst mér nú líklegt að þeir nafnarnir, Guðni Egilsson og ýfirhöfuð öllum tegundum af bað- áhöldum -og baðumbúnaði, þvottaborð- um, stólum og öllum þeim hlutum, sem með þarf í baðherbergi, hvort sem er heimabað eða fullkomnasta baðhús. öll áhöldin eru traust og áferðar- falleg. Verðið getur ekki verið lægra, því verksmiðjan gerir sér allt far um að létta almenningi kaupin. Reykjavík, Templarasundi 3 (heima kl. 2—3) Einar Gunnarsson. og Guðni Hreiðar Þorkelsson, hafi búðir unnið að smíði súlnanna. Á. Ó. Þeir voru saman í veizlu C. E. Stuart varabiskup í Worchester á Englandi og Thomas Reed biskup í Adelaide í Ástralíu. Enski biskupinn átti að mæla fyrir minni Ástralíumanna, og hann fann þeim það til ágætis að forfeður þeirra hefði verið valdir af hinum dóm- bærustu mönnum í Englandi til þes« að nema hið nýa land. 1 svarræðu sinni gat ástralski biskup- inn þess, að þegar hann hefði sagt ung- um vini sínum frá því að hann ætlaði til Englands, hefði pilturinn orðið skelfdur og sagt: — Þangað vildi eg ekki fara, því að þaðan komu allir glæpamennirnk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.