Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
295
skyr og smjör og ostar upp í selið.
Fóstra mín hefir eflaust haft nóg
að gera þar, en oft minntist hún
þess, að það hefði verið einhverjar
skemmtilegustu stundir ævi sinn-
ar, er hún átti í selinu. Um hey-
skapartímann var þarna fjölmenn-
ara, því að allan heyskap varð að
sækja upp í heiði og þá var líka
gott fyrir heyskaparfólkið að geta
haldið til í selinu. Lækur rann rétt
fram hjá því og var því auðvelt að
ná í vatn, og þvo klápa og fatnað.
En þessu var lokið þegar eg man
fyrst eftir mér. Selið hafði þá verið
rifið, en eg sá tóftabrotin oft. Um
þessar slóðir voru ærnar hafðar og
þar lá fólkið í tjöldum um hey-
skapartímann. Þetta var ósköp
reytingslegur og erfiður heyskap-
ur. Heybandsvegur var svo langur,
að aldrei var hægt að fara meira
en tvær ferðir á dag, og stundum
ekki nema eina. Til þess að eitt-
hvað gengi, varð að fá hesta léða
á næstu bæum og svo varð að
borga það með því að ljá bændun-
um aftur hesta þegar þeir þurftu
að binda.
Ofurlítil grasatekja var í heið-
inni, og oft var þar mikið af berj-
um. Sumir bændur voru ekki
hrifnir af berjunum, þeir sögðu að
sernar geltust af berjaáti. En smal-
anum þóttu berin góð.
Þjóðsagnastaðir
— Eru ekki einhverjir þjóð-
sagnastaðir þarna?
— Ekki í landi Emmubergs,
nema steinninn í túninu, sem eg
gat um áður. Sagt er að Illugi
Tagldarbani sé heygður á fjallsöxl
fyrir ofan bæinn Straum og þar sé
bautasteinn hans á hauginum, en
þar skýtur nokkuð skökku við, þvi
saga hans segir að hann hafi fallið
1 Svoldarorustu.
í Borgarlandi eru klettaþrengslí,
sem kallast Fyrirsátur Þar áttu
raenn Jóns biskups Arasonar að
hafa setið fyrir Daða í Snóksdal og
sett þar þrjá strengi milli klett-
anna, hvern upp af öðrum. Segir
sagan að Daði hafi höggvið tvo
strengina, en góði Brúnn hafi
stokkið yfir þann neðsta, og við
það hafi Daði komizt undan.
Drangar hafa verið þingstaður
um aldir. Þar rennur fram á sem
fellur í Gálgagil. Stuðlabergsklett-
ar eru þar fram við sjóinn og seg-
ir sagan að þar hafi þjófar verið
hengdir fyrrum. En ekki veit eg
neinar reimleikasögur bundnar við
þann stað.
Huldufólk og huldufólkstrú
— Þarna minnir þú mig á spurn-
ingu, sem eg hefði átt að bera upp
áður, því að það er ekki aðeins
hinn sýnilegi heimur sem skapar
fagrar æskuminningar, heldur
verða áhrif frá hinum ósýnilega
heimi að fléttast þar inn í — ævin-
týrin og þjóðtrúin. Var ekki mikið
af huldufólki í Berginu og glæsi-
legar álfahallir um allt?
— Nú spyrðu þess, sem ekki er
auðsvarað. Eg veit ekki vel sjálf
hvern svip þjóðtrúin hefir sett á
æskuminningar mínar. Fóstri minn
þóttist ekki trúaður á álfa né aðr-
ar verur og bannaði allt tal um það
á heimilinu. En hjá öðru heimilis-
fólki var trúin undir niðri. Það
varaði mig við álfafólki og sagði
að eg mætti aldrei ganga á fund
þess, því að þá mundi eg verða
bergnumin. Eina ráðið til þess að
komast undan valdi þess væri þá
að leggja eitthvað af sér, vettling,
fat eða skó. Mér var óljúft að
breyta á móti boðum fóstra míns,
en ekki gat eg að því gert að þetta
kitlaði ímyndunaraflið. Mér fannst
þá að Bergið mundi vera sjálfkjör-
inn bústaður álfa, en engar sögur
heyrði eg um það og aldrei sá eg
neitt þar. Þó þóttist eg einu sinni
sjá huldukonu.
Þetta var snemma sumars og eg
var þá enn krakki. Það var sunnu-
dagsmorgun og dýrlegt veður og eg
fór út áður en húslesturinn væri
lesinn. Sýndist mér þá fóstra min
vera á leiðinni upp á kvíar. Eg
stökk á stað og flýtti mér allt hvað
eg mátti til þess að ná henni. En
er eg var komin langleiðina upp
að kvíum, heyrði eg kallað á eftir
mér. Fóstra mín stóð þá heima við
bæarvegg og kallaði og spurði
hvað eg væri að fara. Þá var hin
konan horfin. Eg þorði ekki að
segja neinum frá sýninni og mér
vafðist því tunga um tönn er eg>
átti að skýra frá því hvaða erindi
eg hefði átt upp á kvíar. En með
sjálfri mér þóttist eg viss um að eg
hefði elt huldukonu. Og oft eftir
þetta var eg að skyggnast um og
hlusta hvort eg sæi ekki álfafólk
eða heyrði til þess.
Neðan við Bergið er einstakur,
stór steinn, sem kallaður er Stór-
hóll. Hann er tilsýndar eins og hús
og höfðu piltar hlaðið vörðu ofan
á hann. Mér fannst þetta því vera
kirkja, og þá auðvitað álfakirkja,
og þóttist sjá glugga þar á. Einu
sinni var eg í Stórhólsurðinni og
horfði á gluggann og hlustaði ræki-
lega. Heyrðist mér þá strokkhljóð
í steininum og hlustaði eg á það
nokkra stund, þar til eg varðhrædd
um að verða bergnumin. Eg var
að hugsa um hvort eg ætti að skilja
nokkuð eftir, en þorði það þó ekki,
því að eg helt að þá myndi álfarn-
ir firtast. Tók eg þá sprettinn heim
í bæ. Þetta sýnir að meira hefir
seitlazt inn í mig af trú fólksins,
en fóstra mínum hefði gott þótt,
hefði hann fengið að vita það.
Ekki dró það úr þessari trú, að
ýmsir hlutir á heimilinu voru að
hverfa og koma síðan í leitirnar
aftur þegar sízt varði Drengur
þarna á bænum fekk einu sinni
sjálfskeiðing ?ð gjöf þegar komið
var úr kaupstaðnum að vorlagi.
Hann fór út á hlað, settist þar é