Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1959, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1959, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 285 Frá Miklagarði Tyrkneskur fiskibátur alltaf mikil umferð. Á Gullna horninu gnæfa hæst Soffíukirkjan og Bláa musterið. Þar voru og fyrr- um miklar dýrindis hallir, en mest- ur var íburðurinn og óhóf í höllum þeim, sem stóðu hjá Laktjörnum og Sigurður Jórsalafari sagði frá Borgarhliðið sagði hann að héti Gullvarta. Á tyrknesku heitir það nú „Altikopu", en það þýðir: gullnu dyrnar. í Heimskringlu er sagt frá siglingu Sigurðar Jórsalafara, og að keisarinn hafi þá látið ljúka upp Gullvörtu og leiða Sigurð til Lak- tjarna. En þar voru síðar kvenna- búr soldáns. Sá bakki sundsins, sem er Asíu- megin, ber annað nafn og kallast borgin þar Uskúdar, eða Skutari. Þessi bær er frægur fyrir það, að þar er stærsti grafreitur Múha- medsmanna og kyprusviðarskógur allt um kring. Rétttrúaðir Múha- medstrúarmenn vilja ekki bera bein sín í Evrópu, kunna betur við að vera Asíumegin, þar sem Múha- med spámaður var. Um Istanbulsundið er 2% stunda sigling og þegar farið er þar í myrkri eru undurfagrar Ijósa- skreytingar á bökkunum. Eins er ævintýralega fagurt að sigla um sundið í tunglsljósi, og þá er hress- andi að vera uppi á þiljum og anda að sér loftinu, sem er þrungið af blómaangan og sjólykt. Hér bærist víst aldrei bára, enda má sjá það á ferjunum, þar sem há- stokkar eru svo sem eitt fet yfir sjávarmál, en gluggar eins og í verslunum í Reykjavík. Stundum mætirna við bátum, sem láta reka niður sundið. Þeir hafa björt Ala- dinljós og kasta þeim á sjóinn og veiða svo á stöng í geislanum. Stundum sjást menn draga makríl, og mikið er af túnfiski hér í sund- inu og eru það tvær tegundir, sem kallast „pelamidi sárda sárda“ og „thunnin euthynnus alletterótus“. Hér fara og miklar höfrungavöður. Alltaf virðist vera sumar í Istan- bul og aldrei hefir sundin lagt. Stríðsundirbúningur er í fullum krafti, byrjað að mála olíugeyma mórauða með grænum röndum. Fallbyssur eru víða og sex menn við hverja. Og hér fer bandarískt beitiskip með reistar fallbyssur. Kafbátanet má draga fyrir sundið á einni klukkustund og loka því. Istanbul er að einu leyti lík Reykjavík, hún er reyklaus, reyk- háfar eru ekki á húsum. Þegar degi hallar er húmið hlýtt og notalegt, mandarínurnar glóa í görðunum og tunglið varpar glampa á Bláa musterið og gömlu Konstantinópel. „Allah er mestur, það er enginn Allah nema Allah“. Batum í Sovétríkjunum Eg kom í fyrsta skifti til Batum í Kákasuslandinu sunnudaginn 31. ágúst 1958. Landslag er hér hrika- fagurt og fjöllin skógi vaxin upp að efstu brúnum. Smáfannir sáust í efstu skörðum í Rizfjöllum í Tyrklandi, en þau eru líka 12.917 fet á hæð. Hér er laufskógur, pálmar, bam- bus og bananatré, sannkallaður regnskógur, enda eru hér staðvind- ar. Úrkomur eru oft miklar með þrumum og eldingum, alveg eins og í frumskógum hitabeltisins. Og hér eru hitabeltisdýr í skógunum, svo sem hvíti hjörturinn (albino antilopa) og tigrisdýr. í bókinni „The Tigers“ segir Leut. Col. A. Lockef frá því, að tigrisdýr fari vestast til Kákasusfjalla og Ge- orgíu. Þau eru dugleg að ferðast. Hann segir að þau liggi oft niðri í vatni um hádaginn þegar heitast er, og að þau geti vel synt 4 mílur ef þau kæri sig um. — Nú var eg aftur kominn til Batum, og hér væri eflaust margt að sjá og læra. En þar sem ferða- frelsi er hér mjög takmarkað, er heppilegast að sleppa öllum ævin- týrum í Rússlandi. í Batum eiga 93.000 manna heima. Kjör almennings eru mjög bágborin. Laun verkamanna eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.