Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 297 Gerlalaus heimur stöðugt upp í rjáfur. Sögðust þeir vera að hlæa að stelpu „sem léKi upsum og ásum“ um allt húsið með ýmsum skrípalátum. Upp frá þessu voru þeir síhlæandi og urðu nálega vitfirringar, en höfðu þó áð- ur verið efnilegir. Urðu þeir ekki langlífir og varð snöggt um þá. Var talið að álfar hefði valdið þessu. Meðan Jónas bjó á Bíldhóli gekk hann ríkt eftir því, að aldrei væri slegið upp í hólinn, og er mér nær að halda að þeirri reglu sé fylgt enn. Á Valshamri er líka hóll í tún- inu, sem aldrei má slá. Hann heitir Smiðjuhóll. Sonur bóndans hafði ekki trú á þessu, tók sig til og sló hólinn einu sinni, án þess að faðir hans vissi. En hvernig fór? Rétt á eftir drápust margar kindur á bæn- um og voru skrokkarnir helbláir, eins og þær hefði verið kyrktar. Sagt var að álfabyggð væri í hóln- um og álfarnir hefði hefnt sín a þennan hátt. Þegar reisa átti nýtt hús á Valshamri, kom öllum saman um að það væri hvergi betur sett en á þessum hóli, þar væri bezta hússtæðið þar á staðnum. En er á átti að herða vildi bóndinn ekki ganga í berhögg við álögin og hus- ið var reist annars staðar. Einkennilegustu álögin eru á Hvammsfirði sjálfum. Þar má ekki veiða fisk. Er sagt að álögunum létti ekki fyr en 20 menn hafa drukknað í firðinum. Ekki veit eg hve gömul þessi álög eru, en sagt er að kona hafi lagt þetta á fjörð- inn. Ekki veit eg heldur hvaða fiskur það er, sem bannað er að veiða. Sé það þorskur, þá er ekki mikil hætta yfirvofandi, því að þorskur gengur ekki inn a Hvammsfjörð. Einstaka sinnum kemur lúða inn á Breiðasund seinni hluta sumars. Annars halda sumir, að ekki megi stunda neinn veiðiskap í firðinum. Þegar pilt- HVERNIG mundi heimurinn vera, ef hér væri- engir gerlar? Við þessa spurningu hafa vísindamenn verið að glíma síðan á 19. öld. Pasteur helt því fram, að lífið mundi þróast alveg eins enda þótt engir gerlar væri til. Hann benti jafnvel á aðferð til að sanna þessa kenningu sína. Það mætti taka egg, verja þau fyrir gerlum, og þegar þeim væri klakið út mundu ungarnir vera gerlalausir, og siðan yrði að geyma þá þannig með ein- hverjum ráðum. Þetta varð til þess að þeir Nutt- all og Thierfelder gerðu tilraun 1897 að ala upp gerlalausa hænu- unga. En sú tilraun fór út um þúf- ur, annað hvort vegna þess, að þeir gátu ekki haldið lífi í ungunum, eða þá að þeir hafa fengið í sig gerla hjá þeim. Tveimur árum seinna tókst vis- indamanni, sem Schottelius hét, að koma upp gérlalausum hænuung- um, en þeir vesluðust brátt upp og drápust síðan. Margir fleiri reyndu þetta líka, en áttu við margs konar erfiðleika að etja og höfðu ekki önnur áhöld en þau, er þeir gátu smíðað sér sjálfir. arnir, Gísli og Lárus á Emmubergi, drukknuðu vorið 1876, kenndu sumir því um að þeir hefði verið á hrognkelsaveiðum. Var það talið feigðarflan að fara til veiða út a fjörð. En Loftur Guðmundsson á Keisbakka hefir þó veitt bæði sel í nætur og hrognkelsi í net, og ekki hefnzt fyrir. Halda því sumir að nú hafi 20 menn drukknað í firðin- um, og þar með sé álögunum af létt. Á. Ó. skráði. Svo leið og beið, og það var ekki fyr en 1959, að mönnum tókst að ala upp „gerilsneidda" hænuunga, gínea-grísi, rottur, mýs, kanínur og jafnvel geitur. Og þetta var að þakka alveg nýum uppfinningum, sem gerðu mönnum kleift að hafa tilraunadýrin í alveg gerlaheldum búrum, og eins var þá fengin ný Búrið, sem gerlalaus dýr eru geymd I. Hér er sýnt hvernig hægt er að seilast í búrið, án bess að gerlar komist iun um leið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.