Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1960, Blaðsíða 12
696 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Engisprettur valda tjóni. — Gott væri ef Danir seldu ísland og Banda- rikin keyptn. — Alls staðar treysta menn á Jón Sigurðsson. — Fjöl- kvæni. — Meira kvabb um ættar- tölur. Spanish Fork, 27. mai 1871 Kæri elskulegi gamli vin . --------Nú vil eg aftur byrja hvar eg endaði seinast og mun það hafa verið í febrúar 1870. Veturinn gekk út svo að segja eins og hann byrj- aði, því í þeim sama mánuði var byrjað að plægja og sá, og hefði orðið mikið rík uppskera hefði ekki grashoppurnar tekið það í mörgum stöðum. Eg veit ég hefði aflað frá 150—200 bushel hveiti í staðinn fyrir að fá ekki nema 60. Eg aflaði hér um bil 100 bushel maiskorn og gerðu grashoppurn- ar því engan skaða nokkur staðar hér í Utah, því þetta korn er ætíð plant/.ð seinast, og voru þær þá farnar. , Sumarið var mikið þurt og heitt, sem passar mikið gott fyrir korn og sykurkyn, eins og líka marga trjá og jarðar ávexti. Varla mátti kalla að regnskúr kæmi úr lofti frá maí til nóvember, og mikið lítill snjór eða regn hefir verið í vetur, en fremur hörð frost. Mest af mínum kálfum frá í fyrravetur, gekk úti þennan vetur líka sem í fyrra, og voru í góðu standi í vor. Nú eru flestir búnir að sá öllu nema maískorni og sykurkyni. Vor ið hefir verið mikið kalt. eftir sem hér gerist. Grashoppur eru hér engar og við trúum þær ekki vilji skaða okkur þetta sumar. Þær hafa verið hér meira og minna í fjögur fyrirfarandi ár og lagt hér egg, en í fyrrasumar komu þær svo tíðlega út úr eggjunum og voru orðnar fleygar í júni eða júlí og reistu því allar burtu.---------- Þú segir að í orð hafi komið, að Danir vildu selja landið til Banda- ríkjanna. Það hefi eg ogsvo heyrt fyrir 3—4 árum, og óska eg altíð þeir vildu gera svo, því eg veit það vildi verða stór fordeill fyrir ykkur, einkum almúgann, því þá veit eg það yrði gott tækifæri fyr- ir fátæka líka svo vel sem efnaðri, að koma til þessa ávaxtarsama lands. Ekki vildi sú ameríkanska stjórn heldur neita ykkur um sjálfs fjárráð. Líka veit eg ísland vildi verða betur forsynjað með marga hluti en það er nú af Dön- um, eins og líka bandið yrði leyst af ykkur, því hér er fríheit og frjálsræði. Síðan eg heyrði það fyrst, hef eg óskað eftir að það hefði framgang og þenki eg þið mættuð vera glaðir að fá fjárráð og fríheit líka sem margar aðrar þjóðir, einkanlega Ameríka Þar fyrir þenki eg það væri vert fyrir ykkur að sækja eftir því, fremur en standa á móti, því eftir sem eg hef lært að þekkja fólk síðan eg kom hér, líð eg Ameríkanann bezt yfir höfuð að taka, og þá viljinn er góður er ekki að tvíla kraft- inn.--------- Það vildi vera stór upplýsing fyrir ykkur, mínir heiðruðu lands- menn, að hafa hér blaðaútgefara í Ameríku, en þó vildi það vera peninga útdrag frá svo fátæku landi, sem það naumast kynni spara, jafnvel þó upplýsing sé öllum hlutum dýrmætari. Og þar sem ísland væri undir Ameríku, vildi það snart launa sig að halda dagblað hér frá......Hér er eitt blað prentað í Norður Ameríku kallað Feðralandið og emigrant- inn, sem kostar 2 dollara um árið, og er margt í því, sem við ber í þessu landi.....Þetta fréttablað vildi vera hægt' fyrir ykkur að fá, og gætu nokkrir menn lagt saman og sent peninga til riddara Jóns Sigurðssonar, og þá gæti eg sent það til hans. Þó væri betra að fá það til hans frá blaðaút- gefaranum sjálfum, því póstpen- ingar yrðu þá ekki svo miklir eins og ef eg ætti að senda það. Þetta gæti máske orðið til upplýsingar fyrir marga, sem efni hefðu að komast til þessa lands, eg má með sanni segja ávaxtarsama lands. Þetta blað er útgefið af Norð- mönnum og ganga víst mörg af þeim þangað, nefnilega til Nor- egs, og síðan streymir fólk þar frá í 100 og þúsunda vís, bæði ríkir og fátækir. Eg sagði það væri tækifæri fyrir þá efnuðu, og eg trúi það yrði líka fyrir þá fátæku. Eg trúi annars Jón Sig- urðsson gæti fengið þetta blað fyrir þig mikið létt, póstpeningar vildu ekki verða miklir, ef hann fengi það með norskum póstpen- ingum...... Fleirkvæni hef eg ekkert skrif- að þér um og máttu hafa heyrt það annars staðar frá, og kann þá vera tvísýnt hvort þú hefir heyrt sannleikann að öllu leyti. En hvernig sem það er, þá er það satt, að það er leyfilegt hér að hafa fleiri en eina konu, og getur þú ekki yfirbevísað mig frá post- ulanna historíu, að þeir hafi bann- að það. Einungis stendur skrifað, að einn biskup skuli vera einnar kvinnu eiginmaður o. s. frv., en þetta er ekkert bevís að fleir- kvæni sé bannað. Ef eg lifi til 24. júlí n. k. er eg 57 ára, og trúir því enginn hér sem ekki veit það, að eg sé meira en 40—45, og nokkrir að eg væri milli þrítugs og fertugs. Eg hefi ennú enga konu fengið, og er það ekki samkvæmt okkar trú, þar sem sumir hafa frá 2—10. Það er heldur ekki af því að eg ekki trúi að fleirkvænið sé rétt, en eg hef þeinkt að varta nokkuð og sjá hvort engin vildi koma frá mínu elskaða föðurlandi. Þá vil eg taka 3—4, ef þær væri að fá! Hér geri eg svolítið að gamni mínu, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.