Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1959, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1959, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 299 Þetta gerðist í maimánudi FORSETI ISLANDS, herra Asgeir Ásgeirsson, átti 65 ára afmæli hinn 13. Var gestkvæmt þann dag á Bessastöðum. Komu þangað erlendir sendiherrar, helztu embættismenn, þingmenn og forustumenn ýmissa fyrirtækja til að votta forsetanum virðingu sina og vináttu. KOSNINGAR Kjördæmalögin voru afgreidd á Al- þingi (10.) Síðan var ákveðið að þing skyldi rofið og nýjar kosningar fara fram 28. júní. Að framboðsfresti liðn- um, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur, Alþýðubandalag boðið fram í öllum kjördæmum, Alþýðu- flokkur í öllum nema Vestur-Skafta- fellssýslu. Þjóðvarnarflokkur býður að- eins fram í Reykjavík og Norður-Þing- eyjarsýslu. ÞINGI SLITIÐ Þinglausnir fóru fram 14. Hafði það þá staðið í 217 daga, haldið 303 fundi, haft 171 mál til meðferðar og afgreitt 49 lög (15.) LANDHELGISMÁLIÐ Alþingi samþykkti harðorð mótmæli út af yfirgangi Breta hér við land (16.) Harrison, skipstjóra, sem dæmdur var í Vestmannaeyjum í þriggja mán- aða fangelsi, var sleppt gegn 400.000 kr. tryggingu, þar til dómur í máli hans verður upp kveðinn í Hæstarétti (3.) Það hefir verið herbragð brezku her- skipanna í þessum mánuði að sigla svo nærri íslenzku varðskipunum og fram fyrir þau, að árekstur geti af hlotist, og átti svo að kenna íslenzku skipuiium um það. Herskipið „Contest“ lék þenn- an leik hvað eftir annað við „Maríu Júlíu“ og dró meira að segja vír á eftir sér til þess að varðskipið skyldi lenda á honum. Með snarræði og gætni tókst „Maríu Júlíu“ að verjast slysum (6.) Seinna lék herskipið „Chaplest" sama leikinn við „Óðinn“ út af Vestfjörðum og klykkti út með því að sigla á „Óð- inn“, brjóta björgunarbát hans og skemma skipið sjálft (22.) Ot af þessu hefir íslenzka utanríkisráðuneytið sent brezku stjórninni harðorð mótmæli hvað eftir annað, og krafizt þess að brezku herskipin verði á brott úr ís- lenzkri landhelgi. Til þess að mótmæla yfirgangi Breta hér við land, hafa íslendingar og ákveðið að taka ekki þátt í fyrirhug- aðri ráðstefnu Atlantshafsbandalags- þjóðanna, sem halda á í Lundúnum (24.) Var Hollendingnum Fens, sem er forseti ráðstefnunnar, tilkynnt þetta. Hann svaraði um hæl og bað íslend- inga að breyta afstöðu sinni, en þeir sátu fast við sinn keip (30.) Þrjú lögbrotasvæði höfðu Bretar í landhelgi í þessum mánuði, eitt út af Vestfjörðum, annað út af Húnaflóa og hið þriðja út af Papey. Flestir togarar þeirra voru þó jafnan að veiðum utan Sunnudaginn 24. maí rákust tveir brezkir tog- arar á, en báðir voru að ólögleg- um veiðum. Myndin er af öðr- um þeirra, Cape Palliser (26.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.