Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Blaðsíða 6
298
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
þekking á næringarefnum líkam-
ans. Upp af þessu hefir svo sprott-
ið ný grein innan líffræðinnar sen
menn kalla „gnotobiotics".
Einhver mesti vandinn við þetta
er að sjá um að dýrin taki ekki
gerla í sig um leið og þau fæðast.
Eru þau því tekin með keisara-
skurði og líknarbelgurinn ekki
opnaður fyr en inni í sérstöku
hólfi, þar sem engir gerlar eru. En
inni í þessu hólfi þarf einnig að
vera „fóstra“, sem gengur þeim í
móður stað. En einhverjir verða þó
að fóðra þau og fæðan verður að
vera algjörlega gerlalaus.
Hólfin, sem þau eru geymd í, eru
venjulega 3 fet á lengd, 2 fet á
hæð og 2 fet á breidd, gerð úr ryð-
fríu stáli og gleri. En inn í þessi
hylki er hægt að seilast, og eru
sérstakir gúmglófar í sambandi við
það, og stinga menn höndunum
þar í. Inn í hylkin er dælt dau-5-
hreinsuðu lofti. Og þar sem þarna
finnast engir gerlar — og virur
líklega ekki heldur — þá skeður
hér hið undarlega fyrirbrigði, að
inni í hylkinu getur ekkert rotníð.
Matur helet þar óskemmdur endn-
laust, og eins saur dýranna, og af
honum leggur engan óþef.
Bezta tilraunadýrið er gínea-
grísinn talinn. Hann er fær um að
sjá um sig nýfæddur og honum
þarf ekki að hjálpa neitt. En það
þótti vísindamönnunum mikið
mein fyrst í stað, að gíneagrísarn-
ir tímguðust ekki í þessu um-
hverfi. Menn vissu ekki hvernig á
þessu stóð. Ekki gat það ver’ð
vegna þess að engir voru gerlarnir,
því að rottur og mýs tímguðust.
En eigi alls fyrir löngu tilkynntu
vísindamenn við „Notre Dame
University’s Lobund Institution“
að þar hefði „gerilsneiddir“ gínea-
grísir gotið í fyrsta sinn, og vakti
það mikla athygli allra þeirra sem
við þetta fást.
Það reyndist allmiklum vand-
kvæðum bundið að fá alveg geril-
sneidda fæðu handa tilraunadýr-
unum, því að ekki þola allar fæðu-
tegundir að vera dauðhreinsaðar
við suðuhita. Það kom því í ljós að
ýmis efni vantaði í fóðrið. Gínea-
grísir hrundu til dæmis niður
vegna skorts á B-fjörefni. Þá fundu
menn upp á því, að dauðhreinsa
fóðrið með geislum.
Komið hefir í ljós, að Pasteur
hafði rétt fyrir sér, gerlalaus’r
hænuungar þrífast alveg eins vel
og hinir, ef þeir fá mat við sitt
hæfi. En ef eitthvert fjörefni
skortir í fæðuna, þá kemur það
fljótt í ljós, því að þá láta ung-
arnir undir eins á sjá.
Enn eru ekki til nema fáar upp-
eldisstöðvar fyrir gerlalaus dýr en
þeim fjölgar nú óðum, því að hér
þykjast menn hafa fengið ein-
stakt tækifæri til þess að auðga
vísindin að nýum uppfinningum.
Einn vísindamaður hefir t. d. kveð-
ið svo fast að orði, að hin gerla-
lausu dýr sé rannsóknatæki á borð
við sjálfa smásjána. Annar segir
að nú gefist líffræðingum alveg
sérstakt tækifæri til þess að ge’a
tilraunir með ýmsa gerla, án bess
að aðrir gerlar komi þar við sögu
eða sé til trafala.
Þetta getur orðið mjög þýðmg-
armikið fyrir krabbameinsrann-
sóknir, því að nú ætti að vera hægt
að sannreyna hvort vírutegundir
er grunaðar hafa verið um að
valda krabbameini, geti gert það
einar sér.
Eitt hefir þegar sannazt, að
tannskemmdir eru af völdum
gerla. Gerlalausum rottum heiir
verið gefið fæði, sem talið hefir
verið að ylli tannskemmdum, en
það hefir ekkert borið á því hjá
þeim. Það er ekki fyr en rotturnar
hafa fengið gerla í matnum. að
tannskemmdir koma fram í beim.
Búist er við að tilraunir með
gerlalaus dýr muni veita miklar
upplýsingar um það, hvernig Ivk-
aminn sjálfur framleiðir varnir
gegn gerlum og virum. Ein af slík-
um vörnum er t. d. gamma globul-
in í blóðinu. Á því ber miklu
minna hjá gerlalausum dýrum
heldur en öðrum. Það hefir kotnið
í ljós, að þegar gerlalausum gínea-
grísum er sleppt undir bert lcft,
þar sem allt morar af allskonar
gerlum, þá fá þeir blóðsótt og
drepast skyndilega. En ef við-
brigðin eru ekki of snögg ef þe^r
eru smám saman vandir við gerl-
ana, þá skapast hjá þeim viðnám
þannig að eftir nokkurn tíma eru
gerlarnir þeim ekki hættulegri
heldur en meðbræðrum þeiri"a,
sem alizt hafa upp við þá fra
blautu barnsbeini.
Enn er talið að rannsóknir þess-
ar muni geta haft mikla þýðingu
fyrir geimferðir manna, þegar þær
hefjast. Rannsóknirnar geti bent
á leið til þess að koma í veg fyrir
að menn flytji gerla frá jörðinni
til annara hnatta, eða taki í sig
framandi gerla á öðrum hnöttum.
En ágizkanir hafa komið fram um
það, að bæði úti í geimnum og þó
sérstaklega á öðrum hnöttum,
kunni að vera allskonar gerlar,
sem ekki eru til hér á jörð.
Grobbið i Texasbúum er orðið
heimsfrægt. Einu sinni kom maður
þaðan að sunnan til að skoða Niagara-
fossana. Og kanadiskur leiðsögumaður
gat ekki á sér setið að segja:
„Ekkert þessu líkt er til í Texas“.
Þá sagði Texasbúinn: „Nei, en við
eigum pípulagningamenn, sem leika
sér að því að gera við svona leka“.
Ung stúlka kom til geðlæknis.
„Eg er í miklum vandræðum", sagði
hún. „Eg tala látlaust við sjálfa mig“.
„Það er ekki hættulegt“, sagði lækn-
irinn, „þetta gera margir“.
„Veit eg það, en þér ættuð að heyra
orðbragðið!"