Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1959, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1959, Page 14
294 LESBÓK MORGCJNBLAÐSINS í augum Japana eru sviksemi og agaleysi glæpir. Þess vegna eru drengir þessir dregnir fyrir lög og dóm, og þá eru það venjulega for- eldrarnir sem vilja láta refsa þeim harðlega. Áður fyr vissi hver einasti Jap- ani upp á hár hvað honum bar að gera og hvað hann ætti að láta ógert. Hann lifði eftir föstum regl- um frá vöggu til grafar. Þá var líka ströng stéttaskipting þar í landi. Nú er orðin á þessu breyting. Með lýðræðinu urðu allir jafnir, án tillits til ættgöfgi, auðlegðar, metorða eða venja. Þetta hafa hin- ir eldri átt bágt með að skilja, en þeir yngri hafa misskilið það. Þeir sem bezt þekkja Japana, segja að þetta sé aðeins millibilsástand. Þeir muni brátt læra að tileinka ser hugsjónir lýðræðisins. eins og þeir gátu fyr tileinkað sér kínverska menningu og vestræn vinnubrögð Og þegar svo er komið, verða þeir áreiðanlega það, sem þeir heldu áður að þeir væri — forustuþjóð í Asíu. (Úr „Saturday Evening Post“;. Eg hylli þig æska á hamingjustund. Eg heilsa þér æska í gróandi lund. xg gieðst. yfir fegurð og gjörvileik þín, þú gimsteina leggur í sporin mín. Og þegar að dómarnir dynja á þér, eg dreg mig í hlé, þegar enginn sér. 1 ótryggum heimi, h”ar öldin var blind, sem átti að vera þín fyrirmynd. Hvern dag ertu yngingar draumurinn minn, eg dey þegar lengur ei til þin eg finn. Eg virði þig æska, í ást þinni, og sorg. Eg ann þér, og treysti í framtíðarborg. Kjartan Ólafsson. Rökfrœði BLAÐIÐ The New York Times birti 23. janúar í vetur útvarpsræðu frá Moskvu. í þeirri ræðu voru meðal ann- ars þessar röksemdir: „Þar sem gervi- hnettir og rákettur hafa hvergi orðið vör við skaparann, engla eða þess háttar, þá er það fullgild sönnun þess að trúarbrögðin eru vitleysa og að guð er ekki til“. Þessi röksemdaleiðsla minnir dálítið á söguna um Englendinginn og Þjóð- verjann, sem voru að gorta af forfeðr- um sínum. Englendingurinn sagði: „Hérna im daginn vorum við að grafa upp gaml- ar kastalarústir og þá fundum við eitt- hvað, sem líktist vírspotta". „Hvað er merkilegt við það?“ spurði Þjóðverjinn. „Það sýnir að forfeður okkar hafa þekkt símann fyrir mörgum öldum“, sagði Englendingurinn. „Já, við vorum líka að grafa upp gamlar kastalarústir", sagði Þjóðverj- inn, „en við fundum ekki neitt“. „Hvað er merkilegt við það?“ spurði Englendingurinn. „Það sannar að forfeður okkar hafa þekkt loftskeytin frá alda öðli“, sagði Þjóðverjinn.------- Þá er ennfremur gaman að rifja upp í sambandi við þessa Moskvufregn smásögu, sem sögð er um vísinda- manninn Sir Isaac Newton. Newton var trúaður maður, en einn af vinum hans, sem líka var vísinda- maður, neitaði því algjörlega að guð gæti verið til. Nú var það einu sinni að Newton lét afbragðs hagleiksmann smíða eftirlíkingu af sólhverfinu. Var þetta slík hagleikssmíð, að þegar sól- hverfið var sett á hreyfingu, snerust allir hnettirnir umhverfis sól með hlutfallslegum hraða. Völundarsmíð þessa hafði Newton á borði hjá sér. Skömmu seinna kom hinn vantrúaði vinur hans að heimsækja hann. Newton var að lesa í bók og leit ekki upp úr henni. En gesturinn rak þegar augun í sólhverfið og vissi þegar hvað það var. Hann setti það á hreyfingu og horfði undrandi á. „Þetta er snilldarverk", hrópaði hann. „Hver hefir gert þetta". „Enginn“, sagði Newton og leit ekki upp úr bókinni. „Þú hefir víst ekki tekið eftir þvi sem eg sagði“, mælti gesturinn. „Eg var að dást að þessari Völundarsmíð og spurði hver hefði gert hana“. Newton leit nú upp og staðhæfði aftur, að það hefði enginn gert, efnið hefði aðeins safnazt svona saman af sjálfu sér og myndað þetta hverfi. „Þú heldur víst að eg sé asni“, sagði gesturinn. „Auðvitað hefir einhvei gert þetta, og sá hinn sami er frábæi snillingur og mig langar mjög til að kynnast honum“. Þá reis Newton á fætur, lagði hönd ina á öxl vinar síns og mælti: „Þetta er ekki nema ófullkomin eft- irlíking af meistaraverki, sem þú kannast vel við. Þú trúir því ekki að þessi eftirlíking hafi orðið til af sjálfu sér, en þú heldur að meistaraverkið sjálft hafi orðið til af sjálfu sér. Segðu mér nú í einlægni eftir hvaða rök semdaleiðum þú kemst að slíkri niður- stöðu“. Þá varð hinn orðlaus. Fundinn eyðidalur fullur af steingerfingum UM miðja Argentinu vestanverða hefir nýlega fundizt eyðidalur, þar sem fullt er af purpuralitum steingerfing- um, og eru þetta bein úr skepnum, sem uppi voru fyrir 170 miljónum ára. Purpuraliturinn kemur af járnsam- böndum, sem þar eru í jörðu. Sum beinin liggja laus á við og dreif en sum eru föst í grjóti. Eru nú vísinda- menn frá Harward að rannsaka þenn- an merkilega stað. Mikið af beinunum er úr eðlum, sem nefndust „cynodonts" og voru líkastar blending milli skriðdýra og hunda. Þetta voru rándýr og voru um fjögur fet á lengd og gengu á fjórum fótum. Hauskúpum þeirra og ýmsum öðrum beinum svipar bæði til beina í skrið- dýrum og spendýrum. Og menn halda að þessi dýr hafi verið með heitu blóði. Þarna eru einnig bein úr öðru skrið- dýri, sem nefndist „dicynodonts". Þau voru á stærð við naut, og líktust nokk- uð spendýrum og voru grasætur. Þau höfðu stórar skögultennui og á bakinu hornskjöld, líkt og skjaldbökur. 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.