Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1958, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1958, Side 12
548 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Við hátt hitastig jónast öll efni — þ. e., þau verða rafmögnuð. í návist segulsviðs fylgja þessar jónuðu ör- eindir segulkraftlínunum. Á þessu byggist það, að hægt er að búa til undarlegt og óefniskennt segulhylki, sem getur geymt eldsneytið við hæsta hitastig. Það virðist vera ótrúlegt, að hægt sé að búa til slíkt hylki, en þó er það ekki ómögulegt. Rannsóknir, sem hing- að til hafa verið gerðar, benda til þess, að einhvern tíma í framtíðinni, ef til vill í náinni framtíð, verði hægt að leysa þetta vandamál. Eg geri því ráð fyrir, að árið 2000 verði kjarnaklofnun orðin aðalorkugjafinn í iðnaði, en ekki kjarnasamruni. Vetnisorkan Kjarnasamruni hefir einn stóran kost. Hráefnið, sem hann byggist á, er ódýrt og svo að segja óþrjótandi. Það er þungt vetni. Eitt af hverjum 5,000 vetnisatómum er „þungt“, og þar af leiðandi er hægt að nota það í þessum tilgangi. í hafinu eru ógrynnin öll af vetni, og er því nægilegt eldsneyti þar fyrir marga milljarða af fólki til margra milljóna ára. Tölur í þessu sambandi eru hærri en menn geta gert sér grein fyrir, og því eru allir út- reikningar tilgangslausir. Eg efast ekki um, að einhvern tíma í framtíðinni verði orka tiltölulega ódýrari og meira af henni en nú, og hún verður án efa fáanleg um allan heim. Kjarnasamruni er aðeins einn af mörgum möguleikum, en hugarflug mitt nægir ekki til þess að eg geti gizkað á, hvaða aðrar leiðir hægt verð- ur að fara til þess að sjá afkomendum okkar fyrir orku. Af öllum þeim spádómum, sem gerðir hafa verið langt fram í tímann í þessu efni, er ekki ósennilegt, að kenning Malthusar sé trúlegust og jafn- framt ónákvæmust. Fyrir um 150 árum spáði hann því, að tala jarðarbúa myndi aukast hraðar en matvælabirgðirnar. Síðan hann kunngjörði þennan ófagra spádóm, hefir fólksfjölgunin í heimin- um haldið áfram að stíga jafnt og þétt — og jafnframt hefir lífsafkoma manna í flestum hlutum heims farið batnandi. Það er satt,- að aðstæðurnar eru hörmulegar í mörgum löndum, en jafnvel þar sem lífsbaráttan er erfið, rís nú fólk upp og mótmælir, ekki vegna þess að það muni fífil sinn fegri, heldur vegna þess að það gerir hærri Forfeðradýrkun SVO segir í Ynglingasögu, að Óðinn varð sóttdauður í Svíþjóð, lét áður marka sig geirsoddi og eignaði sér alla vopndauða menn. Kvað hann sig fara mundu til Goðheima og fagna þar vin- um sínum. Nú hugðu Svíar að hann væri kominn í hinn forna Ásgarð og mundi þar lifa að eilífu. Hófst þá að nýu átrúnaður við Óðin og áheit. Óðinn var brenndur dauður og var sú brenna allvegleg, en það var trú manna, að því hærra sem reykinn lagði í loft upp, því háleitari væri sá í himn- inum, er brennuna átti, og þess auðg- ari, sem meira fé brann með honum. Þegar Freyr var dauður og enn helzt ár og friður, trúðu Svíar þvi að svo mundi vera meðan Freyr væri á Sví- þjóð, og vildu eigi brenna hann, og kölluðu hann veraldargoð og blótuðu mest til ars og friðar síðan. Hér er um að ræða forfeðradýrkun og helzt hún enn í heiminum víða og er talin meðal höfuðtrúarbragða mann- kynsins. Grundvöllur þessarar trúar er sá, að maðurinn sé ódauðlegur, en verði miklu voldugri eftir dauðann heldur en hann var hér á jörð. Hann heldur þá verndarhendi sinni yfir sínum mönnum. Óvíða mun þessi trú vera jafn rót- gróin eins og í Kína, enda hefir hún verið þar um aldir og sett sinn svip á hugsunarhátt og breytni manna. Það var vegna hennar að Kínverjar dróg- ust aftur úr og henni er um það kennt að þjóðin fleygði sér í faðm kommún- ismans. Japanar fengu þessa trú frá Kína og kallast hún þar Shinto. En þar varð hún til þess að auka metnað og ættardramb, er varð til þess að Japan gerðist herveldi, o& hefir heimurinn fengið að súpa seyðið af því. Forfeðradýrkunin birtist í mörgum myndum. Það er til dæmis enn siður sums staðar í Indónesíu, þegar lang- vinnir þurkar hafa gengið, að fólk fjöl- kröfur til framtíðarinnar — og það veit, að kröfur þess eru raunhæfar. Frjósemi mannkynsins er án efa mikil, en hingað til hefir mannlegt hugvit reynzt meira. Mig grunar, að þegar öll kurl koma til grafar, þá verði það ekki hráefnaskortur, sem verður til þess að takmarka íbúafjölda jarðar- innar, heldur verði það geta mannanna til þess að þola návist hver annars. mennir til grafar einhvers fyrverandi höfðingja, skvettir vatni á hana og sær- ir anda hins framliðna að senda regn, svo ekki verði hungursneyð í landinu. Víða er það meðal frumstæðra þjóða, að menn halda að andi framlið- ins taki sér bústað í einhverju ákveðnu tré. Þetta tré verður þá heilagt og því eru færðar fórnir og matgjafir. Þetta er enn algengt meðal frumbyggja Ástralíu, Kóreumanna, Filipseyinga og Svertingja í vestanverðri Afríku. Þessi helgu tré má ekki með neinu móti fella, af því ætti að hljótast hin stórkostleg- ustu óhöpp, því að andinn verður reið- ur ef hann missir bústað sinn. Á Santa Cruz er það siður þegar höfðingi deyr, að staur er reistur inni í húsi hans, og ofan á staurinn er sett mannshöfuð, annaðhvort úr tré eða leir, og á þetta að tákna anda hins framliðna. Þessari ímynd höfðingjans eru svo færðar fórnir við öll möguleg tækifæri. Ef menn eru í sjávarháska þá er borin fram fórn til að blíðka skap hins framliðna. Þegar sáð er í akra, eru færðar fórnir til þess að uppskeran verði góð. Og þakkarfórnir eru færðar, þegar einhver sjúklingur nær heilsu aftur. HAUSTAR AÐ Senn kemur haust. Svanirnir kvaka nú dapurri raust. Syngja þeir saknaðarrómi sofnuðu blómi. Fegursta blóm fellur og bíður sinn örlagadóm. Offrað er sumarsins yndi ísköldum vindi. Dimmir í heim. Dólgslega vindarnir þjóta um geim. — Fölnuð og fallin við ósinn fegursta rósin. Lækkar nú sól. Líður að vetri og fennir í skjól. Fuglarnir fljúga að vanda til fjarlægra stranda. Fugl, þú sem fer í fjarlægar álfur, berðu frá mér kveðju, um loftvegu ljósa, ljúflingi rósa. PÉTUR ÁSMUNDSSON.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.