Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1958, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1958, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 551 líkara en að hún mundi hrynja þá og þegar. En yfir brúna varð Kate að komast, það var eina leiðin til Moing- ona. Hún bað guð innilega að hjálpa sér yfir brúna, svo að hún kæmist nógu snemma til Moingona til þess að að- vara hraðlestina. Brúin var 700 fet á lengd. Kate lagði út á hana. Brúin riðaði og skalf undir fótum hennar og í svartnættismyrkrinu heyrði hún org og sog í trylltum vatns- flaumnum. Hún þorði ekki að líta nið- ur fyrir sig, en horfði beint fram í átt- ina til Moingona, sem er skammt frá brúnni. En er hún var komin miðja vega, kom sviftibylur og hreif ljós- kerið úr höndum hennar og feykti því út í ána. Varð hún nú að klöngrast áfram í kolsvarta myrkri, nema hvað eldingarnar brugðu við og við upp skærri birtu. Kate sá nú þann kost vænstan að skríða og þreifa sig áfram með hand- riði brúarinnar. Við ljós einnar eld- ingarinnar sá hún nú hvar risavaxið tré, sem stormurinn hafði rifið upp með rotum, kom á fleygiferð niður fljótið. Hún greip þá báðum höndum um handriðið og helt sér dauðahaldi og beið eftir árekstrinum. Höggið kom rétt á eftir og var svo þungt að brúin lék á reiðiskjálfi. Og svo fylgdi hoi- skefla, sem kastaði trénu yfir brúna. En brúin helt og Kate helt sér fast. Hún var dösuð eftir þetta, en eftir nokkra stund helt hún þó áfram. í Moingona var kominn fjöldi fólks, sem hafði flúið undan vatnsflóðinu. Menn töluðu ekki um annað en flóðið og ofviðrið og hvenær því mundi létta. Ike Fansler, stöðvarstjórinn, var orð inn hálfórólegur út af vagninum og mör.nunum, sem sendir höfðu verið niður að fljótinu. Að vísu hafði vatns- flóð aldrei náð þessum brúm, en það var sama, honum var ekki rótt. Hrað- lestin var orðin á eftir áætlun. Skyndilega var stöðvardyrunum hrundið upp og inn æddi einhver ó- þekkjanleg vera. Það var Kate Shelley, eins og af sundi dregin, hrædd, örvíln- uð og örmagna. Hún hljóp til stöðvar stjórans og mælti með andköfum: „Stöðvið hraðlestina! Brúin á Honey Creek er farin. Og sendið þegar menn þangað til að bjarga þeim, sem voru á eimvagninum. Þeir eru þar niðri í Honey Creek“. Svo heimtaði hún að fá að fara með hjálparsveitinni, til þess að vísa á mennina. Stöðvarstjórinn vildi að hún væri um kyrrt í Moingona og hvíldi sig, en við það var ekki komandi. Hún fór með hjálparsveitinni til Honey Creek og vísaði á hvar mennirnir voru. Þeir voru þarna enn. Wood náði í reipi, sem til hans var fleygt, og svo var hann dreginn á land. Agar var svo máttfarinn, að hann treysti sér ekki til þess að ná í reipið, en hann hekk á trjágreinum þar til birti og hægt var að senda bát til að bjarga honum. Lík Donahue fannst seinna úti á akri, en sá fjórði fannst aldrei. En hvað varð svo um Kate Shelley? Orðstír hennar flaug þegar um öll Bandaríkin og blöðin fluttu greinar með stórletruðum fyrirsögnum um af- reksverk hennar. Fólk streymdi að úr öllum áttum til þess að fá að sjá hana, og bréfum rigndi yfir hana. En far- þegarnir á hraðlestinni, sem hún bjarg- aði, skutu saman 200 dollurum handa henni. Hún var feimin og óframfærin að eðlisfari og henni var því ömun að því hvernig allir kepptust við að tjá henni þakkir og hrósa henni. Og hún varð fegin þegar þessu mikla dálæti var lokið. En afreksverk hennar gleymdist ekki. Um 1890 var hart í ári og þá var að því komið að kofinn væri tekinn af Shelley-fjölskyldunni. Þetta frétti eitt blaðið í Chicago og hóf þegar samskot handa Kate og nægðu þau til að greiða allar skuldir. Þá minntust menn aftur afreks hennar og þingið í Iowa veitti henni 5000 dollara heiðursgjöf. Árið 1903 bauð járnbrautarfélagið henni stöðvarstjórastöðuna í Moingona og varð hún þannig fyrsta konan, sem varð stöðvarstjóri í Bandaríkjunum. Hún dvaldist þó áfram í kofa sínum og gekk á hverjum degi yfir hina ill- ræmdu brú á Des Moines, þegar hún fór til vinnu. En heim fór hún alltaf með járnbrautarlest, því að járnbraut- arfélagið gaf skipun um að lestin skyldi þá alltaf staðnæmast hjá kofa hennar. Kate þótti ákaflega vænt um þetta — það var sú bezta viðurkenn- ing, sem hún gat fengið. Kate varð ekki gömul, aðeins 46 ára. En þegar hún dó, komu mörg hundruð manna til þess að vera við jarðarför hennar. Nú er komin ný brú á Des Moines og hún heitir í höfuðið á Kate Shelley — eina brúin í Bandaríkjunum, sem kennd er við kvenmann. Nú er lítil hætta á því, að svo mikill vöxtur hlaupi í fljótið, að þessi brú sé í hættu. En fólk segir þó, að hverja ofviðrisnótt megi sjá svip Kate Shelley standa á brúnni og vaka yfir því, að hraðlestin fari sér ekki að voða. (Úr „Kiwanis Magazine“, Chicago) Framtíðarheimili Á FUNDI plastframleiðenda í Banda- ríkjunum, var því nýlega spáð, að mikl- ar breytingar mundu verða á heimil- um manna næstu árin. Eftir 20 ár verða íbúðarhús steypt í einu lagi úr plasti. Og svo verði til hús, sem hægt er að minnka eða stækka eftir þörfum. Ekki þurfi að hugsa um neinar hreingerningar, því að í hverju húsi verði sjálfvirkur útbúnaður, sem blæs öllu ryki burt. Þá verður þrívídd- arsjónvarp á hverju heimili. Og fötin, sem menn ganga í, verða þá mjög frá- brugðin því sem nú er. Nærfatnað þarf aldrei að þvo, því að hann verður svo ódýr, að menn fleygja honum eftir notkun. Ytri fatnaður verður þannig, að hann getur hitað sig sjálfur þegar kalt er, en svalað manni þegar heitt er. Þá verða verksmiðjur reknar með sólarorku, bílar látnir ganga fyrir sólar -orku, og öll hús hituð upp með sólar- hita. Þá koma einteinungsbrautir fyrir einkabíla, og eftir þeim geta menn ekið með 240 km hraða, án þess að nokkur hætta sé á ferðum. — Fleira þessu líkt var talið upp. Varnar uppgufu BANDARÍSKIR efnafræðingar segja að hægt sé að koma í veg fyrir uppgufun vatns, með því að hella í það „cetyi alcohol". Það dreifist um allt yfirborð- ið og myndi þar líkt og örþunna himnu, en sé með öllu óskaðlegt öllum lifandi verum. Ef þetta verði gert við hinar miklu uppistöður, sem borgirnar fá vatn sitt úr, þá muni sparast 20.000 miljónir gallóna af vatni, sem nú gufa þar upp daglega á sumrin. En þetta samsvarar þriðjungi af því vatni, sem iðnaðurinn notar nú daglega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.