Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1959, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1959, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 287 Reimleikar á Kolviðarhóli Sýn Ebenesers gullsmiðs 1884 EBENESER Guðmundsson gull- smiður reisti fyrsta veitingahúsið á Kolviðarhóli, en ekki dvaldist hann þar nema tvö ár. Á þessum árum bar ýmislegt furðulegt fyrir hann, og er fæst af því skrásett. Næstur honum var þar maður sá er Ólaf- ur hét. En hann var þar aðeins tæp tvö ár. Þótti honum þar undarlega ónæðissamt og ýmsir óskiljanlegir atburðir gerast. Vissi enginn hvernig á þessu stóð, en margs til getið eins og oft vill verða. Svo fluttist að Kolviðarhóli Jón Jónsson, föðurbróðir Einars Arn- órssonar prófessors í Reykjavík. Jón þótti ágætur gestgjafi og var vinsæll og mikilsvirtur. Veturinn 1884 gisti Ebeneser hjá Jóni á Kolviðarhóli og var hann látinn sofa í lítilli stofu í húsinu. En Jón svaf sjálfur uppi á lofti og líklega fólk hans. Liðið var nokkuð á kvöldið þegar Ebeneser fór að hátta. Hann hengdi staf sinn á rúmbríkina hjá sér. Var stafur þessi meistarasmíði, með silfur- handfangi og nafn eiganda greypt á handfangsplötuna. Fyrir aftan rúmið hekk tjald og bak við það var alls konar fatnaður karla og kvenna geymdur. Þegar Ebeneser var lagstur út af, heyrist honum einhver um- gangur í anddyri hússins. Taldi hann víst að þar mundu vera ferða- menn, sem hefði orðið seint fyrir, og ætlar ekki að skeyta meira um það. Skíma var 1 herberginu og rétt á eftir sér Ebeneser hvar maður nokkur læðist inn með tjaldinu. Var hann ekki hár vexti, en þrek- inn og kraftalegur, hálsinn afar digur og handleggir. Hann var með mórauðan hattkúf á höfði, en sá þó vel í andlit honum og var það ekki frýnilegt, blásvart á lit, breitt og nokkuð hrukkótt, en eldur sýnd- ist gneista úr augum hans. Ebeneser kallar þá og skorar á hann að segja til sín þegar í stað. Hann þagði. Þá sagði Ebeneser: „Mér lízt grunsamlega á þig og ef þú tregðast við að svara, þá ertu réttlaus og réttdræpur fyrir að haga þér svona“. Karlinn svaraði engu, en þok- aðist nær og var kominn alveg að rúmgaflinum. Var hann þá hræði- legur ásýndum. Ebeneser leizt þá ekki ráð að bíða lengur. Hann þrífur staf sinn, stekkur fram úr rúminu og rekur stafinn af öllu afli í karlinn. En þar varð ekkert fyrir og fór staf- urinn í gegnum tjaldið. Og í sömu svipan sýndist Ebeneser stafurinn og tjaldið vera í blossandi báli og allt húsið í voða. Varð Ebeneser þá svo hverft við, að hann missti stafsins og tók á rás út úr her- berginu. Úti í anddyrinu varð hon- um fótaskortur og fell hann end- langur á gólfið með miklum dynk. Mun hafa legið nærri að liði yfir hann, og var hann þó enginn vesal- ingur, heldur kjarkmikill maður, sem fátt gat bugað. Jón gestgjafi vaknaði við dynk- inn, svo var hann mikill, enda var Ebenesar þungur. Jón opnaði loft- hlerann og spurði hvað gengi á. „Mér varð fótaskortur, kunn- ingi“ sagði Ebeneser. „Vantar þig máske eitthvað?" spurði Jón. „ónei, og þó — mig vantar værð og kyrrð“, sagði Ebeneser. „Eg skil þig kunningi“, svaraði Jón. „Það hafa fleiri orðið fyrir óskemmtilegu ónæði hér. Og það er engin ímyndun hjá þeim, slíkt hefi eg sjálfur reynt og æ betur eftir því sem tímar líða“. Síðan bauð Jón Ebeneser að vera uppi hjá sér um nóttina. Ebeneser kvaðst vilja líta inn í herbergið aftur, og ef allt væri þar í lagi, mundi hann vera þar um nótt- ina. Hann fór síðan inn í herbergið og fann stafinn sinn þar, stunginn í gegnum tjaldið, en allt var ó- brunnið og enginn eldur sjáanleg- ur. Ebeneser lagðist þá til svefns og svaf til morguns, en ekki gisti hann fleiri nætur á Kolviðarhóli. Þessa sögu sagði hann mér sjálf- ur 1893. Sigurður J. Árness. Hagmælskan er ættgeng SEX ára drengur, enskur, sem á ís- lenzka móður, sendi afa sínum í haust þessar vísur, er hann hafði búið til: Winter has come, The snow falls deep, When we shall have fun While the sun does sleep. Summer will come, The rivers will flow, The warmth from the sun Will make things grow. Afi hans sneri þeim þannig: Veturinn kemur með kafasnjó, þá hverfur sól, en við hlæjum þó. Svo heilsar sumar, þá hækkar í ám, aí hlýindum grænkar á moaílám.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.