Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 43 Cervitungíin eru orðin mörg Þetta er skrá um jbau fyrstu Þungi Mesta Minnsta á spor- hæð hæð Nöfn braut (e. mílur) (e. mílur) Skotið Á lofti Sputnik I. 1000 pd. 156 560 4/10 ’57 3 mánuði Sputnik II. 7000 — 145 1056 3/11 ’57 6 mánuði Explorer I. 30,8 — 219 1575 31/1 ’58 3—5 ár Vanguard I. 29 — 220 2513 17/3 ’58 200 ár Explorer III. 30,8 — 120 2100 26/3 '58 3 mánuði Sputnik III. 9000 — 123 1160 15/5 ’58 15 mánuði Explorer IV. 38,4 — 178 1368 26/7 '58 13 mánuði Atlas 8800 — 114 925 18/12 '58 35 daga Vanguard II. .... 335 2060 19/2 '59 10 ár Discoverer I. 1300 — 152 519 28/2 ’59 10 daga Discoverer II. 1600 — 152 220 13/4 ’59 13 daga Explorer VI. .... 157 26.400 7/8 ’59 2 ár Discoverer V. 1700 — 136 450 13/8 ’59 Fáar vikur Discoverer VI. 1700 — 138 537 19/8 ’59 1 mánuð í DESEMBERMÁNUÐI var birt opinberlega skýrsla í Bandaríkj- unum um þau gervitungl, sem skotið hafði verið á loft og komizt á hringbraut umhverfis jörðina. Eru þau alls 14, þar af 11 banda- rísk og 3 rússnesk. Skýrslan er miðuð við öndverðan september. Auk þessa höfðu Bandaríkja- menn skotið á loft tveimur gervi- hnöttum, sem ætlað var að komast á braut umhverfis tunglið, Pioner I. og Pioner III., en fóru báðir af- leiðis og komst annar í 63.500 mílna hæð, en hinn í 70.700 mílna hæð. Þá höfðu og tveir gervihnettir, annar rússneskur og hinn banda- rískur (Mechta og Pioner IV.), farið beint út í geiminn og stefnt til sólar. Síðan þessi skrá var gerð, hefir ýmislegt markvert skeð á- þessu sviði. Er þá fyrst að nefna það, að Rússum tókst að hæfa tunglið með skeyti. Því var skotið 14. septem- ber og vóg 858.4 pund. Hafði það verið 34 klukkustundir á leiðinni og farið 236.160 mílur. Skeyti þetta kalla Rússar Lunik II. (Lunik I. sem þeir höfðu skotið á loft 2. jan. 1959 og ætlað að fara til tunglsins, fór villur vega). Seinna sendu Rússar Lunik III. og fór hann um- hverfis tunglið og aftur til jarðar. Hann tók margar myndir af þeirri hlið tunglsins, sem frá jörðu snýr, og verður nú farið að rannsaka þær. Um miðjan september 1959 sendu Bandaríkjamenn á loft Van- guard III., sem vóg 100 pund og komst á svipaða braut og Vangu- ard I. og Vanguard II. Auk þessa höfðu verið gerðar 8 tilraunir að skjóta Vanguard-skeytum á loft, en þær mistókust allar, og var mikið um það talað. En í tímarit- inu „Missiles and Rockets" er talað um tilraunirnar með Vanguard- skeytin sem „stórkostlegan árang- ur — þrátt fyrir mistökin“. Það var ætlunin að ná brodd- flaugunum af Discoverer V. og Discoverer VI., en það mistókst. Þegar gervihnettirnir voru komnir á sporbraut umhverfis jörð, skutu þeir sjálfir broddflaugunum til jarðar, einmitt á þeim stöðum sem ætlast var til. Þær áttu að senda merki til jarðar, en þau heyrðust aldrei, og þótt skip væri á verði þar sem þeim var ætlað að koma niður, urðu skipin ekki vör við þær. í hvorri broddflaug voru vís- indatæki, sem vógu 300 pund, en engar lífverur voru í þeim. Aftur á móti voru 4 mýs í broddflaug Discoverer III., en hún brann upp til agna í gufuhveli jarðar og komst aldrei á sporbraut. Merkilegasti gervihnöttur Banda ríkjanna er Explorer VI. sem fór á loft í júní. Hann fer mörgum sinnum lengra út í geiminn en nokkur annar gervihnöttur, eða 26.400 mílur enskar, eða rúmlega 42.000 km. Hann fer umhverfis jörðina á 12.5 klukkustundum. í þessum gervihnetti eru 8000 sólar- rafhlöður, sem eiga stöðugt að end- urnýa rafmagn gervihnattarins. Meðal vísindaáhalda gervihnattar- ins eru áhöld til þess að mæla geim geislabeltið umhverfis jörðina, og enn fremur nokkurs konar sjón- varpstæki er senda myndir af skýamyndunum yfir jörðinni. Það er ekki gert ráð fyrir því að þessi hnöttur verði á sveimi lengur en tvö ár, og þó getur vel verið að hann haldi áfram göngu sinni í 20 ár. Vegna þess hve langt hann fer út í geiminn, má búast við því, að aðdráttarafl tunglsins kunni að breyta stefnu hans, og ein° dráttarafl sólar. Meðal annars, sem uppgötvazt hefir með ferðum Explorers VL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.