Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1961, Blaðsíða 8
220 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ókunn lönd og þjóðir Nýa lýðveldið Ceylon AÐ ÞVÍ ER menn bezt vita, voru fyrstu íbúar Ceylons hinir svo- nefndu Vedda. Þetta voru húð- dökkir menn og höfðust aðallega við inni í frumskógunum á eynni. Þeir eru grannvaxnir, höfuðsmáir, með dökk augu og liggja augun djúpt. Hárið er svart og mikið og er látið falla laust. Þeir lifðu á veiðum í skógunum og villijurt- um. Þeir bjuggu í hellum, enda er nóg af þeim þar í fjöllunum. Um 643 f. Kr. gerðu Sinhalesar innrás á eyna. Þeir voru komnir frá norðanverðu Indlandi. Hröktu þeir Vedda skjótt frá beztu og frjóvsömustu stöðunum. Hurfu Veddar þá með öllu inn í frum- skógana og hafa hafst þar við fram að þessu. En byggð Sinhal- esa blómgaðist skjótt. Reistu þeir þar mörg fögur hof handa Búdda, en þau eru nú rústir einar og komnar á kaf í frumskóginn, ásamt byggðum þeim, er umhverf is þau voru. Er skammt síðan að rannsóknarmenn fundu þarna tvær horfnar borgir, Anaradap- ura og Polonaruwa, og þriðju borg ina, sem höggvin hafði verið inn í kletta og nefnist Sigiriya. Þar er enn veggskraut mikið og málverk, sem ekki hefir látið lit, þrátt fyrir ellina. Seinna gerðu Tamilar innrás á Ceylon. Þeir komu frá suðurhluta Indlands. Ekkivoru þeir þar neinir aufúsugestir, en Sinhalesum tókst ekki, þótt fleiri væri, að reka þá af höndmn sér. Þessir tveir þjóð- flokkar voru svo þarna í nábýli og áttust alltaf illt við, þangað til Evrópumenn komu þangað ár- ið 1505. Væringar hafa altaf verið með þessum tveimur indversku þjóðflokkum, en þeir berast ekki á banaspjót lengur. Sinhalesar skiftust innbyrðis í fjandsamlega flokka, sem áttu stöð ugt í styrjöld sín á milli. Skift- ust þeir í Láglendinga og Kandy- ana eða Fjallabúa, sem áttu heima um miðbik eyarinnar sunnanvert. Þeir eru hættir að berjast, en ríg- ur og ulfúð nokkur ríkir á meðal þeirra. Það voru Portúgalar, sem fyrst- ir hvítra manna komu til eyar- innar og settust þar að árið 1505. Síðan komu Hollendingsr og réðu eyunni um 140 ára skeið, eða frá 1656 til 1796. Þá hröktu Bretar þá þaðan og hafa ráðið eynni síðan. Fyrst í stað náðu hvítir menn aðeins fótfestu á ströndunum, því að þeir heldust ekki við inni í skógunum vegna þess hvað lofts- lag var þar óholt fyrir þá. Helzt þetta fram á 19. öld. Það var snemma á þeirri öld að Bretar reyndu að ryðja vegu í gegnum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.