Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS i 333 Þetta gerðist í júnímánuði i'RENTARAVERKFALL hófst 1. júní og kom Mbl. ekki út fyrr en fimmtudaginn 11. júní. 1 því blaði er yfirlit yfir þá atburði innlenda, scm gerðust, meðan á verkfallinu stóð. Þar er m. a. skýrt frá bana- slysi í Vestmannaeyjum 4. júní, þeg- ar Björn Ólafur Björnsson (24 ára) hrapaði til dauða. Þá er skýrt frá síldarrannsóknum Ægis, lagningu hitaveitu í Sigtún, Laugateig og Hofteig, gangi mála í fiskveiðideil- unni við Breta, túnaslætti, björgun- um, eldsvoðum og loks er því lýst, þegar flutningaskipið Dacia fórst. í blaðinu 19. júní er sagt frá því, þegar varnargarðurinn við Efra- Falls-virkjunina brast. Mikill vatns- flaumur streymir gegnum hin nýju jarðgöng og er áætlað, að þar renni a. m. k. tvisvar sinnum meira vatn en um Þrengslin, enda lækkar í Þingvallavatni um 25 sm á sólar- hring. — „Mesta tjón, sem orðið hef- ur við nokkra mannvirkjagerð hér á landi“, segir Mbl. í blaðinu 20. júní er sagt frá því, að fyrsta sumarsíldin hafi veiðzt fyrir Norðurlandi. 23. júní er sagt frá hátíðlegri og virðulegri athöfn, þegar Ásmundur Guðmundsson vígir eftirmann sinn, Sigurbjörn Einarsson til biskups yfir íslandi. Hinn nývígði biskup leggur út af orðum Jesú í 6. kap. Lúkasarguðspjalls, 36.—42. vers, sem hefjast svo: „Verið miskunn- samir eins og faðir yðar er misk- unnsamur“. Kosningar til Alþingis fóru fram sunnudaginn 28. júní. Úrslit kosn- inganna eru birt í þriðjudagsblað- inu (30.) Atkvæðamagn flokkanna og þingmannatala er sem hér segir: Alþýðubandalagið 7 þingmenn (12,929 atkv.) Alþýðuflokkurinn 6 þingmenn (10,632 atkv.) Framsóknarfl. 19 þingmenn (23,062 atkv.) Sjálfstæðisflokkur 20 þingmenn (36,029 atkv.) Þjóðvarnarflokkur 0 þingmann (2,137 atkv.) I Reykjavík fékk Sjálfstæðisflokk- urinn 51% atkv. og 5 menn kjörna. MANNALÁT 11. Guðrún Hermannsdóttir frá Breiðabólstað. 11. Emil Bjarnason, matreiðslumaður. 11. Jónína Snorradóttir Sigurdsson frá Litlabæ, Mýrasýslu. 11. Sigríður Vigfúsdóttir frá Húsatóftum. 11. Guðrún Jónsdóttir. 11. Sigurbjörn Jónsson, Laxárholti. 11. Jónas Jóhannsson, vélsm., Siglufirði. 11. Gísli Jónsson frá Saurbæ, Vatnsdal. Kraninn og uppsláttur- inn íyrir framan, stöðvar- húsið, áður en flóðbylgjan skall á þessum mann- virkjum. 11. Ari Guðmundsson, verkstj., Borgarnesi. 11. Sigríður B. Theodórs. 11. Jón Grímsson, rafvirki. 11. Magnús Pétursson, læknir. 12. Guðmundur Tómasson, Reykjavík. 12. Dröfn Steingrímsdóttir. 12. Þóra Jónsdóttir, Arnarbæli. 12. Matthildur Helgadóttir. 12. Sigurður Árnason frá Höfnum. 12. Rósa Matthíasdóttir. 12. Vilmundur Jónsson, Mófells- stöðum, Skorradal. 12. Jón og Gísli Eiríkssynir, Stað í Hrútafirði. 13. Sigríður Sighvatsdóttir, Rvik. 13. Rósa Jóhannsdóttir. ísafirðL ■ ' ♦ I I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.