Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1960, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1960, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41 Lega Björgvinjarbrautarinnar í nágrenni Björgvinjar og hin fyrirhuguðu jarðgöng gegnum fjallið Ulriken, og gegnum Arnanípa. Göngin stytta leiðina um 21 km. Við Arnavog, og í dalnum þar suður af, á að rísa upp ný borg, allt að 40 þús. manna byggð ,ef allt fer eftir áætlunum. an í hánorður unz komið er að Sörfjorden, sem er grein af fjörð- um þeim sem kvíslast margvíslega frá Sognsæ. Svo liggur brautin í ótal smákrókum inn með firði þessum áleiðis til Voss. Myndin sýnir einnig hvað nú er fyrirhug- að til þess að stytta brautina. Far- ið verður frá Björgvin gegnum fjallið Ulriken til Arna við Ama- vog, sem er vogur við Sörfjorden. Þaðan er svo farið aftur þveraust- ur gegnum fjallið Amanípa til Tunestveit við Sörfjorden, svo sem sjá má á myndinni. Miklar jarðfræðilegar rannsókn- ir varð að gera áður en hægt var að ákveða legu á göngum og braut gegnum fjallið. Loks var valin leið- in sem merkt er IV á myndinni. Mestum vanda veldur að þarna gengur daldrag inn í fjallið, upp frá Björgvin, og þar eru smávötn og tjarnir sem em aðalvatnsból Björgvinjarborgar. Ekki má grafa göngin þannig að leki komi að vötnunum. Þó að Björgvin sé fræg borg fyrir úrfelli og steypiregn, er því samt þannig farið. að þar er oft skortur á neyzluvatni og er vatnsskorturinn eitt mesta vanda- mál borgarbúa. Hér er fleira stórt í efni en göng- in gegnum Ulriken. Björgvinjarbú- um þykir þröngt um sig undir Flöyfjellet. Þröngt um sig við höfn og haf, en á haf út stefnir hugur þeirra löngum. Raunar eru út- þenslu-möguleikar nægir suður dalinn allt til Nestún og segja má að þar byggist nú óðum allt með borgarblæ. En þar eru ekki bryggjustæði og skipalegur á þurru landi. Því er til þess hugsa'5 1 Rieberplaninu um göngin gegn- um Ulriken yfir að Arnavogi, að þar við voginn rísi upp um 40 þús- unda borg, eins konar útborg eða bræðraborg Björgvinjar. Þar eru næg hafnarskilyrði og byggðar. Ætlunin er að grafa síðar bílgöng

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.