Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Side 8
128 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS Starfsbræður Pasternaks segja meiningu sína Eftir Henry V. Burke ÞEGAR Sovétstjórnin var komin í sjálfheldu seint í október 1958 vegna aðgerða sinna í máli Boris Pasternaks, var ekki að furða, þótt það væru rithöfundar í öðrum löndum, sem gengu fram fyrir skjöldu og létu frá sér heyra. Úlfakreppan, sem hið fræga sovézka Ijóða- og sagnaskáld var allt í einu komið í, hafði eðlilega sérstök áhrif á þá einstaklinga, sem fannst þeir vera andlegir starfsbræður Pasternaks í einni eða annarri mynd. Þegar hér var kom- ið, fór orðstír skáldsins í bók- menntaheiminum utan kommún- istalandanna sífellt vaxandi á sama tíma og nær var að honum höggvið heima fyrir. Hver ætti að geta fundið betur þungann af persónulegri eldraun Pasternaks en annar rithöfundur? Fjaðrafokið, sem orðið hefur út af Pasternak, leiddi nefnilega í ljós á hinn örlagaríkasta hátt, hverju listamaðurinn stendur andspænis, ef svo vill til, að hann býr í þjóð- félagi, þar sem litið er á sérhvern vott um skapandi andríki sem hættulegt fordæmi. Sú varð og raunin, að rithöfund- ar, sem búa í Sovétríkjunum, þögðu annað hvort eða tóku undir árásir kommúnista á Pasternak og eykur sú staðreynd á þunga orða og athafna þeirra skálda, sem höfðu betri aðstöðu til þess að ségja álit sitt, óáreittir. Ef til vill má segja, að það sé eitthvað annað og meira en tilvilj- un, sem ræður því, að svo að segja allir rithöfundar utan kommúnista- landanna komust hver í' sínu lagi að hér um bil sömu niðurstöðu í sambandi við hina skyndilegu og óvæntu synjun Pasternaks á N óbels ver ðlaununum. Hér eru t. d. ummæli þriggja fyrrv. Nóbelsverðlaunaskálda: „Eg trúi því ekki, að Pasternak hafi hafnað Nóbelsverðlaununum af fúsum og frjálsum vilja“. — Albert Camus, Frakklandi. „Við þekkjum nokkuð til lífs- hátta Rússa, og því getum við látið okkur detta í hug, að Pasternak hafi ekki átt um annað að velja en hafna þessum verðlaunum“. — Bertrand Russel, Bretlandi. —o+o— MJOG hefur verið rætt um rússneska Nóbelsskáldiff Boris Pasternak undan- farna mánuði. Nú er skáldsaga hans „Zivago laeknir" aff koma út hjá Al- menna bókafélaginu — og verður hún septemberbók félagsins. Lesbók þykir hlýffa að geta þessa merka höfundar af því tilefni. Kaflann úr „Zivago lækni“ hefur Skúli Bjarkan þýtt, en hann þýðir bókina fyrir AB, og Sig- urður A. Magnússon hefur. gert ljóða- þýðingarnar aftan við bókina og er Pasternaksljóðlð, sem hér birtist eitt af þelm ljóðum. —o*o— „Það breytir engu um sess þann, sem hann (Pasternak) skipar í heiminum sem rithöfundur, að hann hafnaði verðlaununum, enda hefur hann án efa verið til þess neyddur. Það gefur aftur á móti Pasternak tvítugur. mjög óskemmtilega mynd af ríkis- stjórn hans og samlöndum". — Pearl Buck, Bandaríkjunum. Hinn kunni brezki rithöfundur Stephen Spender kallaði brott- rekstur Pasternaks úr bandalagi sovézkra rithöfunda „svívirðingu við siðmenninguna“. Svipuð voru ummæli franska rithöfundarins Andé Maurois; hann sagði, að hirt- ing hins sovézka ljóða- og sagna- skálds væri „hneykslanleg“ Og Iatsuzo Ishikawa, formaður banda- lags japanskra rithöfunda, kvað meðferðina á Pasternak í Sovét- ríkjunum vera „hryggilega“. Pasternak-málið hafði svo djup áhrif á fjölda heimskunnra rithöf- unda, að þeir sendu sovézkum ráðamönnum mótmælaorðsending- ar, einstaklingar eða fleiri saman. Harðorð mótmæli bárust frá rit- höfundum í Bretlandi, alþjóðasam- bandinu P.E.N., bandalagi amer- ískra rithöfunda og nefndum ým- issa landa, er vinna að mennta- frelsi. Fjöldi þekktra austurrískra rit- höfunda undirritaði ályktun, þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.