Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1960, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1960, Blaðsíða 16
700 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE ♦ 94 V Á 10 8 2 ♦ 8 7 4 3 ♦ K 4 3 ♦ G 10 8 6 2 V D 9 4 ♦ Á D 9 5 ♦ 6 ♦ Á V K 5 ♦ K 6 2 + ÁD 10 8752 A gaf og sagnir voru þessar: N V A S l ♦ K D 5 3 ¥ G 7 ♦ G 10 ♦ G 9 6 3 A S V N pass 1 lauf 1 sp. pass 2 sp. 4 lauf pass 5 lauf pass pass pass Út kom S G og var .drepinn með ás. S sér nú að hann getur misst 3 slagi í tigli, ef V hefir ásipn, og það er mjög líklegt af sögnum hans að dæma. En S á þó sigurlíkur, ef V hefir þrjú hjörtu og eitt af þeim háspil. Nú tekur S slag á L Á og síðan á L K og slær svo út spaða og trompar á hendi, en gætir þess að geyma L 2. Þá kemur H K og síðan lág-hjarta undir ásinn. Nú er hjarta slegið út í þriðja sinn. Ef A gefur fleygir S af sér tigli*og V fær slaginn. Og nú verður hann annað hvort að slá úr tigli eða spaða, sem trompa má í borði og þá fleygir S af sér öðrum tigli. Ef A skyldi drepa þriðja hjartað með gosa, trompar S slaginn með L D og getur nú komið borðinu inn á L 4, en þar er H 10 frí, og spilið er unnið. Högni Bárðarson Bárður brotinnefur var einn af sveinum Odds lögmanns Sigurðsson- ar og þótti misendismaður. Sonur hans hét Högni og var skáldmæltur, FYRSTI SNJÓRINN kom í Reykjavík 2. desember, þó aðeins föl, en breytti þó svip bæarins mikið, því að nú voru hin marglitu húsaþök skyndilega öll orðin hvít. Þenna snjó tók fljótt af og kom svo ekki snjór næst fyr en um jólin. — Voru að þessu sinni hvít jól um land allt og sums staðar kom þá allmikill snjór, svo að samgöngur tepptust á heiðavegum, einkum norðan lands og aust- an. Skíðasnjór var á Hellisheiði um jólin, en í Reykjavík aðeins lítið föl, þó nóg til þess að gera akstur viðsjálan. Sem betur fór urðu þó fá slys. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon) en níðskældinn, og fremur illa þokk- aður. Fyrir það gerði Luxdorph land- fógeti hann rækan úr Gullbringusýslu. Réðist Högni þá norður í Þingeyar- sýslu. Barst hann þá mikið á í klæða- burði, þóttist vera stúdent og ríkur mjög. Náði hann þá í dóttur Illuga Helgasonar bónda á Sandi í Aðaldal. Er hún ýmist nefnd Jórunn eða Þór- unn og mun hafa verið föðursystir Egils Sandholts borgara í Reykjavík. Fekk Högni stóreignir með henni. En er suður kom, átti hann ekkert heim- ili. Brá henni þá stórum í brún og snerist allt í vol og grát fyrir henni. Tók þá einhver velþenkjandi bóndi hana um veturinn í guðsþakkarskyni og styrkti hana um vorið eftir að komast norður til átthaga sinna. Var hún þá öreiga, því að Högni hafði sölsað allar eignir hennar undir sig. En um þessar mundir hvarf hann. Var talið að hann mundi hafa drukkn- að einn af báti á Hvalfirði. Þetta hefir verið laust fyrir 1777. Mínir ekki of margir. Sigmundur Snorrason, bláfátækur tómthúsmaður, átti fjölda bama með konu sinni. Þetta lét hann sér samt ekki nægja, en fór að bæta við utan hjá. — Þegar hann kom með eitt slíkt barn til skírnar, fannst presti sér skylt að gera honum nokkra á- minningu. Undir hirtingarræðunni sat Sigmundur fyrst rólegur. En þegar honum þótti nóg komið. stóð hann snúðugt upp og sagði: „Verið þér ekki að því arna, prestur minn. Varla verða mínir of margir í himnaríki". — (Sögn séra Stefáns Stephensens í Hróarsholti). Möðrudalur og Skaftafell. í Möðrudalsmáldaga Gisla biskups Jónssonar 1575 er sagt, að Möðrudals- kirkja (á Fjalli) eigi „12 trogsöðla högg i Skaftafellsskóg". t jarðabók ísleifs Einarssonar sýslumanns 1709 segir um Skaftafell í Öræfum: „Beit 14 hrossum á Möðrudalsöræfum er jörðinni eignuð um sumartíma, kross- messna á milli; verður aldrei brúkað fyrir jöklum“. Þessi ítök sem munu vera ævagömul, hafa vist átt að mæt- ast. Sýnir þetta að fyrrum hefir ver- ið greiðari leið milli Möðrudals og Öræfa en nú er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.